Axlar- og rifbeinsbrotnaði í Vesturbæjarlaug Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2017 10:50 Friðbjörg segir ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu. Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur datt illa fyrir tæpri viku, eða 5. þessa mánaðar, í Vesturbæjarlauginni í bröttum og hálum tröppum sem liggja úr búningsklefa kvenna og út í laugina. Afleiðingar fallsins voru þær að hún axlar- og rifbeinsbrotnaði. „Ég þakka fyrir að mjaðmagrindin brotnaði ekki líka,“ segir Friðbjörg í samtali við Vísi.Stórhættulegar aðstæður Friðbjörg var á leið í göngu um Hellismannaleið að Fjallabaki með bakpoka og var sundlaugarferðin liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Sem aldrei verður farin. Friðbjörg, sem tekur það fram að henni þyki afar vænt um sundlaugarnar og starfsfólkið þar sem er miður sín vegna atviksins, segir að í hinum bröttu tröppum hafi verið búið að fjarlæga allar hálkuvarnir. Og þannig hafi þetta verið í um mánuð.Hinar háskalegu tröppur í Vesturbæjarlauginni.Friðbjörg er sem von er afar ósátt við þetta. „Það er ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu.“Engar hálkuvarnir Friðbjörg segir að það hefði átt að loka þessari leið þar til búið væri að koma þessu í viðunandi horf. Tröppurnar, sem eru flísalagðar, eru gamlar og slitnar. Þarna er mikill umgangur og þær því ávallt blautar og flughálar. Ekki sé hægt að koma því við að skafa. Til er efni sem bera má á flísar til að gera þær stamar en ekki hafi verið gripið til þess. Ekkert viðnám er fyrir blauta fætur og þannig hefur þetta verið í um mánuð. Reyndar sé, eftir slysið, búið að setja upp eitthvað til bráðabirgða. Friðbjörg hefur skrifað heilbrigðiseftirlitinu sem og byggingarfulltrúa og bent á að þetta sé ekki viðunandi.Ætlar að kæra Þá hefur hún haft samband við lögreglu og pantað tíma því hún hyggst kæra þetta. „Því mér finnst þetta vítavert. Hvaða ábyrgð ber forstöðumaðurinn? Ég hef heyrt að talsvert fleiri hafi dottið þarna þó kannski hafi enginn lent eins illa í því og ég,“ segir Friðbjörg. Hún er reyndar ekki bjartsýn á að það komi neitt út úr kærunni. Hún veit til svipaðs atviks og kæru í kjölfarið sem var í Garðabæ, en það kom ekkert út úr því; engar skaðabætur - hvorki eitt né neitt. En, Friðbjörg vill láta á þetta reyna og spyr hver sé réttur borgaranna þegar svona kemur upp á. „Hvernig samfélag er þetta? Þarf maður að lenda á örorku? Ég er hér heima í fatla út júlí og ágúst.“ Hafliði Halldórsson er forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af honum en hann er í sumarfríi um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum í afgreiðslu er enginn sem er í forsvari fyrir laugina meðan Hafliði er frá. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur datt illa fyrir tæpri viku, eða 5. þessa mánaðar, í Vesturbæjarlauginni í bröttum og hálum tröppum sem liggja úr búningsklefa kvenna og út í laugina. Afleiðingar fallsins voru þær að hún axlar- og rifbeinsbrotnaði. „Ég þakka fyrir að mjaðmagrindin brotnaði ekki líka,“ segir Friðbjörg í samtali við Vísi.Stórhættulegar aðstæður Friðbjörg var á leið í göngu um Hellismannaleið að Fjallabaki með bakpoka og var sundlaugarferðin liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Sem aldrei verður farin. Friðbjörg, sem tekur það fram að henni þyki afar vænt um sundlaugarnar og starfsfólkið þar sem er miður sín vegna atviksins, segir að í hinum bröttu tröppum hafi verið búið að fjarlæga allar hálkuvarnir. Og þannig hafi þetta verið í um mánuð.Hinar háskalegu tröppur í Vesturbæjarlauginni.Friðbjörg er sem von er afar ósátt við þetta. „Það er ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu.“Engar hálkuvarnir Friðbjörg segir að það hefði átt að loka þessari leið þar til búið væri að koma þessu í viðunandi horf. Tröppurnar, sem eru flísalagðar, eru gamlar og slitnar. Þarna er mikill umgangur og þær því ávallt blautar og flughálar. Ekki sé hægt að koma því við að skafa. Til er efni sem bera má á flísar til að gera þær stamar en ekki hafi verið gripið til þess. Ekkert viðnám er fyrir blauta fætur og þannig hefur þetta verið í um mánuð. Reyndar sé, eftir slysið, búið að setja upp eitthvað til bráðabirgða. Friðbjörg hefur skrifað heilbrigðiseftirlitinu sem og byggingarfulltrúa og bent á að þetta sé ekki viðunandi.Ætlar að kæra Þá hefur hún haft samband við lögreglu og pantað tíma því hún hyggst kæra þetta. „Því mér finnst þetta vítavert. Hvaða ábyrgð ber forstöðumaðurinn? Ég hef heyrt að talsvert fleiri hafi dottið þarna þó kannski hafi enginn lent eins illa í því og ég,“ segir Friðbjörg. Hún er reyndar ekki bjartsýn á að það komi neitt út úr kærunni. Hún veit til svipaðs atviks og kæru í kjölfarið sem var í Garðabæ, en það kom ekkert út úr því; engar skaðabætur - hvorki eitt né neitt. En, Friðbjörg vill láta á þetta reyna og spyr hver sé réttur borgaranna þegar svona kemur upp á. „Hvernig samfélag er þetta? Þarf maður að lenda á örorku? Ég er hér heima í fatla út júlí og ágúst.“ Hafliði Halldórsson er forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af honum en hann er í sumarfríi um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum í afgreiðslu er enginn sem er í forsvari fyrir laugina meðan Hafliði er frá.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira