Logi: Rakið hugleysi hjá dómaranum að sleppa þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2017 22:17 Logi var ósáttur með Ívar Örn dómara eftir leik. vísir/stefán Logi Ólafsson þjálfari Víkinga var ósáttur með Ívar Orra Kristjánsson dómara í lok leiks sinna manna gegn Val í kvöld. Valsmenn unnu 1-0 sigur og eru komnir með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar. „Ég held að það sé alveg klárt. Þetta er rakið hugleysi hjá dómaranum að sleppa þessu. Það hefði verið annað gula og þá er maðurinn útaf. Það breytir auðvitað öllu í leikjum, þegar svona mikið er eftir að vera einum fleiri,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn á Víkingsvelli í kvöld. Atvikið sem hann á við var á 62.mínútu þegar Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Vals virtist brjóta á Milos Ozegovic og hefði þá líklega átt að fá sitt annað gula spjald. Fyrri hálfleikur var fremur daufur og liðin gáfu fá færi á sér. Sá síðari var öllu fjörugri en varnir liðanna stóðu vel og stundum á kostnað sóknarleiksins. „Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið tilþrifalítið. Mér fannst þetta ágætis leikur og við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Mér fannst leikurinn kaflaskiptur, þeir pressuðu mikið og við líka og þegar öllu er á botninn hvolft held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða.“ Mark Vals kom á 76.mínútu eftir mistök hjá Ívari Erni Jónssyni. Andri Adolphsson var nýkominn inn sem varamaður hjá Val og fór illa með Ívar áður en hann lagði boltann á Nicolas Böglid sem skoraði. „Við gerum mistök í markinu og gefum frá okkur boltann illa. Það getum við ekki leyft okkur á móti þeim,“ bætti Logi við. Þetta var fyrsti tapleikur Víkinga í deildinni undir stjórn Loga en liðið hafði leikið sex leiki í Pepsi-deildinni án þess að tapa. „Við einbeitum okkur bara að næsta verkefni og erum ekki að velta neinu öðru fyrir okkur,“ sagði Logi hinn rólegasti. Félagaskiptaglugginn opnaði á ný þann 15.júlí og hefur Óttar Magnús Karlsson, fyrrum leikmaður Víkinga, verið orðaður við endurkomu til liðsins. Logi sagði ekkert í gangi í þeim málum. „Það er ekkert ljóst hvað verður í leikmannamálum. Glugginn verður galopinn og við fylgjumst með hvað gerist þar,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkings að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Valur 0-1 | Bögild hetja Valsmanna í baráttuleik Nicolas Bögild skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Vals gegn Víking í 11. umferð Pepsi-deild karla en með sigrinum nær Valur þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar á Grindvíkinga sem eiga leik til góða. 16. júlí 2017 23:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira
Logi Ólafsson þjálfari Víkinga var ósáttur með Ívar Orra Kristjánsson dómara í lok leiks sinna manna gegn Val í kvöld. Valsmenn unnu 1-0 sigur og eru komnir með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar. „Ég held að það sé alveg klárt. Þetta er rakið hugleysi hjá dómaranum að sleppa þessu. Það hefði verið annað gula og þá er maðurinn útaf. Það breytir auðvitað öllu í leikjum, þegar svona mikið er eftir að vera einum fleiri,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn á Víkingsvelli í kvöld. Atvikið sem hann á við var á 62.mínútu þegar Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Vals virtist brjóta á Milos Ozegovic og hefði þá líklega átt að fá sitt annað gula spjald. Fyrri hálfleikur var fremur daufur og liðin gáfu fá færi á sér. Sá síðari var öllu fjörugri en varnir liðanna stóðu vel og stundum á kostnað sóknarleiksins. „Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið tilþrifalítið. Mér fannst þetta ágætis leikur og við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Mér fannst leikurinn kaflaskiptur, þeir pressuðu mikið og við líka og þegar öllu er á botninn hvolft held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða.“ Mark Vals kom á 76.mínútu eftir mistök hjá Ívari Erni Jónssyni. Andri Adolphsson var nýkominn inn sem varamaður hjá Val og fór illa með Ívar áður en hann lagði boltann á Nicolas Böglid sem skoraði. „Við gerum mistök í markinu og gefum frá okkur boltann illa. Það getum við ekki leyft okkur á móti þeim,“ bætti Logi við. Þetta var fyrsti tapleikur Víkinga í deildinni undir stjórn Loga en liðið hafði leikið sex leiki í Pepsi-deildinni án þess að tapa. „Við einbeitum okkur bara að næsta verkefni og erum ekki að velta neinu öðru fyrir okkur,“ sagði Logi hinn rólegasti. Félagaskiptaglugginn opnaði á ný þann 15.júlí og hefur Óttar Magnús Karlsson, fyrrum leikmaður Víkinga, verið orðaður við endurkomu til liðsins. Logi sagði ekkert í gangi í þeim málum. „Það er ekkert ljóst hvað verður í leikmannamálum. Glugginn verður galopinn og við fylgjumst með hvað gerist þar,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkings að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Valur 0-1 | Bögild hetja Valsmanna í baráttuleik Nicolas Bögild skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Vals gegn Víking í 11. umferð Pepsi-deild karla en með sigrinum nær Valur þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar á Grindvíkinga sem eiga leik til góða. 16. júlí 2017 23:00 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur R. - Valur 0-1 | Bögild hetja Valsmanna í baráttuleik Nicolas Bögild skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Vals gegn Víking í 11. umferð Pepsi-deild karla en með sigrinum nær Valur þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi-deildarinnar á Grindvíkinga sem eiga leik til góða. 16. júlí 2017 23:00