Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2017 20:43 Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. Skipstjóri ferjunnar treystir henni fullkomlega til þess að fara þessa leið. Vestmannaeyjabær sendi á föstudag inn stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytisins vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að veita ferjunni Akranesi ekki undanþágu til að sigla milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Ferjan er notuð í áætlunarsiglinar milli Reykjavíkur og Akranes og skilgreina yfirvöld hafsvæðið þar í C flokki. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint það sama samkvæmt reglugerð. Ýtrustu kröfur eru gerðar til skipa í flokki A og vægustu til flokks D og samkvæmt þágildandi reglum máttu einungis skip í flokki B sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin lagði til að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Þessi breyting var staðfest á síðasta ári. Samgöngustofa telur þó mikinn mun á þessum sjóleiðum þrátt fyrir að þær séu í sama flokki. „Það er ótrúlegt að hlusta á fulltrúa Samgöngustofu tala um það að alþjóðlega flokkun á hafsvæðum eins og það sé eitthvert minniháttar mál og það sem ráði séu einhverjar meintar sjónmælingar þeirra á hvernig öldufarið er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Stjórnsýslukæran var tekin fyrir hjá Samgönguráðuneytinu í dag en í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum kemur fram að Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, nú Samgöngustofu, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip í tengslum við innanlandssiglingar að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi. Í reglugerðinni er ekki ljóst hvort ráðherra beri að fara eftir tillögum Samgöngustofu en ráðuneytið vann að gagnöflun í málinu í dag. Búist er við því að ráðherra taki ákvörðun um málið á morgun en þá eru einungis fjórir dagar í Þjóðhátíð. Forstjóri Samgöngustofu segir ákvörðunina endanlega. „Hvers virði er þá stjórnsýslukæran okkur? Getur verið að málum sé stillt upp þannig að ráðherra fái ekkert um þetta sagt og að stofnunin ráði?“ spyr Elliði. Skipstjóri Akraness segir ákvörðun Samgöngustofu óskiljanlega. „Þetta er sama hafsvæði og við erum búnir að vera að sigla hérna á milli Reykjavíkur og Akraness og það gengur mjög vel. Það er ákveðið „limit“ á veðri og öldum sem við höfum og þegar það er komið upp í það þá bara fellum við niður ferðir,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri Akraness.Treystirðu þessu skipi til að sigla milli lands og eyja? „Já það geri ég alveg fullkomlega.“ Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. Skipstjóri ferjunnar treystir henni fullkomlega til þess að fara þessa leið. Vestmannaeyjabær sendi á föstudag inn stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytisins vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að veita ferjunni Akranesi ekki undanþágu til að sigla milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Ferjan er notuð í áætlunarsiglinar milli Reykjavíkur og Akranes og skilgreina yfirvöld hafsvæðið þar í C flokki. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint það sama samkvæmt reglugerð. Ýtrustu kröfur eru gerðar til skipa í flokki A og vægustu til flokks D og samkvæmt þágildandi reglum máttu einungis skip í flokki B sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin lagði til að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Þessi breyting var staðfest á síðasta ári. Samgöngustofa telur þó mikinn mun á þessum sjóleiðum þrátt fyrir að þær séu í sama flokki. „Það er ótrúlegt að hlusta á fulltrúa Samgöngustofu tala um það að alþjóðlega flokkun á hafsvæðum eins og það sé eitthvert minniháttar mál og það sem ráði séu einhverjar meintar sjónmælingar þeirra á hvernig öldufarið er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Stjórnsýslukæran var tekin fyrir hjá Samgönguráðuneytinu í dag en í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum kemur fram að Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, nú Samgöngustofu, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip í tengslum við innanlandssiglingar að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi. Í reglugerðinni er ekki ljóst hvort ráðherra beri að fara eftir tillögum Samgöngustofu en ráðuneytið vann að gagnöflun í málinu í dag. Búist er við því að ráðherra taki ákvörðun um málið á morgun en þá eru einungis fjórir dagar í Þjóðhátíð. Forstjóri Samgöngustofu segir ákvörðunina endanlega. „Hvers virði er þá stjórnsýslukæran okkur? Getur verið að málum sé stillt upp þannig að ráðherra fái ekkert um þetta sagt og að stofnunin ráði?“ spyr Elliði. Skipstjóri Akraness segir ákvörðun Samgöngustofu óskiljanlega. „Þetta er sama hafsvæði og við erum búnir að vera að sigla hérna á milli Reykjavíkur og Akraness og það gengur mjög vel. Það er ákveðið „limit“ á veðri og öldum sem við höfum og þegar það er komið upp í það þá bara fellum við niður ferðir,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri Akraness.Treystirðu þessu skipi til að sigla milli lands og eyja? „Já það geri ég alveg fullkomlega.“
Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30
Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30