Norður-Kórea heitir því að láta Bandaríkin svara fyrir refsiaðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 15:23 Yfirvöld Norður-Kóreu hafa heitið því að láta „Bandaríkin borga“ fyrir að koma á refsiaðgerðum vegna kjarnorkuvopnatilrauna yfirvalda í Norður Kóreu. Þá staðfestir utanríkisráðherra Kína að yfirvöld þar í landi muni að öllu leyti standa við refsiaðgerðirnar. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, segir refsiaðgerðirnar, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á laugardag, vera „ofbeldisfullt brot á fullveldi þjóðarinnar.“ Þá hafnar Norður Kórea frekari viðræðum við þau ríki sem aðild eiga að refsiaðgerðunum, að því er segir í frétt BBC. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja enn fremur, í þessu fyrsta opinbera svari sínu við aðgerðum öryggisráðsins, að þau muni halda áfram prófunum á kjarnorkuvopnum og að lát á þeim sé ekki til umræðu. Í yfirlýsingu ríkisfréttastofunnar sagði meðal annars að yfirvöld landsins myndu láta Bandaríkin „borga fyrir glæp sinn dýru verði [...] svo nemi þúsundum skipta,“ og vísuðu þar til aðildar Bandaríkjanna að refsiaðgerðunum.Utanríkisráðherrar Norður Kóreu og Kína, Ri Yong Ho og Wang Yi, hittust á ráðstefnu ríkja í Suður-Asíu, sem haldin var í Manila á FIlippseyjum um helgina.Vísir/AfpKínverjar standa við refsiaðgerðirnar Þá staðfesti utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, á ráðstefnunni í Manila að Kínverjar ætli að öllu leyti að standa við refsiaðgerðirnar. Markmið refsiaðgerðanna er að letja útflutning Norður-Kóreu. Kína, eitt ríkjanna sem er með neitunarvald í öryggisráðinu og einn af helstu stuðningsmönnum yfirvalda í Norður-Kóreu, samþykkti meðal annars refsiaðgerðirnar. Haft hefur verið eftir Liu Jieyi, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, að þetta væri merki þess að mikil samstaða ríkti um andstöðu gegn kjarnorkumálum á Kóreuskaganum. Útflutningur Norður-Kóreu á kolum, járni, málmgrýti og sjávarfangi hefur verið bannaður með refsiaðgerðunum. Einnig hefur öðrum löndum verið bannað að stofna til nýrra viðskiptasamninga við yfirvöld í landinu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa heitið því að láta „Bandaríkin borga“ fyrir að koma á refsiaðgerðum vegna kjarnorkuvopnatilrauna yfirvalda í Norður Kóreu. Þá staðfestir utanríkisráðherra Kína að yfirvöld þar í landi muni að öllu leyti standa við refsiaðgerðirnar. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, segir refsiaðgerðirnar, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á laugardag, vera „ofbeldisfullt brot á fullveldi þjóðarinnar.“ Þá hafnar Norður Kórea frekari viðræðum við þau ríki sem aðild eiga að refsiaðgerðunum, að því er segir í frétt BBC. Stjórnvöld Norður-Kóreu segja enn fremur, í þessu fyrsta opinbera svari sínu við aðgerðum öryggisráðsins, að þau muni halda áfram prófunum á kjarnorkuvopnum og að lát á þeim sé ekki til umræðu. Í yfirlýsingu ríkisfréttastofunnar sagði meðal annars að yfirvöld landsins myndu láta Bandaríkin „borga fyrir glæp sinn dýru verði [...] svo nemi þúsundum skipta,“ og vísuðu þar til aðildar Bandaríkjanna að refsiaðgerðunum.Utanríkisráðherrar Norður Kóreu og Kína, Ri Yong Ho og Wang Yi, hittust á ráðstefnu ríkja í Suður-Asíu, sem haldin var í Manila á FIlippseyjum um helgina.Vísir/AfpKínverjar standa við refsiaðgerðirnar Þá staðfesti utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, á ráðstefnunni í Manila að Kínverjar ætli að öllu leyti að standa við refsiaðgerðirnar. Markmið refsiaðgerðanna er að letja útflutning Norður-Kóreu. Kína, eitt ríkjanna sem er með neitunarvald í öryggisráðinu og einn af helstu stuðningsmönnum yfirvalda í Norður-Kóreu, samþykkti meðal annars refsiaðgerðirnar. Haft hefur verið eftir Liu Jieyi, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, að þetta væri merki þess að mikil samstaða ríkti um andstöðu gegn kjarnorkumálum á Kóreuskaganum. Útflutningur Norður-Kóreu á kolum, járni, málmgrýti og sjávarfangi hefur verið bannaður með refsiaðgerðunum. Einnig hefur öðrum löndum verið bannað að stofna til nýrra viðskiptasamninga við yfirvöld í landinu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin loftskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. 5. ágúst 2017 20:20
Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30
Norður Kórea talin framleiða meira af kjarnorkuefnum en áætlað var Hitamyndir teknar á tímabilinu september 2016 til lok júní 2017 af Yongbyon kjarnorkuverinu benda til þess að aukið hefur verið við framleiðslu á plútóníum og úraníum. 22. júlí 2017 22:27
Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15
Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55