Plötufyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar Guðný Hrönn skrifar 17. júlí 2017 09:45 Högni Egilsson er kominn í samstarf með útgáfufyrirtækinu Erased Tapes. vísir/andri marinó Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út plötu á eigin vegum,“ segir Högni um nýju hljómplötuna sem hann sendir frá sér í haust. „Hún kemur út í samstrafi við útgáfufyrirtækið Erased Tapes en ég var að skrifa undir samning við það.“ Högni kveðst vera spenntur fyrir samstarfinu við Erased Tapes en hann hefur fylgst með fyrirtækinu í gegnum árin.„Ég var að leita að góðu plötufyrirtæki til að fara í samstarf við, því plötufyrirtæki virkar eins og fjölskylda og heimili fyrir músíkina þína. Svona samstarf hefur ýmislegt gott í för með sér, varðandi dreifingu og sýnileika.“ Samstarf Högna við Erased Tapes markar nýjung hjá útgáfufyrirtækinu. „Erased Tapes er þekkt fyrir að gefa út „instrumental“-tónlist, og þetta er í rauninni fyrsta platan sem þau gefa út með söngvara. Þannig að það er nýtt fyrir þeim,“ segir Högni. „Þetta fyrirtæki hefur á sér orð fyrir að gefa út vandaða og framsækna tónlist og útgáfunni er vel stýrt, fagurfræðilega séð. Ég kann vel að meta að vinna með fólki sem hefur metnað til að skapa verk sem hafa þýðingu fyrir tónlistaráhugafólk.“ Fjölbreytt tónlistSpurður nánar út í plötuna sem kemur út í haust segir Högni að um fjölbreytta plötu sé að ræða. „Platan hefur ákveðið landslag. Hljóðfærasamsetning, tónmál og söguþráður skapa dramatík sem hjálpar hlustandanum að fara í gegnum marga heima og komast í tæri við myndir sem skapa átök, tilfinningu og andrúmsloft, kyrrt eða stormasamt.“ Nýja platan er tilbúin. „Platan er tilbúin og ég er afskaplega spenntur. Og svo í kjölfar útgáfu hennar þá hefst bara ný plötugerð. Þetta verður bara gaman.“ Notar hjartaðEins og áður sagði er þetta fyrsta sólóplatan sem Högni sendir frá sér en áður var hann gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín sem sendi frá sér þrjár breiðskífur. Eins hefur Högni unnið að tveimur breiðskífum með hljómsveitinni Gus Gus. Aðspurður hvernig sé að vinna að gerð sólóplötu í samanburði við plötu með hljómsveit segir Högni: „Þetta er kannski eins og að vera einn einhversstaðar í fjarska. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og lærir að standa með sjálfum þér. Notar hjartað til þess að finna rétta leið. Heim eða eitthvert út í buskann.“ Spurður út í hvort það sé erfiðara að vera einn segir Högni: „Nei, ekki beint erfiðara, bara öðruvísi. En ég var náttúrlega ekki einn að gera þessa plötu, ég vann með frábæru samstarfsfólki, meðal annars textahöfundi og upptökustjóra. Og í þeirri samvinnu var ástríða í loftinu og ég held að hana sé að finna í músíkinni.“ Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út plötu á eigin vegum,“ segir Högni um nýju hljómplötuna sem hann sendir frá sér í haust. „Hún kemur út í samstrafi við útgáfufyrirtækið Erased Tapes en ég var að skrifa undir samning við það.“ Högni kveðst vera spenntur fyrir samstarfinu við Erased Tapes en hann hefur fylgst með fyrirtækinu í gegnum árin.„Ég var að leita að góðu plötufyrirtæki til að fara í samstarf við, því plötufyrirtæki virkar eins og fjölskylda og heimili fyrir músíkina þína. Svona samstarf hefur ýmislegt gott í för með sér, varðandi dreifingu og sýnileika.“ Samstarf Högna við Erased Tapes markar nýjung hjá útgáfufyrirtækinu. „Erased Tapes er þekkt fyrir að gefa út „instrumental“-tónlist, og þetta er í rauninni fyrsta platan sem þau gefa út með söngvara. Þannig að það er nýtt fyrir þeim,“ segir Högni. „Þetta fyrirtæki hefur á sér orð fyrir að gefa út vandaða og framsækna tónlist og útgáfunni er vel stýrt, fagurfræðilega séð. Ég kann vel að meta að vinna með fólki sem hefur metnað til að skapa verk sem hafa þýðingu fyrir tónlistaráhugafólk.“ Fjölbreytt tónlistSpurður nánar út í plötuna sem kemur út í haust segir Högni að um fjölbreytta plötu sé að ræða. „Platan hefur ákveðið landslag. Hljóðfærasamsetning, tónmál og söguþráður skapa dramatík sem hjálpar hlustandanum að fara í gegnum marga heima og komast í tæri við myndir sem skapa átök, tilfinningu og andrúmsloft, kyrrt eða stormasamt.“ Nýja platan er tilbúin. „Platan er tilbúin og ég er afskaplega spenntur. Og svo í kjölfar útgáfu hennar þá hefst bara ný plötugerð. Þetta verður bara gaman.“ Notar hjartaðEins og áður sagði er þetta fyrsta sólóplatan sem Högni sendir frá sér en áður var hann gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín sem sendi frá sér þrjár breiðskífur. Eins hefur Högni unnið að tveimur breiðskífum með hljómsveitinni Gus Gus. Aðspurður hvernig sé að vinna að gerð sólóplötu í samanburði við plötu með hljómsveit segir Högni: „Þetta er kannski eins og að vera einn einhversstaðar í fjarska. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og lærir að standa með sjálfum þér. Notar hjartað til þess að finna rétta leið. Heim eða eitthvert út í buskann.“ Spurður út í hvort það sé erfiðara að vera einn segir Högni: „Nei, ekki beint erfiðara, bara öðruvísi. En ég var náttúrlega ekki einn að gera þessa plötu, ég vann með frábæru samstarfsfólki, meðal annars textahöfundi og upptökustjóra. Og í þeirri samvinnu var ástríða í loftinu og ég held að hana sé að finna í músíkinni.“
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira