Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2017 14:49 Svona gæti Mars hafa litið út fyrir milljörðum ára. Reikistjarnan tapaði hins vegar lofthjúpi sínum og síðan nær öllu vatninu. NASA/GSFC Fundur hjá vísinda- og geimnefnd Bandaríkjaþings tók óvænta stefnu í gær þegar einn nefndarmanna spurði vísindamenn NASA hvort að hugsanlegt sé að geimverur hafi búið á reikistjörnunni Mars fyrir þúsundum ára. Mars eins og við þekkjum hann í dag er ísköld eyðimörk með örþunnan lofthjúp. Vísindamenn telja hins vegar að aðstæður á þessari nágrannareikistjörnu okkar hafi verið mun skaplegri í fyrndinni. Á þeim tíma hafi fljótandi vatn líklega myndað höf, vötn og ár sem hafa mótað yfirborð rauðu reikistjörnunnar. Fljótandi vatn er talin grunnforsenda lífs og því hafa vísindamenn leitt líkum að því að hugsanlega hafi líf haft tíma til að kvikna á Mars áður en reikistjarnan glataði lofthjúpi sínum og fljótandi vatn á yfirborðinu fraus.„Útilokar þú það?“ Hugmyndin um framþróaða siðmenningu Marsbúa hefur hins vegar eingöngu birst í kvikmyndum og bókum dreyminna jarðarbúa. Það stöðvaði þó ekki repúblikanann Dana Rohrabacher, þingmann frá Kaliforníu og fulltrúa í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í að spyrja vísindamenn NASA hvort mögulegt sé að geimverur hafi þróað siðmenningu á Mars fyrir „þúsundum ára“. „Það eru engar vísbendingar um slíkt sem ég veit um,“ svaraði Ken Farley, prófessor í jarðefnafræði við Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech). Hann benti Rohrabacher einnig á að gögn frá Mars bendi til þess að aðstæður þar hafi verið aðrar og betri fyrir milljörðum ára en ekki þúsundum ára. Í raun telja vísindamenn að ef vatn flaut í raun um yfirborð Mars þá hafi það verið fyrir um 3,6 milljörðum ára.Repúblikaninn Dana Rohrabacher virðist hafa sérstakar hugmyndir um sólkerfið okkar.Vísir/EPARohrabacher var þó ekki alveg af baki dottinn og spurði Farley hvort að hann myndi útiloka að geimverur hafi verið á Mars. Sumir teldu það. „Ég myndi segja að það væri gríðarlega ósennilegt,“ svaraði Farley stuttlega, að því er kemur fram í frétt Space.com.Vildi vita hvenær koltvísýringur yrði hættulegur heilsu fólks Það er þó ekki aðeins um eðli og tímasetningu mögulegs lífs á Mars sem Rohrabacher hefur verið úti á túni með. Hann er á meðal fjölda flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum sem neitar að samþykkja niðurstöður vísindamanna um allan heim að loftslagsbreytingar eigi sér stað á jörðinni og að þær séu af völdum manna. Spurði hann meðal annars John Holdren, þáverandi vísindaráðgjafa Baracks Obama, þegar hann kom fyrir þingnefndina við hvaða mörk gróðurhúsalofttegundin koltvísýringur yrði hættulegur heilsu manna. Vísindamenn vara við auknum styrki koltvísýrings, og annarra gróðurhúsalofttegunda, í lofthjúpi jarðar vegna þess að hann veldur hlýnun loftslags, ekki vegna þess að hann hafi bein heilsufarsleg áhrif á menn við núverandi styrk í lofthjúpnum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra spurningar Rohrabacher og svör Farley um siðmenningu á Mars. Vísindi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fundur hjá vísinda- og geimnefnd Bandaríkjaþings tók óvænta stefnu í gær þegar einn nefndarmanna spurði vísindamenn NASA hvort að hugsanlegt sé að geimverur hafi búið á reikistjörnunni Mars fyrir þúsundum ára. Mars eins og við þekkjum hann í dag er ísköld eyðimörk með örþunnan lofthjúp. Vísindamenn telja hins vegar að aðstæður á þessari nágrannareikistjörnu okkar hafi verið mun skaplegri í fyrndinni. Á þeim tíma hafi fljótandi vatn líklega myndað höf, vötn og ár sem hafa mótað yfirborð rauðu reikistjörnunnar. Fljótandi vatn er talin grunnforsenda lífs og því hafa vísindamenn leitt líkum að því að hugsanlega hafi líf haft tíma til að kvikna á Mars áður en reikistjarnan glataði lofthjúpi sínum og fljótandi vatn á yfirborðinu fraus.„Útilokar þú það?“ Hugmyndin um framþróaða siðmenningu Marsbúa hefur hins vegar eingöngu birst í kvikmyndum og bókum dreyminna jarðarbúa. Það stöðvaði þó ekki repúblikanann Dana Rohrabacher, þingmann frá Kaliforníu og fulltrúa í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í að spyrja vísindamenn NASA hvort mögulegt sé að geimverur hafi þróað siðmenningu á Mars fyrir „þúsundum ára“. „Það eru engar vísbendingar um slíkt sem ég veit um,“ svaraði Ken Farley, prófessor í jarðefnafræði við Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech). Hann benti Rohrabacher einnig á að gögn frá Mars bendi til þess að aðstæður þar hafi verið aðrar og betri fyrir milljörðum ára en ekki þúsundum ára. Í raun telja vísindamenn að ef vatn flaut í raun um yfirborð Mars þá hafi það verið fyrir um 3,6 milljörðum ára.Repúblikaninn Dana Rohrabacher virðist hafa sérstakar hugmyndir um sólkerfið okkar.Vísir/EPARohrabacher var þó ekki alveg af baki dottinn og spurði Farley hvort að hann myndi útiloka að geimverur hafi verið á Mars. Sumir teldu það. „Ég myndi segja að það væri gríðarlega ósennilegt,“ svaraði Farley stuttlega, að því er kemur fram í frétt Space.com.Vildi vita hvenær koltvísýringur yrði hættulegur heilsu fólks Það er þó ekki aðeins um eðli og tímasetningu mögulegs lífs á Mars sem Rohrabacher hefur verið úti á túni með. Hann er á meðal fjölda flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum sem neitar að samþykkja niðurstöður vísindamanna um allan heim að loftslagsbreytingar eigi sér stað á jörðinni og að þær séu af völdum manna. Spurði hann meðal annars John Holdren, þáverandi vísindaráðgjafa Baracks Obama, þegar hann kom fyrir þingnefndina við hvaða mörk gróðurhúsalofttegundin koltvísýringur yrði hættulegur heilsu manna. Vísindamenn vara við auknum styrki koltvísýrings, og annarra gróðurhúsalofttegunda, í lofthjúpi jarðar vegna þess að hann veldur hlýnun loftslags, ekki vegna þess að hann hafi bein heilsufarsleg áhrif á menn við núverandi styrk í lofthjúpnum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra spurningar Rohrabacher og svör Farley um siðmenningu á Mars.
Vísindi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira