„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2017 13:03 Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um helgina. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins í vetur þar sem varaformaðurinn mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu og formaðurinn myndi fagna mótframboði á landsfundi komi það fram. Flokksráð Vinstri grænna undirbýr nú komandi vetur en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir að aðgerðir þurfi strax til að snúa af braut ójöfnuðar þar sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki áhuga á því. Katrín segir ríkisstjórnina veika og ósamstæða sem bitni á að mikilvæg málefni bíði á kostnað almennings „Það sem við sjáum með þessa ríkisstjórn og hennar samstarf þá virðist það í raun og veru snúast um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstefnu, skattastefnu og sveltistefnu gagnvart almannagæðunum,“ segir Katrín.Meira um orð en athafnir„Við erum ekki að sjá staðið undir þeim væntingum sem, að minnsta kosti sumir, stjórnarflokka höfðu uppi í kosningunum," bætir hún við og nefnir „miklar kerfisbreytingar“ í því samhengi. Þar hafi verið meira um orð en athafnir að mati Katrínar.Björn Valur Gíslason tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju.Vísir/GVA„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og á meðan bíður almenningur eftir því að sjá þá raunverulegu uppbyggingu innviða sem lofað var fyrir síðustu kosningar.“ Á fundinum um helgina er einnig fjallað sérstaklega um sveitastjórnakosningarnar á næsta ári en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Katrín segir VG leggja áherslu á þau mál sem „snerta okkur öll í nærumhverfinu.“ Hún segir skólamálin hafa sérstaklega borið á góma á flokksþinginu, það sé mikilvægur málaflokkur þar sem þarf að horfa til framtíðar. Undirbúningur fyrir landsfund flokksins er einnig hafinn en málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis-, efnahags-, velferðar- og sveitarstjórnarmálum sem verður borið undir landsfund sem fer fram 6.-8. oktober næstkomandi. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins en Björn Valur Gíslason, varaformaður flokksins, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stóli varaformanns.Katrín segir VG hafa gengið vel, til að mynda í síðustu þingkosningum og þá hafi skoðanakannanir komið ágætlega út fyrir flokkinn. „Það hefur verið mikill kraftur í okkar flokki, hvort sem það eru almennir félagar eða kjörnir fulltrúar,“ segir Katrín og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að landsfundurinn verði „fjörugur.“ Aðspurð um hugsanlega mótframboð segir Katrín að hún myndi fagna því, kæmi það fram. Alþingi Tengdar fréttir Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um helgina. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins í vetur þar sem varaformaðurinn mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu og formaðurinn myndi fagna mótframboði á landsfundi komi það fram. Flokksráð Vinstri grænna undirbýr nú komandi vetur en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir að aðgerðir þurfi strax til að snúa af braut ójöfnuðar þar sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki áhuga á því. Katrín segir ríkisstjórnina veika og ósamstæða sem bitni á að mikilvæg málefni bíði á kostnað almennings „Það sem við sjáum með þessa ríkisstjórn og hennar samstarf þá virðist það í raun og veru snúast um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstefnu, skattastefnu og sveltistefnu gagnvart almannagæðunum,“ segir Katrín.Meira um orð en athafnir„Við erum ekki að sjá staðið undir þeim væntingum sem, að minnsta kosti sumir, stjórnarflokka höfðu uppi í kosningunum," bætir hún við og nefnir „miklar kerfisbreytingar“ í því samhengi. Þar hafi verið meira um orð en athafnir að mati Katrínar.Björn Valur Gíslason tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju.Vísir/GVA„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og á meðan bíður almenningur eftir því að sjá þá raunverulegu uppbyggingu innviða sem lofað var fyrir síðustu kosningar.“ Á fundinum um helgina er einnig fjallað sérstaklega um sveitastjórnakosningarnar á næsta ári en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Katrín segir VG leggja áherslu á þau mál sem „snerta okkur öll í nærumhverfinu.“ Hún segir skólamálin hafa sérstaklega borið á góma á flokksþinginu, það sé mikilvægur málaflokkur þar sem þarf að horfa til framtíðar. Undirbúningur fyrir landsfund flokksins er einnig hafinn en málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis-, efnahags-, velferðar- og sveitarstjórnarmálum sem verður borið undir landsfund sem fer fram 6.-8. oktober næstkomandi. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins en Björn Valur Gíslason, varaformaður flokksins, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stóli varaformanns.Katrín segir VG hafa gengið vel, til að mynda í síðustu þingkosningum og þá hafi skoðanakannanir komið ágætlega út fyrir flokkinn. „Það hefur verið mikill kraftur í okkar flokki, hvort sem það eru almennir félagar eða kjörnir fulltrúar,“ segir Katrín og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að landsfundurinn verði „fjörugur.“ Aðspurð um hugsanlega mótframboð segir Katrín að hún myndi fagna því, kæmi það fram.
Alþingi Tengdar fréttir Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53