Bardagi þeirra Gunnars og Ponzinibbios var aðal bardagi kvöldsins en hann stóð stutt yfir, aðeins í 82 sekúndur.
Gunnar byrjaði bardagann af krafti og náði nokkrum góðum höggum. Argentínumaðurinn svaraði hins vegar fyrir sig, náði þungum höggum og kláraði bardagann.
Íslendingar fylgdust vel með bardaganum og voru í sjokki með niðurstöðuna eins og merkja mátti á Twitter.
Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst.
— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) July 16, 2017
#ufc365 fyrst var þögn síðan kom þruman
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 16, 2017
kannski að skipta um inngöngulag "way down we go" gefur ekki góð fyrirheit #ufc365
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) July 16, 2017
Þegar Gunnar Nelson er kýldur líður mér eins og ég hafi verið kýldur. Ömurlegt að horfa á þetta. Kemur sterkari til baka!
— Alexander Einarsson (@alexander_freyr) July 16, 2017
Highest highs and the lowest lows. Rough night. We live to do it again. Thanks everyone for great support, we'll be back
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 16, 2017
Þetta var ákveðin niðurlæging. Titilbardagi fjarlægur draumur núna. En við segjum bara eins og í boltanum: On to the next one.
— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) July 16, 2017
Jesús! Hvað gerðist?!?! Orðlaus.....#UFC
— Marvin Vald (@MarvinVald) July 16, 2017
Ok er þessi slagur bara búinn?
— Rakel Logadóttir (@rakelloga) July 16, 2017
Verður því miður ekki stjarna í UFC á næstunni, féll á stóra prófinu #Nelson
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) July 16, 2017
Vinstri krókur beint í egó íslensku þjóðarinnar
— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) July 16, 2017
Nú grætur Íslenska þjóðin sig í svefn. #ufc365
— Ármann Örn (@armannorn) July 16, 2017
Hvernig virkar svona þjóðarsorg? Er t.d. vinna á morgun? #ufc365 #nelson
— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) July 16, 2017
Djöfull finnur maður til með Gunna. Loksins að nálgast toppinn og fær aðalbardaga...og þetta helvíti endar svona.
— Eyþór Bjarnason (@ljonshjarta) July 16, 2017
Twitter þögnin er svo átakanleg #UFC
— Kristjana Arnarsd. (@kristjanaarnars) July 16, 2017
Ég dó inn í mér
— Þorgrímur S Ólafsson (@ThorgrimurSmari) July 16, 2017