Lífverðir forsetans segja lögmann hans fara með rangt mál Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2017 06:42 Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Vísir/Getty Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, sem fundaði árið 2016 með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumanni sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fyrir fundinn fékk Trump þau skilaboð að markmið hans væri að koma skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í hendur starfsmanna framboðs Trump eldri. Það væri liður í áætlun stjórnvalda í Rússlandi að styðja við bakið á Trump. Trump yngri birti tölvupósta í síðustu viku, sem staðfesta þetta. Bæði hann og lögfræðingurinn, Natalia Veselnitskaya, neita því að slíkar upplýsingar hafi verið ræddar á fundi þeirra.Uppljóstranir New York Times um fundinn voru tilefni þess að Trump birti póstana. Á dögunum áður hafði hann verið margsaga um fundinn sjálfan.Lögmaður Trump eldri sagði í gær að lífverðir forsetans hefðu leyft fundi Trump yngri að fara fram, en fundurinn var í Trump-turninum í New York. „Ég velti fyrir mér, ef þetta var svona skaðlegt, af hverju lífverðir forsetans hleyptu þessu fólki inn. Forsetinn var undir þeirra vernd á þessum tíma og þetta atriði kveikti spurningar hjá mér,“ sagði Jay Sekulow, einn af lögmönnum forsetans í gær.Lífverðirnir segja þetta þó ekki rétt. Trump yngri hafi ekki notið verndar þeirra í júní 2016, þegar fundurinn fór fram, og ekkert tilefni hafi verið til að taka fólk sem hann fundaði með til skoðunar. Forsetinn sjálfur naut verndar lífvarðanna en ekki starfsmenn framboðs hans.Sérstakur saksóknari og nokkrar þingnefndir rannsaka nú afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim. Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 „Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Sjá meira
Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna [e. Secret service], segist ekki hafa gefið grænt ljós á fund Trump yngri, sem fundaði árið 2016 með rússneskum lögfræðingi og málafylgjumanni sem starfaði áður í leyniþjónustu Sovétríkjanna. Fyrir fundinn fékk Trump þau skilaboð að markmið hans væri að koma skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í hendur starfsmanna framboðs Trump eldri. Það væri liður í áætlun stjórnvalda í Rússlandi að styðja við bakið á Trump. Trump yngri birti tölvupósta í síðustu viku, sem staðfesta þetta. Bæði hann og lögfræðingurinn, Natalia Veselnitskaya, neita því að slíkar upplýsingar hafi verið ræddar á fundi þeirra.Uppljóstranir New York Times um fundinn voru tilefni þess að Trump birti póstana. Á dögunum áður hafði hann verið margsaga um fundinn sjálfan.Lögmaður Trump eldri sagði í gær að lífverðir forsetans hefðu leyft fundi Trump yngri að fara fram, en fundurinn var í Trump-turninum í New York. „Ég velti fyrir mér, ef þetta var svona skaðlegt, af hverju lífverðir forsetans hleyptu þessu fólki inn. Forsetinn var undir þeirra vernd á þessum tíma og þetta atriði kveikti spurningar hjá mér,“ sagði Jay Sekulow, einn af lögmönnum forsetans í gær.Lífverðirnir segja þetta þó ekki rétt. Trump yngri hafi ekki notið verndar þeirra í júní 2016, þegar fundurinn fór fram, og ekkert tilefni hafi verið til að taka fólk sem hann fundaði með til skoðunar. Forsetinn sjálfur naut verndar lífvarðanna en ekki starfsmenn framboðs hans.Sérstakur saksóknari og nokkrar þingnefndir rannsaka nú afskipti stjórnvalda í Rússlandi af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 „Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
„Lygi eftir lygi eftir lygi“ Fréttaþulur Fox News hélt reiðilestur um blekkingarleik Donalds Trump og félaga vegna frétta af tengslum við Rússa í útsendingu í gær. Stöðin hefur almennt verið forsetanum vilholl. 15. júlí 2017 10:50
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00