Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2017 08:25 Húsum skolaði út á sjó þegar flóðbylgjan gekk yfir Nuugaatsiaq. Arktisk Kommando/Palle Lauritsen Bandarískir vísindamenn, sem rannsakað hafa svæðið við firðina í kringum grænlensku bæina Uummannaq og Nuugaatsiaq, segja hæstu flóðbylgjuna sem skall á svæðið hafa verið um níutíu metrar á hæð að því er fram kemur í frétt Danska ríkissjónvarpsins. Berghlaup í hlíð í Karrat Isfjorden á Grænlandi olli miklum sjávarflóðum og flóðbylgjum í júní en bæirnir Nuugaatsiaq og Uummanaq urðu einna verst úti í náttúruhamförunum. Hundruð íbúa á svæðinu þurftu að flýja heimili sín og fjórir létust. Vísindamenn við Georgia Tech-háskólann í Bandaríkjunum, sem sendir voru til rannsókna á svæðinu, segja hæstu flóðbylgjuna hafa verið allt að níutíu metrar á hæð og einhverja þær stærstu sem þeir hafi komist í tæri við. Flóðbylgjurnar náðu þó aðeins þessari miklu hæð í stuttan tíma en samkvæmt mælingum vísindamannanna voru einhverjar flóðbylgjanna stærri en þær sem skullu á Japan í kjölfar jarðskjálftans þar í landi árið 2011. Yfir fimmtán þúsund manns létust í þeim hamförum og þá gætir enn áhrifa hryllilegra kjarnorkuslysa sem urðu vegna flóðbylgjanna. Hermann Fritz, einn vísindamannanna í hópnum, sagði einnig að flóðbylgjan hefði skollið mjög hratt á byggð á svæðinu. Íbúar hefðu því ekki haft mikinn tíma til að bregðast við atburðarásinni. Ríkisstjórn Íslands ákvað að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna hamfaranna og þá hafa safnast tugir milljóna í landssöfnuninni Vinátta í verki til styrktar íbúum hamfarasvæðanna. Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28 Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Bandarískir vísindamenn, sem rannsakað hafa svæðið við firðina í kringum grænlensku bæina Uummannaq og Nuugaatsiaq, segja hæstu flóðbylgjuna sem skall á svæðið hafa verið um níutíu metrar á hæð að því er fram kemur í frétt Danska ríkissjónvarpsins. Berghlaup í hlíð í Karrat Isfjorden á Grænlandi olli miklum sjávarflóðum og flóðbylgjum í júní en bæirnir Nuugaatsiaq og Uummanaq urðu einna verst úti í náttúruhamförunum. Hundruð íbúa á svæðinu þurftu að flýja heimili sín og fjórir létust. Vísindamenn við Georgia Tech-háskólann í Bandaríkjunum, sem sendir voru til rannsókna á svæðinu, segja hæstu flóðbylgjuna hafa verið allt að níutíu metrar á hæð og einhverja þær stærstu sem þeir hafi komist í tæri við. Flóðbylgjurnar náðu þó aðeins þessari miklu hæð í stuttan tíma en samkvæmt mælingum vísindamannanna voru einhverjar flóðbylgjanna stærri en þær sem skullu á Japan í kjölfar jarðskjálftans þar í landi árið 2011. Yfir fimmtán þúsund manns létust í þeim hamförum og þá gætir enn áhrifa hryllilegra kjarnorkuslysa sem urðu vegna flóðbylgjanna. Hermann Fritz, einn vísindamannanna í hópnum, sagði einnig að flóðbylgjan hefði skollið mjög hratt á byggð á svæðinu. Íbúar hefðu því ekki haft mikinn tíma til að bregðast við atburðarásinni. Ríkisstjórn Íslands ákvað að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna hamfaranna og þá hafa safnast tugir milljóna í landssöfnuninni Vinátta í verki til styrktar íbúum hamfarasvæðanna.
Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28 Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00
Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir Hvert íslenska sveitarfélagið af öðru leggur söfnuninni lið, og er markmiðið að öll sveitarfélögin 74 myndi eins konar kærleikskeðju hringinn um landið 6. júlí 2017 18:02
Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21
Leit að þeim sem var saknað á Grænlandi hætt Grænlenska lögreglan segir að leit að þremur fullorðnum og barni sem var saknað eftir flóðbylgjuna á þjóðhátíðaradginn hafi verið hætt. Fólkið er talið af. 28. júní 2017 14:28
Flóðbylgjan á Grænlandi: Þrír fullorðnir og barn talin af Grænlenska lögreglan segir að um sé að ræða þrjá fullorðna og eitt barn. 20. júní 2017 21:01