Gústi Gylfa: Fúlt að fá ekki víti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2017 22:41 Ágúst Gylfason var þungur á brún í kvöld. vísir/ernir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ekki sáttur með 2-0 tap sinna manna gegn KR í Pepsi deildinni í kvöld. Liðin áttust við á Alvogenvellinum í Vesturbænum, en leikurinn var hluti af 10. umferð deildarinnar og átti hann upphaflega að fara fram í byrjun mánaðarins. „Það er súrt að tapa, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga fyrstu færin, og hugsanlega átt að fá víti, fúlt að vera ekki búnir að skora. Eftir það þá gengu KR-ingar á lagið og voru betri það sem eftir lifir leiks í rauninni.“ „Ég sá það ekki nógu vel, en það voru fullt af augum sem sáu það og vildu fá víti. Frekar fúlt að hafa ekki fengið það, en það er erfitt að biðja um eitthvað,“ sagði Ágúst, aðspurður um atvik sem átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Gunnar Þór Gunnarsson virðist brjóta á Marcus Solberg Mathiasen inni í eigin vítateig. Heilt yfir vildi Ágúst þó ekki meina að frammistaða sinna manna hafi verið alslæm, „Það var mikil barátta og við hlupum mikið, sérstaklega í 35 mínútur. Þá var rosalega mikill kraftur í okkur og KR-ingar lentu í töluverðum vandræðum. Eftir það, þegar KR náðu sínu spili, þá opnaðist þetta. Mörkin sem þeir skora eru fyrir utan teig og kannski smá heppnisstimpill yfir þeim. Þeir fengu eitthvað af færum en við fengum líka fullt af færum. “ Serbinn Igor Taskovic kom til Fjölnis í janúar, en hefur nú yfirgefið herbúðir félagsins. „Já, hann er farinn frá okkur allavega og er að leita sér, eða hugsanlega að fara heim. No comment með það,“ sagði Ágúst aðspurður hver staðan væri á málum Taskovic. Fjölnir mætir í Kópavoginn í heimsókn til Blika í næstu umferð. Sá leikur fer fram á mánudagskvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en þau eru jöfn að stigum ásamt Víkingi Reykjavík og KA í 6.-9. sæti. „Við þurfum að hugsa aðeins út í þennan, hvað fór úrskeiðis í dag. Það er stutt í næsta leik. Þetta var frestaður leikur sem við hefðum viljað fá meira úr, en það er bara næsti leikur.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ekki sáttur með 2-0 tap sinna manna gegn KR í Pepsi deildinni í kvöld. Liðin áttust við á Alvogenvellinum í Vesturbænum, en leikurinn var hluti af 10. umferð deildarinnar og átti hann upphaflega að fara fram í byrjun mánaðarins. „Það er súrt að tapa, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga fyrstu færin, og hugsanlega átt að fá víti, fúlt að vera ekki búnir að skora. Eftir það þá gengu KR-ingar á lagið og voru betri það sem eftir lifir leiks í rauninni.“ „Ég sá það ekki nógu vel, en það voru fullt af augum sem sáu það og vildu fá víti. Frekar fúlt að hafa ekki fengið það, en það er erfitt að biðja um eitthvað,“ sagði Ágúst, aðspurður um atvik sem átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Gunnar Þór Gunnarsson virðist brjóta á Marcus Solberg Mathiasen inni í eigin vítateig. Heilt yfir vildi Ágúst þó ekki meina að frammistaða sinna manna hafi verið alslæm, „Það var mikil barátta og við hlupum mikið, sérstaklega í 35 mínútur. Þá var rosalega mikill kraftur í okkur og KR-ingar lentu í töluverðum vandræðum. Eftir það, þegar KR náðu sínu spili, þá opnaðist þetta. Mörkin sem þeir skora eru fyrir utan teig og kannski smá heppnisstimpill yfir þeim. Þeir fengu eitthvað af færum en við fengum líka fullt af færum. “ Serbinn Igor Taskovic kom til Fjölnis í janúar, en hefur nú yfirgefið herbúðir félagsins. „Já, hann er farinn frá okkur allavega og er að leita sér, eða hugsanlega að fara heim. No comment með það,“ sagði Ágúst aðspurður hver staðan væri á málum Taskovic. Fjölnir mætir í Kópavoginn í heimsókn til Blika í næstu umferð. Sá leikur fer fram á mánudagskvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en þau eru jöfn að stigum ásamt Víkingi Reykjavík og KA í 6.-9. sæti. „Við þurfum að hugsa aðeins út í þennan, hvað fór úrskeiðis í dag. Það er stutt í næsta leik. Þetta var frestaður leikur sem við hefðum viljað fá meira úr, en það er bara næsti leikur.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 2-0 | KR-ingar upp í 5. sætið | Sjáðu mörkin KR vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið lagði Fjölni að velli í Vesturbænum í kvöld. 27. júlí 2017 22:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti