Tveir þýskir ferðamenn stungnir til bana í Egyptalandi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 14. júlí 2017 20:57 Lögreglan á svæðinu hefur handtekið árásarmanninn. vísir/afp Tveir þýskir ferðamann hafa látið lífið eftir stunguárás í Hurghada í Egyptalandi. Að minnsta kosti fjórir aðrir, frá Armeníu og Tékklandi, slösuðust og hafa verið færðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Búið er að handsama einn mann í tengslum við málið. Árásarmaðurinn var vopnaður hníf og stakk þýsku ferðamennina þrisvar sinnum í brjóstkassann. Maðurinn, sem talinn er bera ábyrgð á árásinni, er nú í haldi lögreglu og verið er að yfirheyra hann. Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfestir þetta við fréttamann BBC. Samkvæmt þeim upplýsingum réðst árásarmaðurinn gegn þýsku ferðamönnunum og særði tvo aðra á Zahabia hótelinu. Síðan synti hann að strönd Sunny Days El Palacio hótelsins, sem er í námunda við Zahabia hótelið, og réðst á aðrar tvær manneskju áður en starfsfólk hótelsins náði að yfirbuga hann. Ekki er vitað hvaða ástæður lágu að baki árásinni og óljóst er hvort að maðurinn sé tengdur við hryðjuverkasamtök. Ekki er komið á hreint hvort að hann sé andlega veikur. Starfsmaður Zahabia hótelsins sagði þó að hann hefði augljóslega verið að leita að erlendum einstaklingum til að meiða. Þrír ferðamenn voru stungnir á þessu sama hóteli árið 2016 af vígamönnum Íslamska ríkisins. Yfirvöld í Egyptalandi hafa undanfarið þurft að bregðast við uppreisn vígamanna ISIS á Sínaí skaganum. Þá hefur ferðamannaiðnaðurinn verið skotmark herliða í Norður Afríku undanfarin ár. Til að mynda var rússnesk farþegaflugvél skotin niður í október 2015. Í þeirri árás létust 224 farþegar flugvélarinnar. Auk þess létu 39 manns lífið og 36 slösuðust á árás sem átti sér stað á strönd í Sousse, Túnis árið 2015. Armenía Egyptaland Túnis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Tveir þýskir ferðamann hafa látið lífið eftir stunguárás í Hurghada í Egyptalandi. Að minnsta kosti fjórir aðrir, frá Armeníu og Tékklandi, slösuðust og hafa verið færðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Búið er að handsama einn mann í tengslum við málið. Árásarmaðurinn var vopnaður hníf og stakk þýsku ferðamennina þrisvar sinnum í brjóstkassann. Maðurinn, sem talinn er bera ábyrgð á árásinni, er nú í haldi lögreglu og verið er að yfirheyra hann. Innanríkisráðuneyti Egyptalands staðfestir þetta við fréttamann BBC. Samkvæmt þeim upplýsingum réðst árásarmaðurinn gegn þýsku ferðamönnunum og særði tvo aðra á Zahabia hótelinu. Síðan synti hann að strönd Sunny Days El Palacio hótelsins, sem er í námunda við Zahabia hótelið, og réðst á aðrar tvær manneskju áður en starfsfólk hótelsins náði að yfirbuga hann. Ekki er vitað hvaða ástæður lágu að baki árásinni og óljóst er hvort að maðurinn sé tengdur við hryðjuverkasamtök. Ekki er komið á hreint hvort að hann sé andlega veikur. Starfsmaður Zahabia hótelsins sagði þó að hann hefði augljóslega verið að leita að erlendum einstaklingum til að meiða. Þrír ferðamenn voru stungnir á þessu sama hóteli árið 2016 af vígamönnum Íslamska ríkisins. Yfirvöld í Egyptalandi hafa undanfarið þurft að bregðast við uppreisn vígamanna ISIS á Sínaí skaganum. Þá hefur ferðamannaiðnaðurinn verið skotmark herliða í Norður Afríku undanfarin ár. Til að mynda var rússnesk farþegaflugvél skotin niður í október 2015. Í þeirri árás létust 224 farþegar flugvélarinnar. Auk þess létu 39 manns lífið og 36 slösuðust á árás sem átti sér stað á strönd í Sousse, Túnis árið 2015.
Armenía Egyptaland Túnis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira