Gunnar Heiðar: Það eru 30 stig í boði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. júlí 2017 19:58 Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Fyrstu viðbrögð Gunnars Heiðar Þorvaldssonar, sóknarmanns ÍBV, eftir 2-1 tap í Grafarvogi í kvöld gegn Fjölnismönnum voru að sjálfsögðu vonbrigði. „Það er leiðinlegt að tapa á þennan hátt. Mér fannst við vera líklegri þegar við skorum fyrsta markið, að við værum líklegri til að skora þetta seinna mark, en því miður þá finnst mér við fá svolítið aulaleg mörk á okkur og við þurfum að fara að gera eitthvað í því.“ Fjölnismenn skoruðu í upphafi seinni hálfleiks. Eyjamenn jöfnuðu stuttu síðar en varamaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson skoraði sigurmarkið á 84. mínútu. „Við reyndum eins og við gátum en það gekk ekki upp í dag. Það er nóg eftir, en við megum ekki fara að tapa of mörgum leikjum í röð til að dragast of neðarlega, þá fer þetta að detta í hausinn á mönnum og menn fara að missa sjálfstraustið. Það eru 30 stig eftir og við þurfum að fara að ná í stig í næstu leikjum.“ „Ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Gunnar Heiðar aðspurður hvort hann hefði áhyggjur af falli í haust. „Við þekkjum þetta svolítið Vestmanneyingar, en það þýðir bara að hugsa um okkur, ekki hvað hin liðin eru að gera. Þegar við förum að gera það þá held ég við náum góðum úrslitum.“ Gunnar Heiðar skoraði sitt fimmta mark í Pepsi deildinni í sumar í leiknum í kvöld og er í hörku formi. „Ég er í fyrsta skipti kominn í form eftir að ég kom hingað heim fyrst fyrir tveimur árum síðan. Þá var ég ekki búinn að spila í tvo mánuði úti og svo meiðist ég og var off allt síðasta ár.“ „Nú er ég loksins kominn í form og á meðan maður hefur enn þá gaman af þessu og finnst maður vera að hjálpa peyjunum inn á þá vill maður halda áfram. En ef við erum að fara að tapa þá er betra að einhver annar spili held ég,“ sagði Gunnar Heiðar og hlær. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 2-1 | Fjölnir marði sigur á Eyjamönnum Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fjölni dýrmætan sigur á ÍBV. 23. júlí 2017 19:45 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð Gunnars Heiðar Þorvaldssonar, sóknarmanns ÍBV, eftir 2-1 tap í Grafarvogi í kvöld gegn Fjölnismönnum voru að sjálfsögðu vonbrigði. „Það er leiðinlegt að tapa á þennan hátt. Mér fannst við vera líklegri þegar við skorum fyrsta markið, að við værum líklegri til að skora þetta seinna mark, en því miður þá finnst mér við fá svolítið aulaleg mörk á okkur og við þurfum að fara að gera eitthvað í því.“ Fjölnismenn skoruðu í upphafi seinni hálfleiks. Eyjamenn jöfnuðu stuttu síðar en varamaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson skoraði sigurmarkið á 84. mínútu. „Við reyndum eins og við gátum en það gekk ekki upp í dag. Það er nóg eftir, en við megum ekki fara að tapa of mörgum leikjum í röð til að dragast of neðarlega, þá fer þetta að detta í hausinn á mönnum og menn fara að missa sjálfstraustið. Það eru 30 stig eftir og við þurfum að fara að ná í stig í næstu leikjum.“ „Ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Gunnar Heiðar aðspurður hvort hann hefði áhyggjur af falli í haust. „Við þekkjum þetta svolítið Vestmanneyingar, en það þýðir bara að hugsa um okkur, ekki hvað hin liðin eru að gera. Þegar við förum að gera það þá held ég við náum góðum úrslitum.“ Gunnar Heiðar skoraði sitt fimmta mark í Pepsi deildinni í sumar í leiknum í kvöld og er í hörku formi. „Ég er í fyrsta skipti kominn í form eftir að ég kom hingað heim fyrst fyrir tveimur árum síðan. Þá var ég ekki búinn að spila í tvo mánuði úti og svo meiðist ég og var off allt síðasta ár.“ „Nú er ég loksins kominn í form og á meðan maður hefur enn þá gaman af þessu og finnst maður vera að hjálpa peyjunum inn á þá vill maður halda áfram. En ef við erum að fara að tapa þá er betra að einhver annar spili held ég,“ sagði Gunnar Heiðar og hlær.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 2-1 | Fjölnir marði sigur á Eyjamönnum Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fjölni dýrmætan sigur á ÍBV. 23. júlí 2017 19:45 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 2-1 | Fjölnir marði sigur á Eyjamönnum Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fjölni dýrmætan sigur á ÍBV. 23. júlí 2017 19:45