Körfubolti

Vince Carter spilar sitt tuttugasta tímabil í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tveir reynsluboltar. Vince Carter með Gregg Popovic, þjálfara San Antonio Spurs.
Tveir reynsluboltar. Vince Carter með Gregg Popovic, þjálfara San Antonio Spurs. Vísir/Getty
Vince Carter er ekkert á því að leggja körfuboltaskóna sína á hilluna og hefur nú fundið sér nýtt félag fyrir komandi tímabil.

Carter sem varð fertugur í lok janúar síðastliðinn, skrifaði í gær undir eins árs samning við Sacramento Kings.

Vince Carter hefur spilað með Memphis Grizzlies undanfarin þrjú tímabil en hann var með 8 stig og 1,8 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili.

Carter þarf ekki að kvarta mikið yfir laununum sínum á tímabilinu í vetur því hann fær átta milljónir dollara fyrir þessa einu leiktíð eða um 845 milljónir íslenskra króna.







Launin hans á komandi tímabili eru nánast jafnmikið og hann fékk samanlagt fyrir síðustu tvö tímabil hjá Memphis Grizzlies. Carter hefur nú fengið rúmlega 180 milljónir dollara útborgaðar á ferlinum eða meira en 19 milljarða íslenskra króna.

Carter er kominn upp í 27. sæti yfir flest stig skoruð í sögu NBA (24.555) en hann er síðan í fimmta sæti yfir flestar þriggja stiga körfur (2049) og í þrettánda sæti yfir flesta leiki spilaða (1347)

Vince Carter sló met Michael Jordan í vetur þegar hann varð elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 20 stig af bekknum. Hann bætti sitt nýja met líka sex dögum síðar.

Vince Carter var rosalegur háloftafugl þegar hann kom inn í NBA-deildina en hann byrjaði hjá Toronto Raptors árið 1998. Sacramento Kings verður hans sjöunda félag í deildinni. 







Sacramento Kings bætti líka við sig tveimur öðrum reynsluboltum eða þeim George Hill og Zach Randolph.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×