UFC-goðsögnin og kvikmyndastjarnan Randy Couture þekkir bardagabransann vel en hann hefur afar litla trú á Conor McGregor í boxbardaganum gegn Floyd Mayweather.
„Ég myndi segja að Conor ætti svona 10 prósent möguleika á því að vinna Mayweather. Hann er örvhentur og mun ekki berjast eins og Floyd er vanur að menn berjist á móti honum,“ sagði Couture en hann er í heiðurshöll UFC og fyrrum hermaður.
„Conor er líka yngri og hærri. Það er jákvætt fyrir hann en þegar allt er talið er þetta boxbardagi á móti einum besta varnarboxara allra tíma.“
Couture barðist um titil sextán sinnum sem er met og hann er algjör goðsögn í UFC-heiminum. Hann hefur svo gert það gott í kvikmyndabransanum þar sem hann lék meðal annars í Expendables-myndunum hans Sylvester Stallone.
Bardagi Conors og Mayweather þann 26. ágúst verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Kaupa má áskrift á 365.is.
Couture: Conor á tíu prósent möguleika gegn Mayweather

Tengdar fréttir

Fyrsti upphitunarþátturinn frá Conor
Það eru margir að hita upp fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. Þar á meðal Conor sjálfur sem lætur framleiða sína eigin þætti.

Bardagi aldarinnar verður í beinni á Stöð 2 Sport
Hnefaleikabardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Hluti af undirbúningi Mayweather var að komast að því hvað Conor finnst gott að borða
Bandaríski boxarinn Floyd Mayweather segist hafa unnið heimavinnuna sína um bardagamanninn Conor McGregor en framundan er boxbardagi á milli þeirra í Las Vegas 26. ágúst næstkomandi.