Himnesk heilbrigðisþjónusta Guðjón S. Brjánsson skrifar 13. júlí 2017 07:00 Draumaferð fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til Svíþjóðar varð að fjölmiðlaefni fyrir skömmu. Þangað fór hún í fimm manna hópi í liðskiptaaðgerð. Svo vildi til að Klíníkin skipulagði ferðina en þar er forstjóri og aðaleigandi gömul samstarfskona og flokkssystir ferðalangsins. Meðeigendur fyrirtækisins eru úr fjölskyldu forsætisráðherra. Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn hafði verið á bið hjá Landspítala, á Akureyri eða Akranesi. Stofa þessi hefur verið að reyna að brjóta sér leið að opinberum sjóðum til að veita heilbrigðisþjónustu. Sérkennilegt hvernig þetta ber allt að, kannski óheppileg tilviljun í samhengi hlutanna. Ferðinni lýsti ráðherrann fyrrverandi af tilfinningamóð í viðtölum. Hámarki sælunnar virtist náð þegar rennt var í hlað spítalans góða og henni tjáð að þetta væri einkarekið sjúkrahús sem að eigin sögn kom algjörlega flatt upp á hana. Allt voru þetta mikil undur og dásemdin ein. Ferðin var farin á grundvelli EES-tilskipunar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Sú heimild er ein afurð þess ágæta samstarfs sem jafnaðarmenn knúðu í gegn fyrir 25 árum. Draga þurfti Sjálfstæðisflokkinn með, bæði tregan og klofinn. Það er ánægjulegt að flokksmaðurinn skuli hafa fengið að upplifa kosti þessa sambands svo jákvætt á eigin skinni. Hún rakti himinlifandi í viðtölum að ríkið greiddi allan kostnað. Um þessar ferðir gilda ákvæði reglugerðar nr. 484/2016 sem Sjúkratryggingar Íslands framfylgja skv. settum skilyrðum. Það er skömm að bið eftir brýnum aðgerðum skuli vera svo löng á Íslandi, og ástæðan er mannanna verk. Ráðandi öfl í samfélaginu úr hópi Svíþjóðarfarans hafa ljóst og leynt svelt opinberar heilbrigðisstofnanir en alið við brjóst sér einkareknar heilbrigðisstofur sem leika lausum hala á kostnað annarra þátta. Samfylkingin er með fullbúnar tillögur um stóraukið fé til heilbrigðisþjónustunnar, einkum Landspítala og annarra sjúkrahúsa og nálgast þar með Norðurlönd. Með því yrði hægt að taka á biðlistum og draga úr greiðslum fyrir dýrar aðgerðir erlendis.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Draumaferð fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til Svíþjóðar varð að fjölmiðlaefni fyrir skömmu. Þangað fór hún í fimm manna hópi í liðskiptaaðgerð. Svo vildi til að Klíníkin skipulagði ferðina en þar er forstjóri og aðaleigandi gömul samstarfskona og flokkssystir ferðalangsins. Meðeigendur fyrirtækisins eru úr fjölskyldu forsætisráðherra. Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn hafði verið á bið hjá Landspítala, á Akureyri eða Akranesi. Stofa þessi hefur verið að reyna að brjóta sér leið að opinberum sjóðum til að veita heilbrigðisþjónustu. Sérkennilegt hvernig þetta ber allt að, kannski óheppileg tilviljun í samhengi hlutanna. Ferðinni lýsti ráðherrann fyrrverandi af tilfinningamóð í viðtölum. Hámarki sælunnar virtist náð þegar rennt var í hlað spítalans góða og henni tjáð að þetta væri einkarekið sjúkrahús sem að eigin sögn kom algjörlega flatt upp á hana. Allt voru þetta mikil undur og dásemdin ein. Ferðin var farin á grundvelli EES-tilskipunar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Sú heimild er ein afurð þess ágæta samstarfs sem jafnaðarmenn knúðu í gegn fyrir 25 árum. Draga þurfti Sjálfstæðisflokkinn með, bæði tregan og klofinn. Það er ánægjulegt að flokksmaðurinn skuli hafa fengið að upplifa kosti þessa sambands svo jákvætt á eigin skinni. Hún rakti himinlifandi í viðtölum að ríkið greiddi allan kostnað. Um þessar ferðir gilda ákvæði reglugerðar nr. 484/2016 sem Sjúkratryggingar Íslands framfylgja skv. settum skilyrðum. Það er skömm að bið eftir brýnum aðgerðum skuli vera svo löng á Íslandi, og ástæðan er mannanna verk. Ráðandi öfl í samfélaginu úr hópi Svíþjóðarfarans hafa ljóst og leynt svelt opinberar heilbrigðisstofnanir en alið við brjóst sér einkareknar heilbrigðisstofur sem leika lausum hala á kostnað annarra þátta. Samfylkingin er með fullbúnar tillögur um stóraukið fé til heilbrigðisþjónustunnar, einkum Landspítala og annarra sjúkrahúsa og nálgast þar með Norðurlönd. Með því yrði hægt að taka á biðlistum og draga úr greiðslum fyrir dýrar aðgerðir erlendis.Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar