Guðjón Baldvins: Skoðaði það í vetur hvað hann væri að gera vitlaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 19:15 Stjarnan og ÍBV mætast á morgun í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta en hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn unnu stórsigur á ÍBV í annarri umferð en nú fá Eyjamenn tækifæri til að hefna. Hörður Magnússon hitti Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson og ræddi við hann um þennan bikarleik á morgun í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Guðjón verður eflaust í stóru hlutverki hjá Garðbæingum. „Ég held að það hafi sýnt sig í fortíðinni að fyrri úrslit skipti engu máli því það getur allt gerst í deildinni og þá bikarnum sérstaklega.Við verðum bara að mæta ákveðnir til leiks. Þetta er nýr leikur og ný tækifæri fyrir alla,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Guðjón skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og tryggði sínu liði þar sem sæti í undanúrslitaleiknum. Hann hefur skorað átta mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni. „Þegar ég var kannski gagnrýndur í fyrrasumar þá var enginn að gagnrýna mig jafnmikið og ég sjálfur. Mig langar alltaf að skora mörk og til þess er ég í þessu. Ég elska að skora mörk,“ sagði Guðjón en hann skoraði aðeins 6 mörk í 21 deildar- og bikarleik síðasta sumar. Nú eru mörkin hans orðin 9 í 12 leikjum „Ég fór aðeins að skoða hvað ég væri að gera vitlaust sem orsakaði það að ég skoraði ekki mörk. Var ég að vinna of mikið eða hlaupa vitlaust? Þegar ég mat þetta hjá mér í vetur þá finnst mér að mér hafi tekist að stilla mig inná línu sem er milli þess að hjálpa liðinu með baráttu en um leið að ná líka að skapa færi og skora mörk,“ sagði Guðjón. „Flestir leikmenn og þá senterar sérstaklega vilja fá traustið þannig að þeir geti bara spilað án þess að vera hugsa um hvort þeir séu í liðinu eða ekki. Maður verður bara að fá að spila sinn leik og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Guðjón, Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Stjarnan og ÍBV mætast á morgun í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta en hlutskipti liðanna hefur verið ólíkt í sumar í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn unnu stórsigur á ÍBV í annarri umferð en nú fá Eyjamenn tækifæri til að hefna. Hörður Magnússon hitti Stjörnumanninn Guðjón Baldvinsson og ræddi við hann um þennan bikarleik á morgun í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Guðjón verður eflaust í stóru hlutverki hjá Garðbæingum. „Ég held að það hafi sýnt sig í fortíðinni að fyrri úrslit skipti engu máli því það getur allt gerst í deildinni og þá bikarnum sérstaklega.Við verðum bara að mæta ákveðnir til leiks. Þetta er nýr leikur og ný tækifæri fyrir alla,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Guðjón skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins og tryggði sínu liði þar sem sæti í undanúrslitaleiknum. Hann hefur skorað átta mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni. „Þegar ég var kannski gagnrýndur í fyrrasumar þá var enginn að gagnrýna mig jafnmikið og ég sjálfur. Mig langar alltaf að skora mörk og til þess er ég í þessu. Ég elska að skora mörk,“ sagði Guðjón en hann skoraði aðeins 6 mörk í 21 deildar- og bikarleik síðasta sumar. Nú eru mörkin hans orðin 9 í 12 leikjum „Ég fór aðeins að skoða hvað ég væri að gera vitlaust sem orsakaði það að ég skoraði ekki mörk. Var ég að vinna of mikið eða hlaupa vitlaust? Þegar ég mat þetta hjá mér í vetur þá finnst mér að mér hafi tekist að stilla mig inná línu sem er milli þess að hjálpa liðinu með baráttu en um leið að ná líka að skapa færi og skora mörk,“ sagði Guðjón. „Flestir leikmenn og þá senterar sérstaklega vilja fá traustið þannig að þeir geti bara spilað án þess að vera hugsa um hvort þeir séu í liðinu eða ekki. Maður verður bara að fá að spila sinn leik og þá gerast góðir hlutir,“ sagði Guðjón, Það má sjá alla fréttina hjá Herði með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira