Körfubolti

Beið í tvo mánuði eftir keppnisleyfi í vetur en er núna orðin þjálfari liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingunn Embla Kristínardóttir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir, Andra Björk Gunnarsdóttir, Elísabet María Magnúsdóttir og Ólöf Rún Óladóttir skrifuðu undir samninga í kvöld.
Ingunn Embla Kristínardóttir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir, Andra Björk Gunnarsdóttir, Elísabet María Magnúsdóttir og Ólöf Rún Óladóttir skrifuðu undir samninga í kvöld. Mynd/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur
Angela Marie Rodriguez mun spila áfram með kvennaliði Grindavíkur þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr Domino´s deild kvenna síðasta vor.

Angela Rodriguez kom til Grindavíkur um áramótin en það tók tvo mánuði að redda henni keppnisleyfi. Hún fékk að spila fjóra síðustu leiki liðsins og var þá með 17,8 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Grindvíkingar tilkynntu í kvöld að Angela Rodriguez verði spilandi þjálfari liðsins í 1. deildinni á næsta tímabili.

Þá ætlar landsliðsleikstjórnandinn Ingunn Embla Kristínardóttir að spila með Grindavík í 1. deildinni sem eru athyglisverðar fréttir enda hefur Ingunn Embla verið fastamaður í A-landsliðinu í síðustu verkefnum.

Ingunn Embla var ein af sex leikmönnum sem skrifuðu undir samninga í kvöld um að spila með Grindavíkurliðinu á komandi tímabili. Þessar sex eru Ingunn Embla Kristínardóttir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir, Andra Björk Gunnarsdóttir, Elísabet María Magnúsdóttir, Ólöf Rún Óladóttir og Arna Sif Elíasdóttir.

Með þessu sýna Grindvíkingar í verki að þeir ætla að koma strax aftur upp í Domino´s deildina í vor.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×