Willum um aðstæðurnar í kvöld: Ekki boðlegt Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2017 22:15 Flórídaskaginn stóð ekki undir nafni að mati Willums í kvöld. vísir/andri marinó „Við förum héðan hundsvekktir sérstaklega þegar litið er til þess að hann flautar af okkur mark undir lokin þar sem erfitt var að sjá eitthvað brot,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leikslokum í kvöld. Aðstæðurnar á Akranesi voru erfiðar og gekk KR-ingum illa að fóta sig. „Það verður að segjast að þetta var varla boðlegt, ég verð að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir það að reyna þetta. Þetta snerist ekkert um að spila boltanum, frekar að fara eins stutta leið og mögulegt var og það var miður fyrir fótboltann að spila við þessar aðstæður,“ sagði Willum og bætti við: „Það er erfitt að ætlast til þess að honum sé frestað, við búum á Íslandi og hér er allra veðra von. Þetta var ekta september veður og maður gerir betri kröfur til veðursins í ágúst, sérstaklega eftir gott veður undanfarna daga,“ sagði Willum léttur.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-1 | Óskar bjargaði stigi fyrir KR | Sjáðu mörkin KR-ingar lentu í miklum vandræðum með að brjóta niður agað lið ÍA. „Það var ekki að hjálpa að það voru pollar á nokkrum stöðum á vellinum sem menn reyndu að forðast. Þeir voru að stoppa leikinn og menn leituðu frekar í að fara í langa bolta eins og bæði mörkin koma.“ Willum sagði það erfitt að gera kröfur um betri spilamennsku við þessar aðstæður. „Þetta er fótboltinn við svona aðstæður, kröftugur, mikið um návígi og baráttu um seinni boltann en okkur gekk vel að loka á þá fyrir utan nokkur færi í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt í fyrri hálfleik.“ Willum furðaði sig á dómgæslunni undir lokin þegar mark var dæmt af KR. „Ég sá ekki betur en að við höfum skorað löglegt mark, markmaðurinn var frá mínu sjónarhorni aldrei með hendurnar á boltanum og ég held að dómarinn hafi því miður gert mistök þar,“ sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira
„Við förum héðan hundsvekktir sérstaklega þegar litið er til þess að hann flautar af okkur mark undir lokin þar sem erfitt var að sjá eitthvað brot,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leikslokum í kvöld. Aðstæðurnar á Akranesi voru erfiðar og gekk KR-ingum illa að fóta sig. „Það verður að segjast að þetta var varla boðlegt, ég verð að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir það að reyna þetta. Þetta snerist ekkert um að spila boltanum, frekar að fara eins stutta leið og mögulegt var og það var miður fyrir fótboltann að spila við þessar aðstæður,“ sagði Willum og bætti við: „Það er erfitt að ætlast til þess að honum sé frestað, við búum á Íslandi og hér er allra veðra von. Þetta var ekta september veður og maður gerir betri kröfur til veðursins í ágúst, sérstaklega eftir gott veður undanfarna daga,“ sagði Willum léttur.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-1 | Óskar bjargaði stigi fyrir KR | Sjáðu mörkin KR-ingar lentu í miklum vandræðum með að brjóta niður agað lið ÍA. „Það var ekki að hjálpa að það voru pollar á nokkrum stöðum á vellinum sem menn reyndu að forðast. Þeir voru að stoppa leikinn og menn leituðu frekar í að fara í langa bolta eins og bæði mörkin koma.“ Willum sagði það erfitt að gera kröfur um betri spilamennsku við þessar aðstæður. „Þetta er fótboltinn við svona aðstæður, kröftugur, mikið um návígi og baráttu um seinni boltann en okkur gekk vel að loka á þá fyrir utan nokkur færi í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt í fyrri hálfleik.“ Willum furðaði sig á dómgæslunni undir lokin þegar mark var dæmt af KR. „Ég sá ekki betur en að við höfum skorað löglegt mark, markmaðurinn var frá mínu sjónarhorni aldrei með hendurnar á boltanum og ég held að dómarinn hafi því miður gert mistök þar,“ sagði Willum að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Sjá meira