Haustverkin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Á meðan tímarnir breytast og mennirnir með þá er stundum eins og stjórnmálin og stjórnsýslan lúti öðrum lögmálum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt en í flestum tilfellum er þó betra að þessir hlutir haldist í hendur. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefur mikil framþróun átt sér stað á undanförnum árum á ýmsum sviðum en annað setið á hakanum. Í haust verður lagt kapp á að bæta úr nokkrum af þessum þáttum, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Ýmis stór mál eru í vinnslu, bæði á vettvangi endurskoðunarnefndar búvörusamninga og sáttanefndar í sjávarútvegi. Önnur mál en ekki síður mikilvæg eru langt komin í meðförum ráðuneytisins. Þessa stundina er til að mynda unnið hörðum höndum að lausn á vanda sauðfjárbænda sem sjá fram á erfiða tíma í haust af ýmsum ástæðum. Mikilvægt er að sú lausn bæti annmarka núverandi kerfis í stað að festa þá enn frekar í sessi. Sama gildir um tillögur að breytingum á úthlutun byggðakvóta þar sem lögð er áhersla á meiri sveigjanleika og fyrirsjáanleika fyrir sveitarfélög vítt og breitt um landið. Breytingar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins eru einnig fyrirhugaðar sem og nýtt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta. Síðast en ekki síst verður skerpt á umhverfi fiskeldis með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp þessa mikilvægu atvinnugrein án þess að allt verði brjálað. Með öðrum orðum, að ná jafnvægi milli nýtingar og verndar. Íslenskur samtími er og á að vera kröfuharður. Á sama tíma og neytendur vilja frelsi í innkaupum og bændur sem aðrir atvinnurekendur frelsi til athafna þá takast á markaðs-, manneldis-, byggða-, og umhverfissjónarmið sem nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld hverju sinni að taka tillit til. Ísland er umhverfisvænt matvælaland með heilnæmi og ferskleika sem sitt aðalsmerki. Haustverkin sem fram undan eru verða vonandi til þess fallin að svo megi verða áfram, íslenskri matvælaframleiðslu og almenningi til heilla.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á meðan tímarnir breytast og mennirnir með þá er stundum eins og stjórnmálin og stjórnsýslan lúti öðrum lögmálum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt en í flestum tilfellum er þó betra að þessir hlutir haldist í hendur. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu hefur mikil framþróun átt sér stað á undanförnum árum á ýmsum sviðum en annað setið á hakanum. Í haust verður lagt kapp á að bæta úr nokkrum af þessum þáttum, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi. Ýmis stór mál eru í vinnslu, bæði á vettvangi endurskoðunarnefndar búvörusamninga og sáttanefndar í sjávarútvegi. Önnur mál en ekki síður mikilvæg eru langt komin í meðförum ráðuneytisins. Þessa stundina er til að mynda unnið hörðum höndum að lausn á vanda sauðfjárbænda sem sjá fram á erfiða tíma í haust af ýmsum ástæðum. Mikilvægt er að sú lausn bæti annmarka núverandi kerfis í stað að festa þá enn frekar í sessi. Sama gildir um tillögur að breytingum á úthlutun byggðakvóta þar sem lögð er áhersla á meiri sveigjanleika og fyrirsjáanleika fyrir sveitarfélög vítt og breitt um landið. Breytingar á samkeppnisstöðu mjólkuriðnaðarins eru einnig fyrirhugaðar sem og nýtt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta. Síðast en ekki síst verður skerpt á umhverfi fiskeldis með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp þessa mikilvægu atvinnugrein án þess að allt verði brjálað. Með öðrum orðum, að ná jafnvægi milli nýtingar og verndar. Íslenskur samtími er og á að vera kröfuharður. Á sama tíma og neytendur vilja frelsi í innkaupum og bændur sem aðrir atvinnurekendur frelsi til athafna þá takast á markaðs-, manneldis-, byggða-, og umhverfissjónarmið sem nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld hverju sinni að taka tillit til. Ísland er umhverfisvænt matvælaland með heilnæmi og ferskleika sem sitt aðalsmerki. Haustverkin sem fram undan eru verða vonandi til þess fallin að svo megi verða áfram, íslenskri matvælaframleiðslu og almenningi til heilla.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar