Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2017 20:43 Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. Skipstjóri ferjunnar treystir henni fullkomlega til þess að fara þessa leið. Vestmannaeyjabær sendi á föstudag inn stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytisins vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að veita ferjunni Akranesi ekki undanþágu til að sigla milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Ferjan er notuð í áætlunarsiglinar milli Reykjavíkur og Akranes og skilgreina yfirvöld hafsvæðið þar í C flokki. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint það sama samkvæmt reglugerð. Ýtrustu kröfur eru gerðar til skipa í flokki A og vægustu til flokks D og samkvæmt þágildandi reglum máttu einungis skip í flokki B sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin lagði til að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Þessi breyting var staðfest á síðasta ári. Samgöngustofa telur þó mikinn mun á þessum sjóleiðum þrátt fyrir að þær séu í sama flokki. „Það er ótrúlegt að hlusta á fulltrúa Samgöngustofu tala um það að alþjóðlega flokkun á hafsvæðum eins og það sé eitthvert minniháttar mál og það sem ráði séu einhverjar meintar sjónmælingar þeirra á hvernig öldufarið er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Stjórnsýslukæran var tekin fyrir hjá Samgönguráðuneytinu í dag en í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum kemur fram að Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, nú Samgöngustofu, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip í tengslum við innanlandssiglingar að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi. Í reglugerðinni er ekki ljóst hvort ráðherra beri að fara eftir tillögum Samgöngustofu en ráðuneytið vann að gagnöflun í málinu í dag. Búist er við því að ráðherra taki ákvörðun um málið á morgun en þá eru einungis fjórir dagar í Þjóðhátíð. Forstjóri Samgöngustofu segir ákvörðunina endanlega. „Hvers virði er þá stjórnsýslukæran okkur? Getur verið að málum sé stillt upp þannig að ráðherra fái ekkert um þetta sagt og að stofnunin ráði?“ spyr Elliði. Skipstjóri Akraness segir ákvörðun Samgöngustofu óskiljanlega. „Þetta er sama hafsvæði og við erum búnir að vera að sigla hérna á milli Reykjavíkur og Akraness og það gengur mjög vel. Það er ákveðið „limit“ á veðri og öldum sem við höfum og þegar það er komið upp í það þá bara fellum við niður ferðir,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri Akraness.Treystirðu þessu skipi til að sigla milli lands og eyja? „Já það geri ég alveg fullkomlega.“ Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. Skipstjóri ferjunnar treystir henni fullkomlega til þess að fara þessa leið. Vestmannaeyjabær sendi á föstudag inn stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytisins vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að veita ferjunni Akranesi ekki undanþágu til að sigla milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Ferjan er notuð í áætlunarsiglinar milli Reykjavíkur og Akranes og skilgreina yfirvöld hafsvæðið þar í C flokki. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint það sama samkvæmt reglugerð. Ýtrustu kröfur eru gerðar til skipa í flokki A og vægustu til flokks D og samkvæmt þágildandi reglum máttu einungis skip í flokki B sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin lagði til að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Þessi breyting var staðfest á síðasta ári. Samgöngustofa telur þó mikinn mun á þessum sjóleiðum þrátt fyrir að þær séu í sama flokki. „Það er ótrúlegt að hlusta á fulltrúa Samgöngustofu tala um það að alþjóðlega flokkun á hafsvæðum eins og það sé eitthvert minniháttar mál og það sem ráði séu einhverjar meintar sjónmælingar þeirra á hvernig öldufarið er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Stjórnsýslukæran var tekin fyrir hjá Samgönguráðuneytinu í dag en í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum kemur fram að Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, nú Samgöngustofu, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip í tengslum við innanlandssiglingar að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi. Í reglugerðinni er ekki ljóst hvort ráðherra beri að fara eftir tillögum Samgöngustofu en ráðuneytið vann að gagnöflun í málinu í dag. Búist er við því að ráðherra taki ákvörðun um málið á morgun en þá eru einungis fjórir dagar í Þjóðhátíð. Forstjóri Samgöngustofu segir ákvörðunina endanlega. „Hvers virði er þá stjórnsýslukæran okkur? Getur verið að málum sé stillt upp þannig að ráðherra fái ekkert um þetta sagt og að stofnunin ráði?“ spyr Elliði. Skipstjóri Akraness segir ákvörðun Samgöngustofu óskiljanlega. „Þetta er sama hafsvæði og við erum búnir að vera að sigla hérna á milli Reykjavíkur og Akraness og það gengur mjög vel. Það er ákveðið „limit“ á veðri og öldum sem við höfum og þegar það er komið upp í það þá bara fellum við niður ferðir,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri Akraness.Treystirðu þessu skipi til að sigla milli lands og eyja? „Já það geri ég alveg fullkomlega.“
Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30
Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30