Kaleo tróð upp í Good Morning America Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 11:55 Hljómsveitin Kaleo spilaði í morgunþættinum Good Morning America á föstudag. Vísir/Skjáskot Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lag sitt No Good í morgunþættinum Good Morning America á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC á föstudag. Mikil keyrsla er á strákunum um þessar mundir sem héldu beint til Spánar eftir hljómleikana. Good Morning America er morgunþáttur sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC og nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. Kaleo flutti lag sitt No Good í þættinum á föstudag við mikinn fögnuð viðstaddra en Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar, segir mikið um að vera hjá sveitinni.Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo.Kaleo„Það er smá keyrsla núna þar sem að við vorum að koma frá festivali í fjöllunum í Colorado og maður fékk aðeins einn og hálfan tíma í svefn í nótt áður en við spiluðum í Good Morning America snemma í morgun,“ sagði Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, eftir tónleika sveitarinnar í Good Morning America á föstudag. Þá eru strákarnir á flakki heimshorna á milli um þessar mundir en lagið No Good, sem flutt var í morgunþættinum, er nýjasta smáskífan af plötunni A/B, sem hefur selst afar vel. „Svo er ferðinni heitið til Spánar strax í kvöld þar sem við erum að spila á Bennicassim tónlistarhátíðinni á morgun og þaðan til Bretlands eftir það. Mikið að gera en það er svokallað lúxusvandamál. Við spiluðum No Good í Good Morning America þar sem að það er verið að vinna þann „single“ í útvarpinu í Bandaríkjunum eins og er,“ sagði Jökull. Kaleo hefur farið eins og stormsveipur um Norður-Ameríku undanfarin misseri en sveitin var til að mynda valin besta nýja rokkhljómsveitin á árslista Billboard í desember síðastliðnum. Þá hafa liðsmenn Kaleo komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum í bandarísku sjónvarpi, þar á meðal hjá spjallþáttastjórnendunum James Corden og Jimmy Kimmel.Hér að neðan má sjá flutning strákanna á laginu No Good í Good Morning America síðastliðinn föstudag.ABC Breaking News | Latest News Videos Kaleo Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum vegna veikinda Jökuls Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. 15. júní 2017 18:28 Finnur jarðtenginguna heima á Íslandi Jökull Júlíusson, söngvari og lagahöfundur hljómsveitinnar Kaleo, hefur átt ævintýralega skjótri velgengni að fagna. Mikil vinna fylgir slíkri velgengni og á dögunum endaði Jökull á sjúkrahúsi sökum of mikils álags. 1. júlí 2017 08:00 Jökull í Kaleo stríddi James Corden og kom fram í íslensku landsliðstreyjunni Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lagið No Good í spjallþætti James Corden í gær og gerðu þeir það óaðfinnanlega eins og vanalega. 26. apríl 2017 11:15 Sjáðu Kaleo fara á kostum á Coachella Íslenska hljómsveitin Kaleo steig á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu á laugardagskvöldið. 18. apríl 2017 10:30 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lag sitt No Good í morgunþættinum Good Morning America á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC á föstudag. Mikil keyrsla er á strákunum um þessar mundir sem héldu beint til Spánar eftir hljómleikana. Good Morning America er morgunþáttur sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC og nýtur mikilla vinsælda vestanhafs. Kaleo flutti lag sitt No Good í þættinum á föstudag við mikinn fögnuð viðstaddra en Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar, segir mikið um að vera hjá sveitinni.Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo.Kaleo„Það er smá keyrsla núna þar sem að við vorum að koma frá festivali í fjöllunum í Colorado og maður fékk aðeins einn og hálfan tíma í svefn í nótt áður en við spiluðum í Good Morning America snemma í morgun,“ sagði Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, eftir tónleika sveitarinnar í Good Morning America á föstudag. Þá eru strákarnir á flakki heimshorna á milli um þessar mundir en lagið No Good, sem flutt var í morgunþættinum, er nýjasta smáskífan af plötunni A/B, sem hefur selst afar vel. „Svo er ferðinni heitið til Spánar strax í kvöld þar sem við erum að spila á Bennicassim tónlistarhátíðinni á morgun og þaðan til Bretlands eftir það. Mikið að gera en það er svokallað lúxusvandamál. Við spiluðum No Good í Good Morning America þar sem að það er verið að vinna þann „single“ í útvarpinu í Bandaríkjunum eins og er,“ sagði Jökull. Kaleo hefur farið eins og stormsveipur um Norður-Ameríku undanfarin misseri en sveitin var til að mynda valin besta nýja rokkhljómsveitin á árslista Billboard í desember síðastliðnum. Þá hafa liðsmenn Kaleo komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum í bandarísku sjónvarpi, þar á meðal hjá spjallþáttastjórnendunum James Corden og Jimmy Kimmel.Hér að neðan má sjá flutning strákanna á laginu No Good í Good Morning America síðastliðinn föstudag.ABC Breaking News | Latest News Videos
Kaleo Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum vegna veikinda Jökuls Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. 15. júní 2017 18:28 Finnur jarðtenginguna heima á Íslandi Jökull Júlíusson, söngvari og lagahöfundur hljómsveitinnar Kaleo, hefur átt ævintýralega skjótri velgengni að fagna. Mikil vinna fylgir slíkri velgengni og á dögunum endaði Jökull á sjúkrahúsi sökum of mikils álags. 1. júlí 2017 08:00 Jökull í Kaleo stríddi James Corden og kom fram í íslensku landsliðstreyjunni Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lagið No Good í spjallþætti James Corden í gær og gerðu þeir það óaðfinnanlega eins og vanalega. 26. apríl 2017 11:15 Sjáðu Kaleo fara á kostum á Coachella Íslenska hljómsveitin Kaleo steig á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu á laugardagskvöldið. 18. apríl 2017 10:30 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Aflýsa tónleikum vegna veikinda Jökuls Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. 15. júní 2017 18:28
Finnur jarðtenginguna heima á Íslandi Jökull Júlíusson, söngvari og lagahöfundur hljómsveitinnar Kaleo, hefur átt ævintýralega skjótri velgengni að fagna. Mikil vinna fylgir slíkri velgengni og á dögunum endaði Jökull á sjúkrahúsi sökum of mikils álags. 1. júlí 2017 08:00
Jökull í Kaleo stríddi James Corden og kom fram í íslensku landsliðstreyjunni Íslenska hljómsveitin Kaleo flutti lagið No Good í spjallþætti James Corden í gær og gerðu þeir það óaðfinnanlega eins og vanalega. 26. apríl 2017 11:15
Sjáðu Kaleo fara á kostum á Coachella Íslenska hljómsveitin Kaleo steig á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu á laugardagskvöldið. 18. apríl 2017 10:30