Golf

Ólafía: Búið að vera mjög strembið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir féll úr leik á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hún náði sér ekki á strik að þessu sinni.

„Þetta er búið að vera mjög strembið síðustu vikur. Ég hef spilað síðustu þrjár vikurnar og svo komst ég óvænt hingað inn.“

Ólafía spilaði mjög vel á opna skoska meistaramótinu um síðustu helgi og hafnaði í þrettánda sæti. Opna breska fer einnig fram í Skotlandi.

„Þetta er búið að vera smá álag en það var ótrúlega gaman að fá að vera hluti af Opna breska og gaman að vera í Skotlandi. Nú fæ ég að hvíla mig smá og sjá St. Andrew's.“

Ólafía kemur hingað til lands eftir helgina og mun halda styrktarmót á þriðjudag.

„Þetta er styrktarmót með KPMG til styrktar Barnaspítala Hringsins. Það verður ótrúlega gaman og ég vonast til að sjá sem flesta á GKG á þriðjudaginn. Það eru nokkrar stórstjörnur að mæta á svæðið og þetta verður svaka stuð.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×