1600 gráða heitur málmur lak eftir gólfinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2017 10:17 "Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum," segir Kristleifur. vísir/jói k. Bráðinn málmur flæddi úr ofni í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Málmurinn var 1600 gráða heitur en starfsmönnum tókst sjálfum að ná tökum á honum áður en slökkvilið bar að garði, að sögn Kristleifs Andréssonar, umhverfis- og öryggisstjóra verksmiðjunnar.Eldglæringar eins og af stjörnuljósum „Það sem það gerðist í nótt var að það yfirfylltist deigla, sem er ílátið sem málmurinn rennur í, þannig að málmurinn fór á gólfið. Hann er 1600 gráðu heitur þannig að þegar hann lendir á gólfinu þá gýs upp gríðarlegur reykur og það verða eldglæringar eins og af stjörnuljósum,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi verið um eiginlegan eldsvoða að ræða. Kristleifur segir hárrétt viðbrögð starfsmanna hafa skipt sköpum. „Þeir slökktu á ofninum, rýmdu bygginguna og kölluðu til viðbragðsaðila. Reykurinn hvarf fljótt og þá fóru þeir sjálfir inn og náðu tökum á málminum sjálfum.“ Aðspurður segir hann starfsfólk hafa mikla þekkingu á hvernig bregðast skuli við í aðstæðum sem þessum og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum. Bráðinn málmur er auðvitað stórhættulegur ef þú nálgast hann of mikið en menn sem þekkja aðstæður og vita hvernig málmurinn hagar sér eru ekki í hættu.“Þriðja ferðin á þremur mánuðum Um er að ræða þriðja útkall slökkviliðsins að verksmiðjunni á þremur mánuðum. Hinn 4. apríl síðastliðinn kviknaði eldur í vörubrettum og lagði þá talsverðan reyk frá kísilverinu. Tveimur vikum síðar varð mikill eldsvoði og ákvað Umhverfisstofnun þá að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Aðspurður hvort öryggismálum sé ábótavant segir Kristleifur svo ekki vera. „Það kviknaði þarna fyrst í rusli og þá tókst starfsmönnum sjálfum að slökkva eldinn. Svo kom eldsvoði en í dag varð enginn eldur. Það hefur bara orðið tjón af eldi einu sinni. Þannig að það er bara rangt að segja að það hafi orðið eldsvoði aftur og aftur.“ Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Bráðinn málmur flæddi úr ofni í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Málmurinn var 1600 gráða heitur en starfsmönnum tókst sjálfum að ná tökum á honum áður en slökkvilið bar að garði, að sögn Kristleifs Andréssonar, umhverfis- og öryggisstjóra verksmiðjunnar.Eldglæringar eins og af stjörnuljósum „Það sem það gerðist í nótt var að það yfirfylltist deigla, sem er ílátið sem málmurinn rennur í, þannig að málmurinn fór á gólfið. Hann er 1600 gráðu heitur þannig að þegar hann lendir á gólfinu þá gýs upp gríðarlegur reykur og það verða eldglæringar eins og af stjörnuljósum,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi verið um eiginlegan eldsvoða að ræða. Kristleifur segir hárrétt viðbrögð starfsmanna hafa skipt sköpum. „Þeir slökktu á ofninum, rýmdu bygginguna og kölluðu til viðbragðsaðila. Reykurinn hvarf fljótt og þá fóru þeir sjálfir inn og náðu tökum á málminum sjálfum.“ Aðspurður segir hann starfsfólk hafa mikla þekkingu á hvernig bregðast skuli við í aðstæðum sem þessum og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum. Bráðinn málmur er auðvitað stórhættulegur ef þú nálgast hann of mikið en menn sem þekkja aðstæður og vita hvernig málmurinn hagar sér eru ekki í hættu.“Þriðja ferðin á þremur mánuðum Um er að ræða þriðja útkall slökkviliðsins að verksmiðjunni á þremur mánuðum. Hinn 4. apríl síðastliðinn kviknaði eldur í vörubrettum og lagði þá talsverðan reyk frá kísilverinu. Tveimur vikum síðar varð mikill eldsvoði og ákvað Umhverfisstofnun þá að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Aðspurður hvort öryggismálum sé ábótavant segir Kristleifur svo ekki vera. „Það kviknaði þarna fyrst í rusli og þá tókst starfsmönnum sjálfum að slökkva eldinn. Svo kom eldsvoði en í dag varð enginn eldur. Það hefur bara orðið tjón af eldi einu sinni. Þannig að það er bara rangt að segja að það hafi orðið eldsvoði aftur og aftur.“
Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19
Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47