Gott að eiga eldri vini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 11:45 Sveppi afslappaður þó að hann verði að fara að keyra af stað í veg fyrir Herjólf. Visir/Laufey Gætir þú hringt aðeins seinna. Ég er að pakka fyrir Vestmannaeyjaferð en get talað við þig á leiðinni til skips,“ segir Sveppi þegar ég falast eftir afmælisviðtali. Hann er á háheiðinni þegar ég slæ á þráðinn aftur og segir þar kjöraðstæður fyrir viðtal. Kveðst vera með hluta af fjölskyldunni í bílnum. „Ég er kominn með ungling, það verður að ferja hann til Eyja en peyjunum var skutlað upp í bústað til ömmu og afa. Þeir hafa það miklu betra þar.“ Þó Sveppi sé landsþekktur skemmtikraftur segist hann ekki ætla að skemmta neinum nema sjálfum sér í þessari ferð. Hann fer á Þjóðhátíð á margra ára fresti. „Ég fór síðast 2007, áður fór ég 2000 og þar áður 1993.“ En ætlar hann ekki að halda upp á fertugsafmælið? „Það verður nú eitthvað voða rólegt. Við verðum hjá vinafólki í Eyjum og það er aldrei að vita nema maður rífi tappann úr einni rauðri og borði góðan mat. Ég er enginn voðalegur afmælisstrákur sko. Held þó alltaf aðeins upp á afmælið, býð einhverjum í mat og svona, bara til að fagna því að tíminn er að líða. Svo verður konan mín fertug í nóvember, þá höldum við kannski partí.“ Sveppi er þekktur fyrir fíflagang og býst við að halda honum áfram þó í gamalli þulu um aldur mannsins standi „fertugur fullþroskaður“. „Ég hræðist aldurinn voða lítið, mér finnst bara gaman að verða fertugur. Svo á ég vin sem er fimmtugur og hann er ágætur og alveg hress. Það er stundum gott að eiga eldri vini, þá sér maður hvernig þetta verður. Ég er að fara til Íbísa að fagna fimmtugsafmælinu hans bráðum sem segir mér að það sé miklu meira stuð að verða fimmtugur.“ Önnur utanlandsferð er í kortunum því Sveppi elskar Rolling Stones og fer reglulega að hlusta á þá. „Þegar Stones ákveður að fara í tónleikaferðalag þá reynum við Ingvar bróðir alltaf að fara á stjá. Stones eru í Evróputúr og við þurfum bara að skjótast til Stokkhólms í október og sjá þá þar. Það verður geggjað.“ Nú er Sveppi beðinn að gera grein fyrir fjölskyldunni. „Unglingurinn hún Þórdís Katla verður fjórtán ára núna í ágúst. Bergur Ingi er tíu ára og svo er einn stubbur fimm ára sem heitir Arnaldur Flóki. Konan heitir Íris Ösp og er Bergþórsdóttir. Hún er fín. (Í lægri tón) Maður segir nú ekkert ljótt um hana meðan hún situr við hliðina á manni, maður verður að halda henni góðri!“ Sveppi heldur áfram akstrinum því hann þarf að ná austur í Landeyjahöfn áður en skipið leggur úr höfn. „Ég óska honum til hamingju með afmælið og kveðst búa til smá greinarstúf um hann. „Það er gott,“ svarar hann. „Þá getur mamma klippt eitthvað út og sett á ísskápinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Gætir þú hringt aðeins seinna. Ég er að pakka fyrir Vestmannaeyjaferð en get talað við þig á leiðinni til skips,“ segir Sveppi þegar ég falast eftir afmælisviðtali. Hann er á háheiðinni þegar ég slæ á þráðinn aftur og segir þar kjöraðstæður fyrir viðtal. Kveðst vera með hluta af fjölskyldunni í bílnum. „Ég er kominn með ungling, það verður að ferja hann til Eyja en peyjunum var skutlað upp í bústað til ömmu og afa. Þeir hafa það miklu betra þar.“ Þó Sveppi sé landsþekktur skemmtikraftur segist hann ekki ætla að skemmta neinum nema sjálfum sér í þessari ferð. Hann fer á Þjóðhátíð á margra ára fresti. „Ég fór síðast 2007, áður fór ég 2000 og þar áður 1993.“ En ætlar hann ekki að halda upp á fertugsafmælið? „Það verður nú eitthvað voða rólegt. Við verðum hjá vinafólki í Eyjum og það er aldrei að vita nema maður rífi tappann úr einni rauðri og borði góðan mat. Ég er enginn voðalegur afmælisstrákur sko. Held þó alltaf aðeins upp á afmælið, býð einhverjum í mat og svona, bara til að fagna því að tíminn er að líða. Svo verður konan mín fertug í nóvember, þá höldum við kannski partí.“ Sveppi er þekktur fyrir fíflagang og býst við að halda honum áfram þó í gamalli þulu um aldur mannsins standi „fertugur fullþroskaður“. „Ég hræðist aldurinn voða lítið, mér finnst bara gaman að verða fertugur. Svo á ég vin sem er fimmtugur og hann er ágætur og alveg hress. Það er stundum gott að eiga eldri vini, þá sér maður hvernig þetta verður. Ég er að fara til Íbísa að fagna fimmtugsafmælinu hans bráðum sem segir mér að það sé miklu meira stuð að verða fimmtugur.“ Önnur utanlandsferð er í kortunum því Sveppi elskar Rolling Stones og fer reglulega að hlusta á þá. „Þegar Stones ákveður að fara í tónleikaferðalag þá reynum við Ingvar bróðir alltaf að fara á stjá. Stones eru í Evróputúr og við þurfum bara að skjótast til Stokkhólms í október og sjá þá þar. Það verður geggjað.“ Nú er Sveppi beðinn að gera grein fyrir fjölskyldunni. „Unglingurinn hún Þórdís Katla verður fjórtán ára núna í ágúst. Bergur Ingi er tíu ára og svo er einn stubbur fimm ára sem heitir Arnaldur Flóki. Konan heitir Íris Ösp og er Bergþórsdóttir. Hún er fín. (Í lægri tón) Maður segir nú ekkert ljótt um hana meðan hún situr við hliðina á manni, maður verður að halda henni góðri!“ Sveppi heldur áfram akstrinum því hann þarf að ná austur í Landeyjahöfn áður en skipið leggur úr höfn. „Ég óska honum til hamingju með afmælið og kveðst búa til smá greinarstúf um hann. „Það er gott,“ svarar hann. „Þá getur mamma klippt eitthvað út og sett á ísskápinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira