Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2017 12:33 Leki varð í kælikerfi verksmiðju United Silicon í nótt og þurfti að slökkva á brennsluofni verksmiðjunnar vegna þess. Þegar það er gert verður lyktarmengun meiri. Vísir/Vilhelm Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Eva Dögg segir að hún hafi orðið vör við lyktina þegar hún ætlaði að fara út klukkan hálftíu í morgun og þá sé lyktin svo stæk að hún hafi þurft að loka gluggum heimilisins. „Ég er föst hérna inni í þessu góða veðri með þrjú börn og það er svona frekar slæmt að geta ekki farið út í garð í sólbað eða að leika þegar það er yfir 20 stiga hiti og sól. Þetta er svakalega vond lykt, bara algjör stybba, það er erfitt að lýsa henni en þetta er verri en sorpfýla. Það er frekar sorlegt að geta ekki notið góða veðursins heima hjá sér fyrir þessari lykt,“ segir Eva Dögg í samtali við Vísi. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi borist tvær kvartanir í gær vegna verksmiðjunnar og tvær kvartanir í morgun. Hann hafði sent fyrirspurn til verksmiðjunnar þegar Vísir náði tali af honum og fékk reyndar svar á meðan hann var með blaðamann í símanum.Slökkt á ofninum klukkan sjö í morgun Í ljós kom að í nótt kom upp leki frá töppunarrennu sem og vatnsleki í kælikerfi verskmiðjunnar. Brennsluofninn var því keyrður á lægra álagi í nótt og svo alveg slökkt á honum klukkan sjö í morgun. Það hefur áhrif á lyktarmengun að sögn Einars. „Þannig að það passar að það sé meiri lyktarmengun en þetta ætti að vera tímabundið á meðan ofninn er að kæla sig niður. Afsosgshitastigið er nefnilega lægra og sérstaklega er þegar um ofnstopp er að ræða þá kemur meiri lykt,“ segir Einar. Þá bendir hann á að nú sé nánast logn á svæðinu eða hæg norðaustanátt við Helguvík. „Það er ákveðin áttleysa svo þetta mallar þarna í kringum verksmiðjuna en getur þó borist eitthvað yfir bæinn,“ segir Einar. Hann segir vinnu í gangi við það að koma brennsluofninum í gang og stefnt sé að því að hann verði gangsettur sem fyrst aftur. Þá eigi lyktin að hverfa. Einar bætir einnig við að fram að gærkvöldinu hafi verið lítið um kvartanir vegna verksmiðjunnar. United Silicon Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Eva Dögg segir að hún hafi orðið vör við lyktina þegar hún ætlaði að fara út klukkan hálftíu í morgun og þá sé lyktin svo stæk að hún hafi þurft að loka gluggum heimilisins. „Ég er föst hérna inni í þessu góða veðri með þrjú börn og það er svona frekar slæmt að geta ekki farið út í garð í sólbað eða að leika þegar það er yfir 20 stiga hiti og sól. Þetta er svakalega vond lykt, bara algjör stybba, það er erfitt að lýsa henni en þetta er verri en sorpfýla. Það er frekar sorlegt að geta ekki notið góða veðursins heima hjá sér fyrir þessari lykt,“ segir Eva Dögg í samtali við Vísi. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi borist tvær kvartanir í gær vegna verksmiðjunnar og tvær kvartanir í morgun. Hann hafði sent fyrirspurn til verksmiðjunnar þegar Vísir náði tali af honum og fékk reyndar svar á meðan hann var með blaðamann í símanum.Slökkt á ofninum klukkan sjö í morgun Í ljós kom að í nótt kom upp leki frá töppunarrennu sem og vatnsleki í kælikerfi verskmiðjunnar. Brennsluofninn var því keyrður á lægra álagi í nótt og svo alveg slökkt á honum klukkan sjö í morgun. Það hefur áhrif á lyktarmengun að sögn Einars. „Þannig að það passar að það sé meiri lyktarmengun en þetta ætti að vera tímabundið á meðan ofninn er að kæla sig niður. Afsosgshitastigið er nefnilega lægra og sérstaklega er þegar um ofnstopp er að ræða þá kemur meiri lykt,“ segir Einar. Þá bendir hann á að nú sé nánast logn á svæðinu eða hæg norðaustanátt við Helguvík. „Það er ákveðin áttleysa svo þetta mallar þarna í kringum verksmiðjuna en getur þó borist eitthvað yfir bæinn,“ segir Einar. Hann segir vinnu í gangi við það að koma brennsluofninum í gang og stefnt sé að því að hann verði gangsettur sem fyrst aftur. Þá eigi lyktin að hverfa. Einar bætir einnig við að fram að gærkvöldinu hafi verið lítið um kvartanir vegna verksmiðjunnar.
United Silicon Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44
Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45
Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00