Óli Stefán: Skelfilegt að horfa upp á þetta Þór Símon Hafþórsson skrifar 9. ágúst 2017 22:30 Óli Stefán og félagar hafa ekki unnið leik síðan 9. júlí. vísir/andri marinó Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekkert að skafa af hlutunum eftir tap hans manna gegn Víkingi Ó. í kvöld. Grindvíkingar fengu á sig mark strax í upphafi leiks og hreinlega óðu í færum á lokamínútunum þegar liðið hefði átt með réttu að jafna leikinn í 2-2. „Þetta er eins og að fá högg í magann. Við byrjuðum ekki vel, vorum værukærir og vorum að gefa frá okkur svo klaufaleg og barnaleg mörk að það var hreinlega skelfilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Óli í viðtali við Vísi strax eftir leik en hann var ekki bara ósáttu við varnarleikinn en sóknarleikurinn fékk líka orð í eyra. „Við sköpum okkur fullt af færum og það er líka barnalegt hvernig við vorum að klára þau. Á meðan staðan er svona á okkur þá er bara blóðug fallbarátta framundan. Við verðum að átta okkur á því.“ Grindavík byrjaði mótið frábærlega og er með 21 stig, eða átta stigum frá fallsæti, en hann segir sú byrjun ekki gefa þeim neitt öryggi og að hann hreinlega nenni ekki að tala um fortíðina. „Mig langar ekkert að tala um fyrri umferðina. Við lifum í nútíðinni og við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að það bíður okkar bara barátta upp á líf og dauða.“ Hann segir eina í stöðunni fyrir liðið sé bara að halda áfram að reyna sitt besta. „Fyrst og fremst verðum við að halda áfram að reyna. Eftir svona hrinu þá liggur greinilega á okkur smá stress og við verðum bara að komast yfir hana. Við verðum að hrinda frá okkur það sem búið er og taka stöðuna eins og hún er núna.“ Mörkin tvö sem Grindavík fékk á sig í kvöld voru úr föstum leikatriðum, aukaspyrnu og víti, en Óli var mjög ósáttur með sína menn og þá sérstaklega í fyrra markinu sem kom á upphafsmínútu leiksins. „Ég var búinn að teikna byrjunina upp fyrir þá og það var ekkert sem kom á óvart. Við teiknuðum þetta upp í gær og þetta átti aldrei að fara svona. Menn þurfa að vera tilbúnir og einbeittir þegar það er búið að setja þetta upp í hendurnar á þeim.“ Enn mættu Grindvíkingar þá ekki einbeittir til leiks? „Alveg klárlega ekki. Sérstaklega þegar við fáum svona mark á okkur í byrjun sem var búið að vara þá sérstaklega við. Við verðum að taka ábyrgð á þessu því þetta er ekki nógu gott.“ Andri Rúnar, framherji Grindavíkur, vildi fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en Óli vildi ekki tjá sig mikið um það. „Ég sá það ekki en það væri svo sem eftir öllu þessa daganna að það hafi farið í höndunum en ég get ekki dæmt um það.“ Hann vill þó meina að ekki vanti mikið upp á en grunnvinnuna verði að laga fyrir komandi átök. „Við spiluðum alveg nógu vel til þess að fá eitthvað út úr þessum leik, það er alveg klárt.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15 Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekkert að skafa af hlutunum eftir tap hans manna gegn Víkingi Ó. í kvöld. Grindvíkingar fengu á sig mark strax í upphafi leiks og hreinlega óðu í færum á lokamínútunum þegar liðið hefði átt með réttu að jafna leikinn í 2-2. „Þetta er eins og að fá högg í magann. Við byrjuðum ekki vel, vorum værukærir og vorum að gefa frá okkur svo klaufaleg og barnaleg mörk að það var hreinlega skelfilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Óli í viðtali við Vísi strax eftir leik en hann var ekki bara ósáttu við varnarleikinn en sóknarleikurinn fékk líka orð í eyra. „Við sköpum okkur fullt af færum og það er líka barnalegt hvernig við vorum að klára þau. Á meðan staðan er svona á okkur þá er bara blóðug fallbarátta framundan. Við verðum að átta okkur á því.“ Grindavík byrjaði mótið frábærlega og er með 21 stig, eða átta stigum frá fallsæti, en hann segir sú byrjun ekki gefa þeim neitt öryggi og að hann hreinlega nenni ekki að tala um fortíðina. „Mig langar ekkert að tala um fyrri umferðina. Við lifum í nútíðinni og við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að það bíður okkar bara barátta upp á líf og dauða.“ Hann segir eina í stöðunni fyrir liðið sé bara að halda áfram að reyna sitt besta. „Fyrst og fremst verðum við að halda áfram að reyna. Eftir svona hrinu þá liggur greinilega á okkur smá stress og við verðum bara að komast yfir hana. Við verðum að hrinda frá okkur það sem búið er og taka stöðuna eins og hún er núna.“ Mörkin tvö sem Grindavík fékk á sig í kvöld voru úr föstum leikatriðum, aukaspyrnu og víti, en Óli var mjög ósáttur með sína menn og þá sérstaklega í fyrra markinu sem kom á upphafsmínútu leiksins. „Ég var búinn að teikna byrjunina upp fyrir þá og það var ekkert sem kom á óvart. Við teiknuðum þetta upp í gær og þetta átti aldrei að fara svona. Menn þurfa að vera tilbúnir og einbeittir þegar það er búið að setja þetta upp í hendurnar á þeim.“ Enn mættu Grindvíkingar þá ekki einbeittir til leiks? „Alveg klárlega ekki. Sérstaklega þegar við fáum svona mark á okkur í byrjun sem var búið að vara þá sérstaklega við. Við verðum að taka ábyrgð á þessu því þetta er ekki nógu gott.“ Andri Rúnar, framherji Grindavíkur, vildi fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en Óli vildi ekki tjá sig mikið um það. „Ég sá það ekki en það væri svo sem eftir öllu þessa daganna að það hafi farið í höndunum en ég get ekki dæmt um það.“ Hann vill þó meina að ekki vanti mikið upp á en grunnvinnuna verði að laga fyrir komandi átök. „Við spiluðum alveg nógu vel til þess að fá eitthvað út úr þessum leik, það er alveg klárt.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15 Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15