Vísaði fréttamanni frá borði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 18:30 Skipstjóri á franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem hleypti tæplega tvö hundruð farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum, segist hafa haft leyfi til þess, þótt hvorki skip né farþegar hafi þá verið tollafgreidd. Hann vísaði fréttamönnum frá borði þegar gengið var nánar að honum vegna málsins. Skemmtiferðaskipið er fyrsta skemmtiferðaskip sem leggst að bryggju á Akranesi að að því tilefni var tekið á móti því við viðhöfn í morgun. „Það var mjög spennandi að leggjast hér upp að, sérstaklega af því að hér er þröngt. Það eru forréttindi fyrir okkur á svo stóru skipi að koma inn í svona litla höfn, ekki aðeins til Reykjavíkur heldur einnig til smærri staða. Farþegarnir fá þá að upplifa nýja reynslu,“ segir Etienne Garcia, skipstjóri skipsins. Skipið er skráð í Frakklandi og eru farþegar þess 181 auk áhafnar. Boðið er upp á siglingar til Jan Mayen, Svalbarða, Grænlands og Íslands. Skipið kom frá Grænlandi í gær og hafði viðkomu á Vestfjörðum. Þegar komið var inn í Veiðileysufjörð var kastað akkeri og öllum farþegunum siglt í land á smærri bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Öll skip sem hingað koma eiga að fara í gegnum tollskoðun áður en farþegar fá að fara frá borði. Á þessu eru þó undanþágur samkvæmt heimildum fréttastofu en staðfest er að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og fóru farþegar skipsins frá borði án heimildar yfirvalda.„Svara ekki slíkum spurningum“Voruð þið með heimild fyrir þessu? „Já, auðvitað. Við höfðum heimild frá umhverfis- og ferðamálayfirvöldum,“ segir Garcia.Var skipið tollafgreitt? „Já,“ segir Garcia.Áður en fólk fór frá borði? „Ég svara ekki slíkum spurningum. Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?,“ sagði Garcia. Frá Veiðileysufirði var skipinu svo siglt í Hesteyrarfjörð þar sem farþegar fóru aftur frá borði. „Hvers vegna ertu að tala um þetta?,“ spurði Garcia fréttamann.Af því að þú brýtur íslensk og alþjóðleg lög með því að hleypa fólki frá borði úti á landi án tollafgreiðslu. „Öll okkar mál fara í gegnum umboðsmann okkar héðan í frá,“ sagði Garcia. Báðir viðkomustaðir skipsins í viðkvæmri náttúru og innan friðlýsts svæðis á HornströndumVissir þú að svæðið er viðkvæmt og nýtur reglna um vernd? „Já, við vissum það. Við höfðum heimild frá umhverfis...,“ sagði Garcia.Hver gaf þessa heimild? „Umhverfisverndarráð Íslands,“ sagði Garcia. Á þessum tímapunkti var skipstjóri skemmtiferðaskipsins orðinn ósáttur við spurningar fréttastofu. „Ég svara ekki fleiri spurningum. Takk fyrir,“ sagði Garcia. Eftir þetta var fréttamanni og myndatökumanni vísað frá borði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var gert viðvart um málið í gær og hafði samband við skipstjóra skipsins sem viðurkenndi að hafa hleypt farþegum í land. Honum var gert grein fyrir því að slíkt væri með öllu óheilmilt nema að undangenginni tollafgreiðslu. Var skipstjóra gert að sækja þá farþega sem voru komnir í land og taka þá í skipið hið snarasta og varð skipstjórinn við því. Umboðsaðili skipsins hér á landi heitir Gára og baðs framkvæmdastjóri fyrirtækisins undan viðtali í dag. Hann sagði málið í ferli og yrði tekið fyrir á morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Skipstjóri á franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem hleypti tæplega tvö hundruð farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum, segist hafa haft leyfi til þess, þótt hvorki skip né farþegar hafi þá verið tollafgreidd. Hann vísaði fréttamönnum frá borði þegar gengið var nánar að honum vegna málsins. Skemmtiferðaskipið er fyrsta skemmtiferðaskip sem leggst að bryggju á Akranesi að að því tilefni var tekið á móti því við viðhöfn í morgun. „Það var mjög spennandi að leggjast hér upp að, sérstaklega af því að hér er þröngt. Það eru forréttindi fyrir okkur á svo stóru skipi að koma inn í svona litla höfn, ekki aðeins til Reykjavíkur heldur einnig til smærri staða. Farþegarnir fá þá að upplifa nýja reynslu,“ segir Etienne Garcia, skipstjóri skipsins. Skipið er skráð í Frakklandi og eru farþegar þess 181 auk áhafnar. Boðið er upp á siglingar til Jan Mayen, Svalbarða, Grænlands og Íslands. Skipið kom frá Grænlandi í gær og hafði viðkomu á Vestfjörðum. Þegar komið var inn í Veiðileysufjörð var kastað akkeri og öllum farþegunum siglt í land á smærri bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Öll skip sem hingað koma eiga að fara í gegnum tollskoðun áður en farþegar fá að fara frá borði. Á þessu eru þó undanþágur samkvæmt heimildum fréttastofu en staðfest er að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og fóru farþegar skipsins frá borði án heimildar yfirvalda.„Svara ekki slíkum spurningum“Voruð þið með heimild fyrir þessu? „Já, auðvitað. Við höfðum heimild frá umhverfis- og ferðamálayfirvöldum,“ segir Garcia.Var skipið tollafgreitt? „Já,“ segir Garcia.Áður en fólk fór frá borði? „Ég svara ekki slíkum spurningum. Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?,“ sagði Garcia. Frá Veiðileysufirði var skipinu svo siglt í Hesteyrarfjörð þar sem farþegar fóru aftur frá borði. „Hvers vegna ertu að tala um þetta?,“ spurði Garcia fréttamann.Af því að þú brýtur íslensk og alþjóðleg lög með því að hleypa fólki frá borði úti á landi án tollafgreiðslu. „Öll okkar mál fara í gegnum umboðsmann okkar héðan í frá,“ sagði Garcia. Báðir viðkomustaðir skipsins í viðkvæmri náttúru og innan friðlýsts svæðis á HornströndumVissir þú að svæðið er viðkvæmt og nýtur reglna um vernd? „Já, við vissum það. Við höfðum heimild frá umhverfis...,“ sagði Garcia.Hver gaf þessa heimild? „Umhverfisverndarráð Íslands,“ sagði Garcia. Á þessum tímapunkti var skipstjóri skemmtiferðaskipsins orðinn ósáttur við spurningar fréttastofu. „Ég svara ekki fleiri spurningum. Takk fyrir,“ sagði Garcia. Eftir þetta var fréttamanni og myndatökumanni vísað frá borði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var gert viðvart um málið í gær og hafði samband við skipstjóra skipsins sem viðurkenndi að hafa hleypt farþegum í land. Honum var gert grein fyrir því að slíkt væri með öllu óheilmilt nema að undangenginni tollafgreiðslu. Var skipstjóra gert að sækja þá farþega sem voru komnir í land og taka þá í skipið hið snarasta og varð skipstjórinn við því. Umboðsaðili skipsins hér á landi heitir Gára og baðs framkvæmdastjóri fyrirtækisins undan viðtali í dag. Hann sagði málið í ferli og yrði tekið fyrir á morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57