Væringar í Washington Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Sean Spicer hefur sagt af sér. Nordicphotos/AFP Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafulltrúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti samskiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forsetinn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlandshers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetningarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heimsvísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu.Jeff Sessions hyggst ekki segja af sér.nordicphotos/AFPÞað voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræðiteymis forsetans, og Marc Kasowitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherrans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafulltrúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti samskiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forsetinn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlandshers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetningarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heimsvísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu.Jeff Sessions hyggst ekki segja af sér.nordicphotos/AFPÞað voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræðiteymis forsetans, og Marc Kasowitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherrans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira