Erlent

Stórfenglegar myndir af rauðum bletti Júpíters

Samúel Karl Ólason skrifar
Þvermál blettsins er um 16 þúsund kílómetrar. Þvermál Jarðarinnar er um 12.700 kílómetrar.
Þvermál blettsins er um 16 þúsund kílómetrar. Þvermál Jarðarinnar er um 12.700 kílómetrar. Vísir/AFP
Geimfarið Juno flaug fram hjá reikistjörnunni Júpíter á mánudaginn í um níu þúsund kílómetra hæð og náði myndum af Stóra rauða bletti plánetunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem myndir nást af blettinum úr svo lítilli fjarlægð.

Júpíter er nánast eingöngu úr vetni og helíum. Á 17. öld tóku menn eftir stórum rauðum bletti á yfirborði plánetunnar. Í ljós hefur komið að bletturinn er í raun gríðarlega stórt óveður. Tvær Jarðir kæmust fyrir innan óveðursins. Samkvæmt Space.com gefa nýlegar rannsóknir til kynna að bletturinn sé að minnka.



Þvermál blettsins er um 16 þúsund kílómetrar. Þvermál Jarðarinnar er um 12.700 kílómetrar.

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, birti myndirnar í gær og er að bjóða fólki tækifæri á því að vinna úr þeim. Óunnar myndir NASA má sjá hér



NASA skaut Juno á loft árið 2011 og hefur verkefni geimfarsins verið að rannsaka Júpíter nákvæmlega. Geimfarið komst á sporbraut um plánetuna í júlí í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×