Gjá myndast milli Trump og flokksins Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2017 19:45 Trump og McConnell. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, á Twitter nú í kvöld. Þá gagnrýndi forsetinn þingmanninn fyrir það að ekki hafi tekist að afnema heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfislög Bandaríkjanna, sem í daglegu tali nefnast Obamacare. McConnell sagði nýverið að forsetinn hefði haft of miklar væntingar varðandi hraða hins lýðræðislega ferlis. „Ég held ekki. Eftir að hafa hlustað á „afnema og skipta út“ í sjö ár, af hverju var það ekki gert?“ skrifar Trump á Twitter.Senator Mitch McConnell said I had "excessive expectations," but I don't think so. After 7 years of hearing Repeal & Replace, why not done?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Sean Hannity, fréttamaður Fox og einn helsti stuðningsmaður Trump, gagnrýndi McConnell einnig á Twitter í dag. Hannity sagði McConnell vera auman og kjarklausan leiðtoga sem stæði ekki við orð sín. Hann ætti að hætta á þinginu. Hannity er þó ekki eini bandamaður Trump sem hefur gagnrýnt McConnell að undanförnu. Það gerði Dan Scavino yngri einnig, en hann stjórnar samfélagsmiðlum Hvíta hússins.. @SenateMajLdr No Senator, YOU are a WEAK, SPINELESS leader who does not keep his word and you need to Retire! https://t.co/BL4uf7WLM1…— Sean Hannity (@seanhannity) August 9, 2017 More excuses. @SenateMajLdr must have needed another 4 years - in addition to the 7 years -- to repeal and replace Obamacare..... https://t.co/6FOVBm6BQU— Dan Scavino Jr. (@DanScavino) August 9, 2017 Gagnrýni Trump og bandamanna hans kemur á slæmum tíma fyrir forsetann sem þarf að treysta á hjálp McConnell til að koma fyrirhuguðum skattabreytingum sínum í gegnum þingið. McConnell nýtur mikillar virðingar meðal þingmanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Þá hefur Trump einnig deilt við þingmenn Repúblikanaflokksins að undanförnu vegna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og fyrrverandi öldungadeildarþingmanns. Trump hefur gagnrýnt hann harðlega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Fjöldi þingmanna hefur gagnrýnt forsetann fyrir gagnrýni hans á Sessions.Washington Post segir samband Trump og flokksins hafa beðið hnekki að undanförnu, en þeim hefur hingað til ekki tekist að koma neinu stóru máli í gegn. Þrátt fyrir að þeir séu með meirihluta í báðum deildum þingsins. Varðandi heilbrigðisfrumvarpið þá tóks McConnell ekki að semja til frumvarp sem allir þingmenn flokksins sættu sig við. Undir lokin reyndi öldungadeildin að greiða atkvæði um að fella niður Obamacare en ákvörðunin tæki ekki gildi fyrr en eftir tvö ár. Nokkrir þingmenn flokksins sættu sig ekki við þá óvissu og felldu frumvarpið. Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, á Twitter nú í kvöld. Þá gagnrýndi forsetinn þingmanninn fyrir það að ekki hafi tekist að afnema heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfislög Bandaríkjanna, sem í daglegu tali nefnast Obamacare. McConnell sagði nýverið að forsetinn hefði haft of miklar væntingar varðandi hraða hins lýðræðislega ferlis. „Ég held ekki. Eftir að hafa hlustað á „afnema og skipta út“ í sjö ár, af hverju var það ekki gert?“ skrifar Trump á Twitter.Senator Mitch McConnell said I had "excessive expectations," but I don't think so. After 7 years of hearing Repeal & Replace, why not done?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Sean Hannity, fréttamaður Fox og einn helsti stuðningsmaður Trump, gagnrýndi McConnell einnig á Twitter í dag. Hannity sagði McConnell vera auman og kjarklausan leiðtoga sem stæði ekki við orð sín. Hann ætti að hætta á þinginu. Hannity er þó ekki eini bandamaður Trump sem hefur gagnrýnt McConnell að undanförnu. Það gerði Dan Scavino yngri einnig, en hann stjórnar samfélagsmiðlum Hvíta hússins.. @SenateMajLdr No Senator, YOU are a WEAK, SPINELESS leader who does not keep his word and you need to Retire! https://t.co/BL4uf7WLM1…— Sean Hannity (@seanhannity) August 9, 2017 More excuses. @SenateMajLdr must have needed another 4 years - in addition to the 7 years -- to repeal and replace Obamacare..... https://t.co/6FOVBm6BQU— Dan Scavino Jr. (@DanScavino) August 9, 2017 Gagnrýni Trump og bandamanna hans kemur á slæmum tíma fyrir forsetann sem þarf að treysta á hjálp McConnell til að koma fyrirhuguðum skattabreytingum sínum í gegnum þingið. McConnell nýtur mikillar virðingar meðal þingmanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Þá hefur Trump einnig deilt við þingmenn Repúblikanaflokksins að undanförnu vegna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og fyrrverandi öldungadeildarþingmanns. Trump hefur gagnrýnt hann harðlega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Fjöldi þingmanna hefur gagnrýnt forsetann fyrir gagnrýni hans á Sessions.Washington Post segir samband Trump og flokksins hafa beðið hnekki að undanförnu, en þeim hefur hingað til ekki tekist að koma neinu stóru máli í gegn. Þrátt fyrir að þeir séu með meirihluta í báðum deildum þingsins. Varðandi heilbrigðisfrumvarpið þá tóks McConnell ekki að semja til frumvarp sem allir þingmenn flokksins sættu sig við. Undir lokin reyndi öldungadeildin að greiða atkvæði um að fella niður Obamacare en ákvörðunin tæki ekki gildi fyrr en eftir tvö ár. Nokkrir þingmenn flokksins sættu sig ekki við þá óvissu og felldu frumvarpið.
Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira