Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 15:07 Anthony Scaramucci virðist saka starfsmannastjóra Hvíta hússins um að leka upplýsingum í fjölmiðla. Vísir/AFP Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins skorar á starfsmannastjóra þess að sýna fram á að hann hafi ekki lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Í viðtali við CNN í morgun sagði hann það í höndum Donalds Trump að meta hvort hægt væri að laga samskipti þeirra tveggja. Anthony Scaramucci tók við starfi samskiptastjóra eftir að Sean Spicer sagði upp í síðustu viku. Spicer hafði verið ósáttur við að Trump forseti ætlaði að ráða Scaramucci í upplýsingateymi Hvíta hússins. Politico greindi í gærkvöldi frá fjárhagsupplýsingum um Scaramucci frá því þegar hann starfaði fyrir Export-Import-banka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þær upplýsingar eru opinberar hverjum sem biður um þær. Blaðið vitnaði í þær upplýsingar til að greina frá því að Scaramucci gæti hagnast um milljónir dollara á eignarhlut í fjárfestingarfélagi á sama tíma og hann starfaði í Hvíta húsinu. Scaramucci tók fréttunum hins vegar illa og kallaði opinberun upplýsinganna leka og glæpsamlegt athæfi. Nefndi hann Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, í tísti þar sem hann sagðist ætla að hafa samband við alríkislögregluna FBI vegna málsins. Samskiptastjórinn eyddi tístinu síðar en einhverjir túlkuðu það þannig að hann vildi að FBI rannsakaði Priebus fyrir meintan ólöglegan leka á upplýsingum.Trump forseti er sagður hafa gefið Scaramucci leyfi til að ræða um Reince Priebus og leka við CNN.Vísir/AFPEins og Kain og AbelÍ viðtali við CNN í morgun upplýsti Scaramucci svo að samband þeirra Priebus væri stirt. Líkti hann þeim meðal annars við bræðurna Kain og Abel úr Biblíunni. Í sögunni af þeim myrti Kain bróður sinni vegna afbrýðisemi. Ástæðuna fyrir því að hann nefndi Priebus í tístinu sagði hann þá að sem starsfmannastjóri bæri hann ábyrgð á að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. „Ef Reince vill útskýra að hann sé ekki lekari leyfið honum að gera það,“ sagði Scaramucci. Sagði hann jafnframt að þeir sem leka upplýsingum um aðgerðir vegna Norður-Kóreu eða Írans fremji landráð. Fyrir 150 árum hefði slíkir menn verið hengdir.Washington Post segir að Scaramucci hafi staðfest að Trump hafi sjálfur leyft honum að fara í viðtalið við CNN og tala um Priebus og lekana.Uppfært: Starfstitill Scaramucci hefur verið leiðréttur. Donald Trump Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Sjá meira
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins skorar á starfsmannastjóra þess að sýna fram á að hann hafi ekki lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Í viðtali við CNN í morgun sagði hann það í höndum Donalds Trump að meta hvort hægt væri að laga samskipti þeirra tveggja. Anthony Scaramucci tók við starfi samskiptastjóra eftir að Sean Spicer sagði upp í síðustu viku. Spicer hafði verið ósáttur við að Trump forseti ætlaði að ráða Scaramucci í upplýsingateymi Hvíta hússins. Politico greindi í gærkvöldi frá fjárhagsupplýsingum um Scaramucci frá því þegar hann starfaði fyrir Export-Import-banka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þær upplýsingar eru opinberar hverjum sem biður um þær. Blaðið vitnaði í þær upplýsingar til að greina frá því að Scaramucci gæti hagnast um milljónir dollara á eignarhlut í fjárfestingarfélagi á sama tíma og hann starfaði í Hvíta húsinu. Scaramucci tók fréttunum hins vegar illa og kallaði opinberun upplýsinganna leka og glæpsamlegt athæfi. Nefndi hann Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, í tísti þar sem hann sagðist ætla að hafa samband við alríkislögregluna FBI vegna málsins. Samskiptastjórinn eyddi tístinu síðar en einhverjir túlkuðu það þannig að hann vildi að FBI rannsakaði Priebus fyrir meintan ólöglegan leka á upplýsingum.Trump forseti er sagður hafa gefið Scaramucci leyfi til að ræða um Reince Priebus og leka við CNN.Vísir/AFPEins og Kain og AbelÍ viðtali við CNN í morgun upplýsti Scaramucci svo að samband þeirra Priebus væri stirt. Líkti hann þeim meðal annars við bræðurna Kain og Abel úr Biblíunni. Í sögunni af þeim myrti Kain bróður sinni vegna afbrýðisemi. Ástæðuna fyrir því að hann nefndi Priebus í tístinu sagði hann þá að sem starsfmannastjóri bæri hann ábyrgð á að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. „Ef Reince vill útskýra að hann sé ekki lekari leyfið honum að gera það,“ sagði Scaramucci. Sagði hann jafnframt að þeir sem leka upplýsingum um aðgerðir vegna Norður-Kóreu eða Írans fremji landráð. Fyrir 150 árum hefði slíkir menn verið hengdir.Washington Post segir að Scaramucci hafi staðfest að Trump hafi sjálfur leyft honum að fara í viðtalið við CNN og tala um Priebus og lekana.Uppfært: Starfstitill Scaramucci hefur verið leiðréttur.
Donald Trump Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Sjá meira