Despacito mest streymda lag allra tíma: „Ég vildi bara fá fólk til að dansa“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. júlí 2017 11:00 Daddy Yankee og Luis Fonsi. Skjáskot/YouTube Lagið Despacito eftir söngvarann Luis Fonsi er orðið mest streymda lag allra tíma, sex mánuðum eftir að það kom fyrst út. Lagið hefur verið spilað í samtals 4,6 milljarða skipta á öllum streymisveitum. Það slær út lagið Sorry með Justin Bieber sem áður var mest spilað. Despacito náði einmitt flugi á alþjóðavettvangi þegar endurhljóðblönduð útgáfa með Justin Bieber var gefin út fyrir sumarið. „Það sem hefur gerst með þetta lag er bara algjör bilun,“ segir Fonsi, sem er frá Puerto Rico og syngur á spænsku, í samtali við BBC. „Ég vil ekki nota orðið slys því ég var að reyna að skrifa slagara, en ég bjóst ekki við að það myndi ná yfir [til enskumælandi landa].“ „Ég vildi bara fá fólk til að dansa.“Luis Fonsi og Daddy Yankee flutti lagið upphaflega allt á spænsku.Vísir/GettyLuis Fonsi er 39 ára og sagði að vinsældir lagsins, sem fór á topp vinsældalista í yfir 45 löndum, hafi veitt honum ákveðna von í pólitísku landslagi Bandaríkjanna, þar sem hann býr. „Ég er frá Puerto Rico og bý í Miami. Við búum á áhugaverðum tímum núna þar sem fólk vill skilja okkur að. Það vill byggja veggi. Að eitt lag nái að sameina fólk og menningarheima, það er það sem ég er stoltastur af.“ Despacito er suðrænn sumarsmellur og þýðir titill lagsins „hægt“ og er það vísun í hvernig Fonsi ætlar að næla í konu sem hann girnist. Óhætt er að álykta að margir þeirra sem hlusti á lagið skilji ekki textann, sem er nokkuð kynferðislegur, en þó ekki meira en fólk ætti að venjast úr popptónlist dagsins í dag. Myndbandið við lagið er nú þegar orðið fjórða mest spilaða tónlistarmyndband allra tíma á YouTube. Lögin þrjú sem eru fyrir ofan Despacito eru öll nokkurra ára gömul.Lagið varð strax vinsælt í Suður-Ameríku þegar það kom út í janúar. Það náði, sem fyrr segir, flugi eftir að Justin Bieber heyrði lagið á næturklúbbi og óskaði eftir að fá að bæta við versi. Sir Lucian Grainge, framkvæmdastjóri Universal Music Group, segir að vinsældir Despacito sýni svart á hvítu hvernig streymisveitur hafi breytt tónlistarbransanum. „Streymi hefur gert lagi með öðruvísi takt, frá annarri menningu, á öðru tungumáli, kleyft að verða þessi risi sem gerir fólk glatt,“ segir hann í samtali við BBC.Justin Bieber kom fram á tónleikum í Kórnum í Kópavogi í september á síðasta ári.Vísir/Hanna„Enskumælandi listamenn hafa tröllriðið bransanum síðustu 50 ár en streymisveitur munu halda áfram að opna augu fólks fyrir spænskumælandi tónlistarmönnum. Allt er í boði.“ Margir vilja meina að lagið hefði aldrei náð þeirri fótfestu sem það hefur gert án tilkomu Justin Bieber. Sir Lucian segir að það hafi verið allt með ráði gert. „Að bæta Justin Bieber við lagið gerði okkur kleyft að taka eitthvað sem var þegar mjög vinsælt og fara með það í hæstu hæðir, eitthvað sem virtist óhugsandi þegar lagið var samið,“ segir Grainage. Streymisveitur verða sífellt vinsælli leið fyrir fólk að nálgast tónlist. Í mars tilkynnti sænska streymisveitan Spotify að þau væru nú með 50 milljón notendur um allan heim. Apple Music, sem er enn ekki orðið tveggja ára, er með 27 milljónir notenda sem borga fyrir þjónustuna. En það eru fleiri veitur sem eru teknar inn í reikninginn þegar vinsældir Despacito eru reiknaðar, til dæmis Google Play, Amazon Unlimited, Deezer og YouTube. Lagið er jafnframt það 35. í sögunni til að vera á toppi Hot 100 lista Billboard í tíu vikur. Metið fyrir lengstu setu í fyrsta sæti listans á lagið One Sweet Day með Mariah Carey og Boyz II Men. Það sat á toppi listans 1995-1996. Fróðlegt er að vita hvort Despacito haldi áfram á toppi listans og slái fleiri met.Lagið með viðbót Justin Bieber má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Lagið Despacito eftir söngvarann Luis Fonsi er orðið mest streymda lag allra tíma, sex mánuðum eftir að það kom fyrst út. Lagið hefur verið spilað í samtals 4,6 milljarða skipta á öllum streymisveitum. Það slær út lagið Sorry með Justin Bieber sem áður var mest spilað. Despacito náði einmitt flugi á alþjóðavettvangi þegar endurhljóðblönduð útgáfa með Justin Bieber var gefin út fyrir sumarið. „Það sem hefur gerst með þetta lag er bara algjör bilun,“ segir Fonsi, sem er frá Puerto Rico og syngur á spænsku, í samtali við BBC. „Ég vil ekki nota orðið slys því ég var að reyna að skrifa slagara, en ég bjóst ekki við að það myndi ná yfir [til enskumælandi landa].“ „Ég vildi bara fá fólk til að dansa.“Luis Fonsi og Daddy Yankee flutti lagið upphaflega allt á spænsku.Vísir/GettyLuis Fonsi er 39 ára og sagði að vinsældir lagsins, sem fór á topp vinsældalista í yfir 45 löndum, hafi veitt honum ákveðna von í pólitísku landslagi Bandaríkjanna, þar sem hann býr. „Ég er frá Puerto Rico og bý í Miami. Við búum á áhugaverðum tímum núna þar sem fólk vill skilja okkur að. Það vill byggja veggi. Að eitt lag nái að sameina fólk og menningarheima, það er það sem ég er stoltastur af.“ Despacito er suðrænn sumarsmellur og þýðir titill lagsins „hægt“ og er það vísun í hvernig Fonsi ætlar að næla í konu sem hann girnist. Óhætt er að álykta að margir þeirra sem hlusti á lagið skilji ekki textann, sem er nokkuð kynferðislegur, en þó ekki meira en fólk ætti að venjast úr popptónlist dagsins í dag. Myndbandið við lagið er nú þegar orðið fjórða mest spilaða tónlistarmyndband allra tíma á YouTube. Lögin þrjú sem eru fyrir ofan Despacito eru öll nokkurra ára gömul.Lagið varð strax vinsælt í Suður-Ameríku þegar það kom út í janúar. Það náði, sem fyrr segir, flugi eftir að Justin Bieber heyrði lagið á næturklúbbi og óskaði eftir að fá að bæta við versi. Sir Lucian Grainge, framkvæmdastjóri Universal Music Group, segir að vinsældir Despacito sýni svart á hvítu hvernig streymisveitur hafi breytt tónlistarbransanum. „Streymi hefur gert lagi með öðruvísi takt, frá annarri menningu, á öðru tungumáli, kleyft að verða þessi risi sem gerir fólk glatt,“ segir hann í samtali við BBC.Justin Bieber kom fram á tónleikum í Kórnum í Kópavogi í september á síðasta ári.Vísir/Hanna„Enskumælandi listamenn hafa tröllriðið bransanum síðustu 50 ár en streymisveitur munu halda áfram að opna augu fólks fyrir spænskumælandi tónlistarmönnum. Allt er í boði.“ Margir vilja meina að lagið hefði aldrei náð þeirri fótfestu sem það hefur gert án tilkomu Justin Bieber. Sir Lucian segir að það hafi verið allt með ráði gert. „Að bæta Justin Bieber við lagið gerði okkur kleyft að taka eitthvað sem var þegar mjög vinsælt og fara með það í hæstu hæðir, eitthvað sem virtist óhugsandi þegar lagið var samið,“ segir Grainage. Streymisveitur verða sífellt vinsælli leið fyrir fólk að nálgast tónlist. Í mars tilkynnti sænska streymisveitan Spotify að þau væru nú með 50 milljón notendur um allan heim. Apple Music, sem er enn ekki orðið tveggja ára, er með 27 milljónir notenda sem borga fyrir þjónustuna. En það eru fleiri veitur sem eru teknar inn í reikninginn þegar vinsældir Despacito eru reiknaðar, til dæmis Google Play, Amazon Unlimited, Deezer og YouTube. Lagið er jafnframt það 35. í sögunni til að vera á toppi Hot 100 lista Billboard í tíu vikur. Metið fyrir lengstu setu í fyrsta sæti listans á lagið One Sweet Day með Mariah Carey og Boyz II Men. Það sat á toppi listans 1995-1996. Fróðlegt er að vita hvort Despacito haldi áfram á toppi listans og slái fleiri met.Lagið með viðbót Justin Bieber má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira