Hópbílar segja Stóra leiðsögukonumálið á sandi byggt Jakob Bjarnar skrifar 9. ágúst 2017 14:05 Kristín Ástgeirsdóttir hefur verið afdráttarlaus og fordæmt það að konu hafi verið skipt út fyrir karl. En, Guðjón Ármann segir að engu slíku sé til að dreifa. Svo virðist sem tilkynning Jafnréttisstofu, sem mjög hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu, þess efnis að konu hafi verið skipt út fyrir karl við leiðsögn hóps erlendra ferðamanna vegna kynferðis, sé á sandi byggð. Atvikið snýr að ferð á vegum Hópbíla en forstjóri fyrirtækisins hafnar því að kona, sem ekki hefur viljað láta nafns síns getið, en tilkynnti mismunun vegna kynferðis til Jafnréttisstofu, hafi orðið fyrir tekjumissi, eins og fullyrt hefur verið. Hann vísar því jafnframt á bug að um mismunun hafi verið að ræða af hálfu Hópbíla.Hópbílar eru umrætt fyrirtækiSamkvæmt heimildum Vísis snýr atvikið að Hópbílum en þegar Vísir leitaði fyrst í gær eftir viðbrögðum hjá Guðjóni Ármanni Guðjónssyni forstjóra Hópbíla, kom hann af fjöllum. Engin kvörtun þessa efnis var á hans borðum né kannaðist nokkur starfsmanna skrifstofunnar við slíkt. Við ítarlega eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að umrætt atvik tengdist ferð sem Hópbílar komu að. Guðjón Ármann segir hins vegar að þarna fari eitt og annað á milli mála, og í raun sé fréttaflutningur hingað til á misskilningi byggður. „Ég á erfitt með að tjá mig um þetta því það er engin kvörtun á mínu borði,“ sagði Guðjón Ármann í fyrstu. En það var í gær.Kristín afdráttarlaus um brot á lögumVísir ræddi við Kristínu Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu í gær um málið og þá var hún mjög afdráttarlaus í máli, sagði að hér væri um skýlaust brot á jafnréttislögum að ræða: „Ábyrgð atvinnurekandans er mikil. Hann á að sjá til lögum sé framfylgt. Samkvæmt jafnréttislögum er bannað að mismuna fólki. Og þetta snýr beint gagnvart þeim lögum. Verið að ýta hennar út af starfi vegna þess að hún er kona. Það er kýrskýrt og atvinnurekendur hafa miklar skyldur til að jafna stöðu kynjanna, skyldurnar eru algerlega ljósar.“ Þessi skoðun Kristínar kom svo fram í fréttum Stöðvar 2 í gær sem og á mbl.is í morgun þar sem fullyrt er að jafnréttislög hafi verið brotin, konan hafi orðið fyrir tekjumissi og þetta verði ekki liðið. En, RUV hefur leitt fréttaflutninginn en fréttastofan þar hefur ítrekað fullyrt að ferðamenn hafi ekki viljað leiðsögumann af því að hún væri kona.Karlmannsnafn á pappírunumGuðjón segir að því sé ekki þannig farið að umrædd kona hafi orðið fyrir tekjumissi. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að um hafi verið að ræða fimm daga ferð sem annar leiðsögumaður, karlkyns, hafi verið skráður fyrir. Sá hafi hins vegar, vegna anna, ekki komið því við að fara fyrsta daginn. Konan var því fengin til að brúa þetta bil, það lá alltaf fyrir að um einn dag væri að ræða.Þórdís Lóa hjá Gray Line ræddi við fréttastofu S2 í gær og sagði að svona nokkuð yrði aldrei liðið hjá sínu fyrirtæki. Þórdís Lóa hélt reyndar fyrst að um flökkusögu væri að ræða og virðist það nokkuð nærri lagi.Vegna skamms fyrirvara gafst ekki tækifæri á að breyta um nafn á pappírum sem fararstjóri hópsins hafði í höndunum og hafi sá sagt, þegar hann sá konu koma en á pappírunum var karlmannsnafn, að hann hafi búist við karlmanni en ekki konu. „Hún kláraði þennan dag og allt gott um það að segja. Og fékk greitt fyrir það, auðvitað,“ segir Guðjón Ármann. „Þannig að ekki er um neinn tekjumissi að ræða.“Svöruðu afdráttarlaust ósk um karlkyns bílstjóraEkki liggur fyrir hvaðan umræddur hópur er enda skiptir það vart máli því málið er byggt á misskilningi. Í fréttum hefur verið misvísandi hvort um sé að ræða leiðsögumann eða bílstjóra. Guðjón veltir því fyrir sér hvort um sé að ræða tvö mál? „Í vor fengum við ósk um að bílsstjóra yrði skipt út. Hún var kona. Það kemur reglulega fyrir að beðið sé um að skipt sé um bílstjóra en þegar við komumst að því að ástæðan var kyn bílsstjórans höfðum við samband við viðkomandi ferðaskrifstofu og sögðum að svona gengi þetta ekki fyrir sig á Íslandi. Við fengum í kjölfarið afsökunarbeiðni frá þeirri ferðaskrifstofu sem við komum á framfæri við bílstjórann, sem fór í önnur verkefni.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Svo virðist sem tilkynning Jafnréttisstofu, sem mjög hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu, þess efnis að konu hafi verið skipt út fyrir karl við leiðsögn hóps erlendra ferðamanna vegna kynferðis, sé á sandi byggð. Atvikið snýr að ferð á vegum Hópbíla en forstjóri fyrirtækisins hafnar því að kona, sem ekki hefur viljað láta nafns síns getið, en tilkynnti mismunun vegna kynferðis til Jafnréttisstofu, hafi orðið fyrir tekjumissi, eins og fullyrt hefur verið. Hann vísar því jafnframt á bug að um mismunun hafi verið að ræða af hálfu Hópbíla.Hópbílar eru umrætt fyrirtækiSamkvæmt heimildum Vísis snýr atvikið að Hópbílum en þegar Vísir leitaði fyrst í gær eftir viðbrögðum hjá Guðjóni Ármanni Guðjónssyni forstjóra Hópbíla, kom hann af fjöllum. Engin kvörtun þessa efnis var á hans borðum né kannaðist nokkur starfsmanna skrifstofunnar við slíkt. Við ítarlega eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að umrætt atvik tengdist ferð sem Hópbílar komu að. Guðjón Ármann segir hins vegar að þarna fari eitt og annað á milli mála, og í raun sé fréttaflutningur hingað til á misskilningi byggður. „Ég á erfitt með að tjá mig um þetta því það er engin kvörtun á mínu borði,“ sagði Guðjón Ármann í fyrstu. En það var í gær.Kristín afdráttarlaus um brot á lögumVísir ræddi við Kristínu Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu í gær um málið og þá var hún mjög afdráttarlaus í máli, sagði að hér væri um skýlaust brot á jafnréttislögum að ræða: „Ábyrgð atvinnurekandans er mikil. Hann á að sjá til lögum sé framfylgt. Samkvæmt jafnréttislögum er bannað að mismuna fólki. Og þetta snýr beint gagnvart þeim lögum. Verið að ýta hennar út af starfi vegna þess að hún er kona. Það er kýrskýrt og atvinnurekendur hafa miklar skyldur til að jafna stöðu kynjanna, skyldurnar eru algerlega ljósar.“ Þessi skoðun Kristínar kom svo fram í fréttum Stöðvar 2 í gær sem og á mbl.is í morgun þar sem fullyrt er að jafnréttislög hafi verið brotin, konan hafi orðið fyrir tekjumissi og þetta verði ekki liðið. En, RUV hefur leitt fréttaflutninginn en fréttastofan þar hefur ítrekað fullyrt að ferðamenn hafi ekki viljað leiðsögumann af því að hún væri kona.Karlmannsnafn á pappírunumGuðjón segir að því sé ekki þannig farið að umrædd kona hafi orðið fyrir tekjumissi. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að um hafi verið að ræða fimm daga ferð sem annar leiðsögumaður, karlkyns, hafi verið skráður fyrir. Sá hafi hins vegar, vegna anna, ekki komið því við að fara fyrsta daginn. Konan var því fengin til að brúa þetta bil, það lá alltaf fyrir að um einn dag væri að ræða.Þórdís Lóa hjá Gray Line ræddi við fréttastofu S2 í gær og sagði að svona nokkuð yrði aldrei liðið hjá sínu fyrirtæki. Þórdís Lóa hélt reyndar fyrst að um flökkusögu væri að ræða og virðist það nokkuð nærri lagi.Vegna skamms fyrirvara gafst ekki tækifæri á að breyta um nafn á pappírum sem fararstjóri hópsins hafði í höndunum og hafi sá sagt, þegar hann sá konu koma en á pappírunum var karlmannsnafn, að hann hafi búist við karlmanni en ekki konu. „Hún kláraði þennan dag og allt gott um það að segja. Og fékk greitt fyrir það, auðvitað,“ segir Guðjón Ármann. „Þannig að ekki er um neinn tekjumissi að ræða.“Svöruðu afdráttarlaust ósk um karlkyns bílstjóraEkki liggur fyrir hvaðan umræddur hópur er enda skiptir það vart máli því málið er byggt á misskilningi. Í fréttum hefur verið misvísandi hvort um sé að ræða leiðsögumann eða bílstjóra. Guðjón veltir því fyrir sér hvort um sé að ræða tvö mál? „Í vor fengum við ósk um að bílsstjóra yrði skipt út. Hún var kona. Það kemur reglulega fyrir að beðið sé um að skipt sé um bílstjóra en þegar við komumst að því að ástæðan var kyn bílsstjórans höfðum við samband við viðkomandi ferðaskrifstofu og sögðum að svona gengi þetta ekki fyrir sig á Íslandi. Við fengum í kjölfarið afsökunarbeiðni frá þeirri ferðaskrifstofu sem við komum á framfæri við bílstjórann, sem fór í önnur verkefni.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira