Bretar ætla að banna nýja bensín- og dísilbíla fyrir 2040 Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 09:48 Bílar sem spúa gróðurhúsalofttegundum og mengandi efnum út í andrúmsloftið verða bannaðir í Bretlandi eftir 2040. Vísir/EPA Nýjar bensín- og dísilbifreiðar verða bannaðar í Bretlandi frá árinu 2040 samkvæmt áformum sem bresk stjórnvöld hyggjast kynna til þess að draga úr loftmengun.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að breskir ráðherrar ætli þar að auki að stofna sjóð til að hjálpa sveitarstjórnum að takast á við útblástur frá dísilbílum. Veruleg loftmengun er í London og fleiri breskum borgum. Talið er að allt að 40.000 manns láti lífið fyrir aldur fram vegna hennar auk þess sem útblástur bílanna dælir gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun út í loftið. Dómstólar skipuðu ríkisstjórninni nýlega að útbúa nýjar áætlanir til þess að draga úr skaðlegri niturdíoxíðmengun. Fyrri áform breskra stjórnvalda höfðu ekki verið nógu metnaðarfull til að standast viðmið Evrópusambandsins um mengun.Gerir lítið til skemmri tíma litiðDavid Bailey, prófessor í iðnaði við Aston-háskóla, segir við BBC að áform stjórnvalda séu góð til langs tíma litið en ekki mjög gagnleg til skemmri tíma litið. Hann gerir ráð fyrir að rafbílar taki yfir um miðjan næsta áratug þegar þeir verða orðnir ódýrari en bílar sem eru knúnir jarðefnaeldsneyti. Bensín- og dísilbílar verði alls ekki inni í myndinni árið 2040 hvort sem er. Því telur hann að stjórnvöld þurfi að koma á frekari hvötum til orkuskipta í samgöngum. Annars muni loftgæði ekki aukast strax. Loftslagsmál Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður
Nýjar bensín- og dísilbifreiðar verða bannaðar í Bretlandi frá árinu 2040 samkvæmt áformum sem bresk stjórnvöld hyggjast kynna til þess að draga úr loftmengun.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að breskir ráðherrar ætli þar að auki að stofna sjóð til að hjálpa sveitarstjórnum að takast á við útblástur frá dísilbílum. Veruleg loftmengun er í London og fleiri breskum borgum. Talið er að allt að 40.000 manns láti lífið fyrir aldur fram vegna hennar auk þess sem útblástur bílanna dælir gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun út í loftið. Dómstólar skipuðu ríkisstjórninni nýlega að útbúa nýjar áætlanir til þess að draga úr skaðlegri niturdíoxíðmengun. Fyrri áform breskra stjórnvalda höfðu ekki verið nógu metnaðarfull til að standast viðmið Evrópusambandsins um mengun.Gerir lítið til skemmri tíma litiðDavid Bailey, prófessor í iðnaði við Aston-háskóla, segir við BBC að áform stjórnvalda séu góð til langs tíma litið en ekki mjög gagnleg til skemmri tíma litið. Hann gerir ráð fyrir að rafbílar taki yfir um miðjan næsta áratug þegar þeir verða orðnir ódýrari en bílar sem eru knúnir jarðefnaeldsneyti. Bensín- og dísilbílar verði alls ekki inni í myndinni árið 2040 hvort sem er. Því telur hann að stjórnvöld þurfi að koma á frekari hvötum til orkuskipta í samgöngum. Annars muni loftgæði ekki aukast strax.
Loftslagsmál Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður