Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2017 20:20 Linda er sögð hafa gengið til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki. Hún fannst heil á húfi í Írak. Vísir/AP Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. Þetta kemur fram á vef CNN. Stúlkan heitir Linda Wenzel og er sextán ára. Hún á heima í bænum Pulsnitz nærri Dresden í Þýskalandi. Hún er ein af þeim fimm konum sem öryggissveit írakska hersins fann þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl en forsætisráðherra Íraks lýsti yfir sigri á vígamönnum Íslamska ríkisins 10 júní.Heimabær Lindu, Pulsnitz sem er nærri Dresden í Þýskalandi.Vísir/GettyBúið er að flytja konurnar til Bagdad þar sem þær verða yfirheyrðar. Lorenz Haase, frá embætti Ríkissaksóknara í Dresden segir stúlkuna vera heila á húfi hvað líkamlega heilsu varðar, að því er hann kemst næst. Haase segist þó ekkert vita um andlegt ástand hennar. Óvíst er hvort Wenzel fái að snúa aftur til Þýskalands en hún þarf að svara til saka fyrir írökskum dómstólum. Ef sannað verður að hún sé meðlimur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki verður málinu vísað til Ríkissaksóknara í Þýskalandi. Foreldrar Lindu komust að því að dóttir þeirra væri horfin fyrir heilu ári síðan. Linda sjálf segist ekki þrá neitt frekar en að komast í burtu frá stríði, vopnum og hávaða.Linda fannst þegar írakski herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl.Vísir/AP Mið-Austurlönd Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak. Þetta kemur fram á vef CNN. Stúlkan heitir Linda Wenzel og er sextán ára. Hún á heima í bænum Pulsnitz nærri Dresden í Þýskalandi. Hún er ein af þeim fimm konum sem öryggissveit írakska hersins fann þegar herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl en forsætisráðherra Íraks lýsti yfir sigri á vígamönnum Íslamska ríkisins 10 júní.Heimabær Lindu, Pulsnitz sem er nærri Dresden í Þýskalandi.Vísir/GettyBúið er að flytja konurnar til Bagdad þar sem þær verða yfirheyrðar. Lorenz Haase, frá embætti Ríkissaksóknara í Dresden segir stúlkuna vera heila á húfi hvað líkamlega heilsu varðar, að því er hann kemst næst. Haase segist þó ekkert vita um andlegt ástand hennar. Óvíst er hvort Wenzel fái að snúa aftur til Þýskalands en hún þarf að svara til saka fyrir írökskum dómstólum. Ef sannað verður að hún sé meðlimur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki verður málinu vísað til Ríkissaksóknara í Þýskalandi. Foreldrar Lindu komust að því að dóttir þeirra væri horfin fyrir heilu ári síðan. Linda sjálf segist ekki þrá neitt frekar en að komast í burtu frá stríði, vopnum og hávaða.Linda fannst þegar írakski herinn tók yfir gömlu borgina í Mósúl.Vísir/AP
Mið-Austurlönd Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira