Þau temja tófur sem gæludýr í Arnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2017 21:30 Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns má sjá hér að ofan. Á íslenskum sveitabæjum í gegnum tíðina hefur tófan iðulega verið talin hið versta óhræsi. En ekki á Laugabóli við Arnarfjörð. Árni B. Erlingsson og fjölskylda stunda þar hrossarækt og leigja út gistiherbergi fyrir ferðamenn og njóta þess að hafa heitt vatn í sundlaug og til húsahitunar. En það eru yrðlingarnir sem jafnan stela senunni. „Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, - þeir einu sem fengu að lifa af sjö. „Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni. Finnsk vinnustúlka á bænum, Mari Kemppainen, segist hafa mikla ánægju af yrðlingunum og hún laugar þá reglulega með vatni úr heita pottinum. Hluti tamningarinnar er að lauga yrðlingana. Baðið er jafnframt til halda þeim hreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún segir það hluta af tamningunni að baða þá en einnig til að kenna þeim að þetta sé allt í lagi, það sé ekki sárt. „Líka til að hafa þá hreinni, - í smástund,” segir Mari. -En er ekkert mál að temja villtan ref? „Nei, það er ekkert mál. En þetta temst aðeins verr en hundur. Við skulum segja að þetta sé eins og lélegur hundur í tamningu. Eftir að við erum búnir að hafa þá í taumi í tvo-þrjá mánuði, þá getur þetta fylgt okkur bara eins og hundur,” segir Árni. Stöð 2 heimsótti Árna á Laugabóli einnig haustið 2010 en þann þátt má sjá hér. Dýr Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á afskekktum sveitabæ við Arnarfjörð hafa menn tekið upp á því að ala refi sem gæludýr. Bóndinn segir að eftir nokkrar vikur í tamningu fylgi refurinn þér eins og hundur. Frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns má sjá hér að ofan. Á íslenskum sveitabæjum í gegnum tíðina hefur tófan iðulega verið talin hið versta óhræsi. En ekki á Laugabóli við Arnarfjörð. Árni B. Erlingsson og fjölskylda stunda þar hrossarækt og leigja út gistiherbergi fyrir ferðamenn og njóta þess að hafa heitt vatn í sundlaug og til húsahitunar. En það eru yrðlingarnir sem jafnan stela senunni. „Við höfum bara oft haft yrðlinga hér sem gæludýr og við höfum oft getað haft þá í nokkur ár,” segir Árni bóndi á Laugabóli. Árni B. Erlingsson, bóndi á Laugabóli við Arnarfjörð. Fyrir aftan er hin finnska Mari að sinna yrðlingunum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Yrðlingarnir tveir, sem nú eru á bænum, komu úr greni sem refaskyttur unnu í vor, - þeir einu sem fengu að lifa af sjö. „Við biðjum nú bara refaveiðimenn, sem eru að vinna greni, um að hlífa einum eða tveimur fyrir okkur. Og þeir færa okkur þetta. Svo höfum við þá bara hér eins og gæludýr, núna aðallega fyrir ferðamennina, því núna erum við komin í ferðaþjónustu. Ásamt lauginni hefur þetta bara töluvert aðdráttarafl,” segir Árni. Finnsk vinnustúlka á bænum, Mari Kemppainen, segist hafa mikla ánægju af yrðlingunum og hún laugar þá reglulega með vatni úr heita pottinum. Hluti tamningarinnar er að lauga yrðlingana. Baðið er jafnframt til halda þeim hreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hún segir það hluta af tamningunni að baða þá en einnig til að kenna þeim að þetta sé allt í lagi, það sé ekki sárt. „Líka til að hafa þá hreinni, - í smástund,” segir Mari. -En er ekkert mál að temja villtan ref? „Nei, það er ekkert mál. En þetta temst aðeins verr en hundur. Við skulum segja að þetta sé eins og lélegur hundur í tamningu. Eftir að við erum búnir að hafa þá í taumi í tvo-þrjá mánuði, þá getur þetta fylgt okkur bara eins og hundur,” segir Árni. Stöð 2 heimsótti Árna á Laugabóli einnig haustið 2010 en þann þátt má sjá hér.
Dýr Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46