Eru bara 4,6 prósent lífeyrisþega í fátækt? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa, sem eru Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð, kemur fram að vernd gegn alvarlegri fátækt er náð með því að taka öryrkja út úr skýrslunni og bara á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera. Til að ná Íslandi í undir 4,6% fátækt hjá lífeyrissjóðsþegum varð að taka alla öryrkja út úr skýrslunni og sameina almannalífeyrissjóðskerfið við hið opinbera til að búa til eitt kerfi úr tveim gjörólíkum réttindakerfum, þar sem opinbera kerfið er helmingi betra en það almenna. Íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr opinbera kerfinu. Ísland er jafnframt eina landið þar sem lífeyrir úr opinbera kerfinu fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk segir í samanburðarskýrslunni um lífeyriskerfi þessara fimm landa. 4,6% fölsunin á fátækt er bara um 2.000 manns, en ef rétt hefði verið að staðið væru ekki undir 5.000 manns í lífeyrissjóðskerfinu í sárafátækt og um 15.000 manns í fátækt. Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 eru tölur frá 2013 um miðgildi ráðstöfunartekna notaðar á móti lágmarkslífeyri 2016. Öryrki hvort sem hann býr einn eða með fullfrískum launa- eða lífeyrisþega fær ekki að vera í skýrslunni. Þetta er gert til að ná lífeyrissjóðsgreiðslum til ellilífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk.Fáránlegur samanburður Að bera saman rangar upplýsingar um miðgildi lífeyristekna frá 2013 við 2016 og taka öryrkja út úr samanburðinum til að ná 4,6% lífeyrisþega undir fátæktarmörk er fáránlegt. Að gera þetta einnig með því að hræra saman opinbera lífeyrissjóðskerfinu við almenna kerfið er sorglegt. 400 þúsund króna tekjur í almenna lífeyrissjóðskerfinu í dag skila bara rúmlega 200 þúsund krónum í lífeyri, en rúmlega 300-400 þúsund krónum í opinbera kerfinu. Þá er eftir að skatta, skerða og gera keðjuverkandi skattaskerðingar á þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. 300 þúsund krónur eru fátæktarmörkin í dag og undir 200 þúsundum er sárafátækt og ríkið skattar við um 145 þúsund krónur. Skattbyrði á Íslandi er þriðja hæsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu, bara Svíþjóð og Danmörk hærri. Hátekjuskattur er lægri en hjá flestum nágrannaþjóðum og það á einnig við um fyrirtækja- og fjármagnsskatt. Innheimta Íslendingar um 45 milljörðum króna minna í þessa skatta en okkar næstu nágrannar. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi, um 90 milljarða króna? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Ríkið er ekki að borga krónu í lífeyri eldri borgara og öryrkja. Skattur, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar á lífeyrissjóðslaun duga vel fyrir því sem ríkið þykist vera að greiða og það er meira að segja afgangur. Ríkið græðir á lífeyrissjóðskerfinu. Ríkið á því strax að hætta að skatta fátækt, því það leiðir bara til sárafátæktar.Höfundur er varaformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa, sem eru Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð, kemur fram að vernd gegn alvarlegri fátækt er náð með því að taka öryrkja út úr skýrslunni og bara á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera. Til að ná Íslandi í undir 4,6% fátækt hjá lífeyrissjóðsþegum varð að taka alla öryrkja út úr skýrslunni og sameina almannalífeyrissjóðskerfið við hið opinbera til að búa til eitt kerfi úr tveim gjörólíkum réttindakerfum, þar sem opinbera kerfið er helmingi betra en það almenna. Íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr opinbera kerfinu. Ísland er jafnframt eina landið þar sem lífeyrir úr opinbera kerfinu fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk segir í samanburðarskýrslunni um lífeyriskerfi þessara fimm landa. 4,6% fölsunin á fátækt er bara um 2.000 manns, en ef rétt hefði verið að staðið væru ekki undir 5.000 manns í lífeyrissjóðskerfinu í sárafátækt og um 15.000 manns í fátækt. Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 eru tölur frá 2013 um miðgildi ráðstöfunartekna notaðar á móti lágmarkslífeyri 2016. Öryrki hvort sem hann býr einn eða með fullfrískum launa- eða lífeyrisþega fær ekki að vera í skýrslunni. Þetta er gert til að ná lífeyrissjóðsgreiðslum til ellilífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk.Fáránlegur samanburður Að bera saman rangar upplýsingar um miðgildi lífeyristekna frá 2013 við 2016 og taka öryrkja út úr samanburðinum til að ná 4,6% lífeyrisþega undir fátæktarmörk er fáránlegt. Að gera þetta einnig með því að hræra saman opinbera lífeyrissjóðskerfinu við almenna kerfið er sorglegt. 400 þúsund króna tekjur í almenna lífeyrissjóðskerfinu í dag skila bara rúmlega 200 þúsund krónum í lífeyri, en rúmlega 300-400 þúsund krónum í opinbera kerfinu. Þá er eftir að skatta, skerða og gera keðjuverkandi skattaskerðingar á þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. 300 þúsund krónur eru fátæktarmörkin í dag og undir 200 þúsundum er sárafátækt og ríkið skattar við um 145 þúsund krónur. Skattbyrði á Íslandi er þriðja hæsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu, bara Svíþjóð og Danmörk hærri. Hátekjuskattur er lægri en hjá flestum nágrannaþjóðum og það á einnig við um fyrirtækja- og fjármagnsskatt. Innheimta Íslendingar um 45 milljörðum króna minna í þessa skatta en okkar næstu nágrannar. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi, um 90 milljarða króna? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Ríkið er ekki að borga krónu í lífeyri eldri borgara og öryrkja. Skattur, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar á lífeyrissjóðslaun duga vel fyrir því sem ríkið þykist vera að greiða og það er meira að segja afgangur. Ríkið græðir á lífeyrissjóðskerfinu. Ríkið á því strax að hætta að skatta fátækt, því það leiðir bara til sárafátæktar.Höfundur er varaformaður Flokks fólksins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar