Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-1 | Óskar bjargaði stigi fyrir KR | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2017 22:00 Óskar Örn Hauksson var hetja KR-inga í 1-1 jafntefli gegn ÍA á Akranesi í Pepsi-deild karla í kvöld en aukaspyrna Óskars frá miðjunni bjargaði stigi fyrir gestina sem höfðu lítið ógnað fram að því. Skagamenn sem voru án sigurs í tæplega tvo mánuði komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki Ólafs Vals Valdimarssonar og leiddu verðskuldað í hálfleik. Voru Skagamenn líklegri til að bæta við mörkum í seinni hálfleik ásamt því að loka vel á KR-inga en fengu á sig grátlegt jöfnunarmark undir lokin. ÍA hefur úr nógu að vinna úr eftir þennan leik en allt annað var að sjá til liðsins en í 0-6 tapinu gegn Valsmönnum á dögunum. KR-ingar sem höfðu unnið þrjá leiki í röð fram að þessum stimpluðu sig í kvöld endanlega úr titilbaráttunni.Af hverju lauk leiknum með jafntefli? Skagamenn nýttu frídagana um helgina greinilega vel til að skoða KR-liðið vel og nýttu sér aðstæðurnar á vellinum í dag vel. Þeir stýrðu umferðinni og lokuðu á spil KR-inga í fyrri hálfleik og leiddu ef til vill verðskuldað í hálfleik eftir mark Ólafs Vals. Í seinni hálfleik settust þeir aftar á völlinn, leyfðu KR að halda boltanum en voru ógnandi í skyndisóknum sínum og hefðu svo sannarlega getað bætt við. Hægt er að tala um að viljinn hafi verið meiri hjá Skagamönnum í þessum leik. Það stefndi í raun ekkert í að KR myndi jafna leikinn þegar Óskar skoraði jöfnunarmarkið og voru KR-ingar ósáttir að fá sigurmark dæmt af sér á lokasekúndum leiksins.Þessir stóðu upp úr: Þrátt fyrir að hafa ekki komist á blað í leiknum voru Tryggvi Hrafn Haraldsson og Þórður Þ. Þórðarson sífellt að ógna varnarlínu KR með góðum hlaupum og ógnandi tilburðum. Gáfu þeir KR-ingum engan grið og voru fljótir að sækja á þegar færi gafst. Þá hélt miðvarðapar ÍA vel aftur af dönsku sóknarlínu KR sem var búið að spila vel í síðustu leikjum en Tobias Thomsen og André Bjerregaard sáust varla í leiknum úr vasa Skagamanna.Hvað gekk illa? Boðið var upp á sannkallað haust-veður eftir blíðuna undanfarna daga en liðin skiptust á að leika undan miklum vindi í rigningunni og gerði það að verkum að þau skiptust á að stjórna leiknum í sitt hvorum hálfleiknum. KR-ingar reyndu að halda boltanum niðri á jörðinni í fyrri hálfleik og fara á bak við bakverðina en það gekk afar sjaldan upp. Í seinni hálfleik léku þeir með vindinn í bakið en áttu í erfiðleikum með uppspilið og aðstæðurnar og létu vart reyna á Árna Snæ í marki ÍA.Hvað gerist næst? Skagamenn mæta Grindvíkingum sem hafa misst flugið undanfarnar vikur og getur Gunnlaugur Jónsson tekið margt úr leik dagsins til að byggja á í þeim leik. ÍA er áfram í botnsæti Pepsi-deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti en framundan eru algjörir lykilleikir gegn Grindavík og ÍBV. KR-ingar mæta toppliði Vals sem mætir til leiks í Frostaskjólinu eftir tap gegn FH í kvöld og getur KR opnað deildina upp á nýjan gátt fyrir FH og Stjörnuna takist þeim að næla í stig en KR-ingar þurfa á öllum stigum sem í boði eru í baráttu um sæti í Evrópu á næsta ári. Gunnlaugur: Gerðum í brækurnar í síðasta leik og vissum það allir„Við spiluðum gríðarlega góðan varnarleik og við fengum betri færin í seinni hálfleik. Við fengum nokkrum sinnum góð tækifæri til að koma okkur í enn betri stöðu en það er alltaf hættulegt að fá á sig aukaspyrnur undir lokin, sérstaklega þegar þú ert með spyrnumann eins og Óskar í herbúðum andstæðingsins. Það er erfitt að eiga við svona bolta og hann hitti hann vel.“ Allt annað var að sjá til Skagaliðsins eftir skellinn gegn Valsmönnum í síðustu umferð. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman, við gerðum í brækurnar þann daginn og við vissum það allir en það er margt að byggja á eftir þennan leik fyrir næstu orustur. Við vissum að við værum komnir ansi neðarlega í holu og næstu níu leikir eru stiginn upp úr þessari holu. Við tókum allaveganna þrep í dag og getum aðeins andað léttar þótt við vildum fá öll þrjú.“ Skagamenn unnu óvæntan sigur á KR á KR-vellinum í fyrra en því fylgdu átta sigrar í næstu tíu leikjum. „Við fengum heilmikið út úr þeim leik úr sambærilegri stöðu og við vonumst til að byggja á þessum leik rétt eins og í fyrra. Það sem ég tek helst úr þessu er liðsheildin og baráttan sem strákarnir sýndu.“ Gunnlaugur vildi fá hendi dæmda á KR undir lokin en ÍA slapp sömuleiðis þegar mark var dæmt af KR. „Það voru furðulegar ákvarðanir á köflum, við fengum ekki vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendi KR-ings en það var svo mark dæmt af þeim svo það má segja að það hafi gengið á ýmsu hérna á lokamínútunum,“ sagði Gunnlaugur um velska gestadómarann og bætti við: „Svona er þetta stundum, þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður bæði fyrir hann og leikmenn og mér fannst allir aðilar gera vel í að gera þetta að fínum fótboltaleik. Strákarnir eiga hrós skilið eftir þennan leik.“ Willum: Þessar aðstæður varla boðlegar„Við förum héðan hundsvekktir sérstaklega þegar litið er til þess að hann flautar af okkur mark undir lokin þar sem erfitt var að sjá eitthvað brot,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leikslokum í kvöld. Aðstæðurnar á Akranesi voru erfiðar og gekk KR-ingum illa að fóta sig. „Það verður að segjast að þetta var varla boðlegt, ég verð að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir það að reyna þetta. Þetta snerist ekkert um að spila boltanum, frekar að fara eins stutta leið og mögulegt var og það var miður fyrir fótboltann að spila við þessar aðstæður,“ sagði Willum og bætti við: „Það er erfitt að ætlast til þess að honum sé frestað, við búum á Íslandi og hér er allra veðra von. Þetta var ekta september veður og maður gerir betri kröfur til veðursins í ágúst, sérstaklega eftir gott veður undanfarna daga,“ sagði Willum léttur. KR-ingar lentu í miklum vandræðum með að brjóta niður agað lið ÍA. „Það var ekki að hjálpa að það voru pollar á nokkrum stöðum á vellinum sem menn reyndu að forðast. Þeir voru að stoppa leikinn og menn leituðu frekar í að fara í langa bolta eins og bæði mörkin koma.“ Willum sagði það erfitt að gera kröfur um betri spilamennsku við þessar aðstæður. „Þetta er fótboltinn við svona aðstæður, kröftugur, mikið um návígi og baráttu um seinni boltann en okkur gekk vel að loka á þá fyrir utan nokkur færi í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt í fyrri hálfleik.“ Willum furðaði sig á dómgæslunni undir lokin þegar mark var dæmt af KR. „Ég sá ekki betur en að við höfum skorað löglegt mark, markmaðurinn var frá mínu sjónarhorni aldrei með hendurnar á boltanum og ég held að dómarinn hafi því miður gert mistök þar,“ sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla
Óskar Örn Hauksson var hetja KR-inga í 1-1 jafntefli gegn ÍA á Akranesi í Pepsi-deild karla í kvöld en aukaspyrna Óskars frá miðjunni bjargaði stigi fyrir gestina sem höfðu lítið ógnað fram að því. Skagamenn sem voru án sigurs í tæplega tvo mánuði komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki Ólafs Vals Valdimarssonar og leiddu verðskuldað í hálfleik. Voru Skagamenn líklegri til að bæta við mörkum í seinni hálfleik ásamt því að loka vel á KR-inga en fengu á sig grátlegt jöfnunarmark undir lokin. ÍA hefur úr nógu að vinna úr eftir þennan leik en allt annað var að sjá til liðsins en í 0-6 tapinu gegn Valsmönnum á dögunum. KR-ingar sem höfðu unnið þrjá leiki í röð fram að þessum stimpluðu sig í kvöld endanlega úr titilbaráttunni.Af hverju lauk leiknum með jafntefli? Skagamenn nýttu frídagana um helgina greinilega vel til að skoða KR-liðið vel og nýttu sér aðstæðurnar á vellinum í dag vel. Þeir stýrðu umferðinni og lokuðu á spil KR-inga í fyrri hálfleik og leiddu ef til vill verðskuldað í hálfleik eftir mark Ólafs Vals. Í seinni hálfleik settust þeir aftar á völlinn, leyfðu KR að halda boltanum en voru ógnandi í skyndisóknum sínum og hefðu svo sannarlega getað bætt við. Hægt er að tala um að viljinn hafi verið meiri hjá Skagamönnum í þessum leik. Það stefndi í raun ekkert í að KR myndi jafna leikinn þegar Óskar skoraði jöfnunarmarkið og voru KR-ingar ósáttir að fá sigurmark dæmt af sér á lokasekúndum leiksins.Þessir stóðu upp úr: Þrátt fyrir að hafa ekki komist á blað í leiknum voru Tryggvi Hrafn Haraldsson og Þórður Þ. Þórðarson sífellt að ógna varnarlínu KR með góðum hlaupum og ógnandi tilburðum. Gáfu þeir KR-ingum engan grið og voru fljótir að sækja á þegar færi gafst. Þá hélt miðvarðapar ÍA vel aftur af dönsku sóknarlínu KR sem var búið að spila vel í síðustu leikjum en Tobias Thomsen og André Bjerregaard sáust varla í leiknum úr vasa Skagamanna.Hvað gekk illa? Boðið var upp á sannkallað haust-veður eftir blíðuna undanfarna daga en liðin skiptust á að leika undan miklum vindi í rigningunni og gerði það að verkum að þau skiptust á að stjórna leiknum í sitt hvorum hálfleiknum. KR-ingar reyndu að halda boltanum niðri á jörðinni í fyrri hálfleik og fara á bak við bakverðina en það gekk afar sjaldan upp. Í seinni hálfleik léku þeir með vindinn í bakið en áttu í erfiðleikum með uppspilið og aðstæðurnar og létu vart reyna á Árna Snæ í marki ÍA.Hvað gerist næst? Skagamenn mæta Grindvíkingum sem hafa misst flugið undanfarnar vikur og getur Gunnlaugur Jónsson tekið margt úr leik dagsins til að byggja á í þeim leik. ÍA er áfram í botnsæti Pepsi-deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti en framundan eru algjörir lykilleikir gegn Grindavík og ÍBV. KR-ingar mæta toppliði Vals sem mætir til leiks í Frostaskjólinu eftir tap gegn FH í kvöld og getur KR opnað deildina upp á nýjan gátt fyrir FH og Stjörnuna takist þeim að næla í stig en KR-ingar þurfa á öllum stigum sem í boði eru í baráttu um sæti í Evrópu á næsta ári. Gunnlaugur: Gerðum í brækurnar í síðasta leik og vissum það allir„Við spiluðum gríðarlega góðan varnarleik og við fengum betri færin í seinni hálfleik. Við fengum nokkrum sinnum góð tækifæri til að koma okkur í enn betri stöðu en það er alltaf hættulegt að fá á sig aukaspyrnur undir lokin, sérstaklega þegar þú ert með spyrnumann eins og Óskar í herbúðum andstæðingsins. Það er erfitt að eiga við svona bolta og hann hitti hann vel.“ Allt annað var að sjá til Skagaliðsins eftir skellinn gegn Valsmönnum í síðustu umferð. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman, við gerðum í brækurnar þann daginn og við vissum það allir en það er margt að byggja á eftir þennan leik fyrir næstu orustur. Við vissum að við værum komnir ansi neðarlega í holu og næstu níu leikir eru stiginn upp úr þessari holu. Við tókum allaveganna þrep í dag og getum aðeins andað léttar þótt við vildum fá öll þrjú.“ Skagamenn unnu óvæntan sigur á KR á KR-vellinum í fyrra en því fylgdu átta sigrar í næstu tíu leikjum. „Við fengum heilmikið út úr þeim leik úr sambærilegri stöðu og við vonumst til að byggja á þessum leik rétt eins og í fyrra. Það sem ég tek helst úr þessu er liðsheildin og baráttan sem strákarnir sýndu.“ Gunnlaugur vildi fá hendi dæmda á KR undir lokin en ÍA slapp sömuleiðis þegar mark var dæmt af KR. „Það voru furðulegar ákvarðanir á köflum, við fengum ekki vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendi KR-ings en það var svo mark dæmt af þeim svo það má segja að það hafi gengið á ýmsu hérna á lokamínútunum,“ sagði Gunnlaugur um velska gestadómarann og bætti við: „Svona er þetta stundum, þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður bæði fyrir hann og leikmenn og mér fannst allir aðilar gera vel í að gera þetta að fínum fótboltaleik. Strákarnir eiga hrós skilið eftir þennan leik.“ Willum: Þessar aðstæður varla boðlegar„Við förum héðan hundsvekktir sérstaklega þegar litið er til þess að hann flautar af okkur mark undir lokin þar sem erfitt var að sjá eitthvað brot,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leikslokum í kvöld. Aðstæðurnar á Akranesi voru erfiðar og gekk KR-ingum illa að fóta sig. „Það verður að segjast að þetta var varla boðlegt, ég verð að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir það að reyna þetta. Þetta snerist ekkert um að spila boltanum, frekar að fara eins stutta leið og mögulegt var og það var miður fyrir fótboltann að spila við þessar aðstæður,“ sagði Willum og bætti við: „Það er erfitt að ætlast til þess að honum sé frestað, við búum á Íslandi og hér er allra veðra von. Þetta var ekta september veður og maður gerir betri kröfur til veðursins í ágúst, sérstaklega eftir gott veður undanfarna daga,“ sagði Willum léttur. KR-ingar lentu í miklum vandræðum með að brjóta niður agað lið ÍA. „Það var ekki að hjálpa að það voru pollar á nokkrum stöðum á vellinum sem menn reyndu að forðast. Þeir voru að stoppa leikinn og menn leituðu frekar í að fara í langa bolta eins og bæði mörkin koma.“ Willum sagði það erfitt að gera kröfur um betri spilamennsku við þessar aðstæður. „Þetta er fótboltinn við svona aðstæður, kröftugur, mikið um návígi og baráttu um seinni boltann en okkur gekk vel að loka á þá fyrir utan nokkur færi í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt í fyrri hálfleik.“ Willum furðaði sig á dómgæslunni undir lokin þegar mark var dæmt af KR. „Ég sá ekki betur en að við höfum skorað löglegt mark, markmaðurinn var frá mínu sjónarhorni aldrei með hendurnar á boltanum og ég held að dómarinn hafi því miður gert mistök þar,“ sagði Willum að lokum.