Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2017 11:26 Myndbandi Daily Caller fylgdi kaldhæðinn texti um að mótmælendur ættu alltaf að líta til beggja hliða áður en þeir lokuðu götum. Skjáskot/Daily Caller Vefsíða Fox News, íhaldssömu sjónvarpsstöðvarinnar, deildi „kennslumyndbandi“ um hvernig ætti að aka bíl á mótmælendur í janúar. Myndbandið var fjarlægt eftir að nýnasisti ók inn í hóp mótmælenda og varð konu að bana um helgina. Myndbandið birtist upphaflega á hægrisíðunni Daily Caller, sem Tucker Carlson, aðalþáttastjórnandi Fox News, stofnaði, 28. janúar. Það var sami dagur og mikil mótmæli brutust út gegn ferðabanni Donalds Trump forseta á íbúa múslimalanda. „Hér er safn af bílum og trukkum að ýta frjálslyndum mótmælendum burt. Kynnið ykkur tæknina; hún gæti reynst gagnleg næstu fjögur árin,“ stóð í lýsingu á myndbandinu á Daily Caller. Undir myndunum af bílum sem aka á fólk, sumir á verulegum hraða, er leikin tökuútgáfa af lagi rapparans Ludacris „Færðu þig, tík“ [e Move Bitch], að því er segir í frétt vefsíðunnar Slate. Fox Nation, hluti vefsíðu Fox News sem deilir fréttum og greinum frá öðrum vefsíðum, deildi myndbandinu í kjölfarið.Meðfylgjandi myndband frá Daily Caller er ekki fyrir viðkvæma. Það sýnir meðal annars bíla sem er ekið á töluverðum hraða á fólk.Fantasía af hægri vængnum síðustu árinEftir að bandarískir miðlar rifjuðu myndbandið upp eftir hryðjuverkið í Charlottesville þar sem tvítugur maður sem er sagður hallur undir nasisma ók inn í hóp mótmælenda tók Fox News hlekkinn á myndbandið niður og sagðist iðrast þess að hafa birt það. Daily Caller tók myndbandið einnig niður. Henry Grabar, blaðamaður Slate, bendir hins vegar á að fantasíur um að aka niður mótmælendur hafi verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála allt frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi undir merkjum hreyfingarinnar Svört líf skipta máli hófust fyrir fjórum árum. Þannig hefur slagorðið „Keyrið yfir þá“ verið svar magra öfgahægrimanna við mótmælum víða um Bandaríkin. Ríkisþingmenn repúblikana hafa lagt fram frumvörp í að minnsta kosti sex ríkjum um að fría ökumenn ábyrgð sem aka á mótmælendur sem loka vegum eða götum, að því er segir í frétt Gizmodo. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Vefsíða Fox News, íhaldssömu sjónvarpsstöðvarinnar, deildi „kennslumyndbandi“ um hvernig ætti að aka bíl á mótmælendur í janúar. Myndbandið var fjarlægt eftir að nýnasisti ók inn í hóp mótmælenda og varð konu að bana um helgina. Myndbandið birtist upphaflega á hægrisíðunni Daily Caller, sem Tucker Carlson, aðalþáttastjórnandi Fox News, stofnaði, 28. janúar. Það var sami dagur og mikil mótmæli brutust út gegn ferðabanni Donalds Trump forseta á íbúa múslimalanda. „Hér er safn af bílum og trukkum að ýta frjálslyndum mótmælendum burt. Kynnið ykkur tæknina; hún gæti reynst gagnleg næstu fjögur árin,“ stóð í lýsingu á myndbandinu á Daily Caller. Undir myndunum af bílum sem aka á fólk, sumir á verulegum hraða, er leikin tökuútgáfa af lagi rapparans Ludacris „Færðu þig, tík“ [e Move Bitch], að því er segir í frétt vefsíðunnar Slate. Fox Nation, hluti vefsíðu Fox News sem deilir fréttum og greinum frá öðrum vefsíðum, deildi myndbandinu í kjölfarið.Meðfylgjandi myndband frá Daily Caller er ekki fyrir viðkvæma. Það sýnir meðal annars bíla sem er ekið á töluverðum hraða á fólk.Fantasía af hægri vængnum síðustu árinEftir að bandarískir miðlar rifjuðu myndbandið upp eftir hryðjuverkið í Charlottesville þar sem tvítugur maður sem er sagður hallur undir nasisma ók inn í hóp mótmælenda tók Fox News hlekkinn á myndbandið niður og sagðist iðrast þess að hafa birt það. Daily Caller tók myndbandið einnig niður. Henry Grabar, blaðamaður Slate, bendir hins vegar á að fantasíur um að aka niður mótmælendur hafi verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála allt frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi undir merkjum hreyfingarinnar Svört líf skipta máli hófust fyrir fjórum árum. Þannig hefur slagorðið „Keyrið yfir þá“ verið svar magra öfgahægrimanna við mótmælum víða um Bandaríkin. Ríkisþingmenn repúblikana hafa lagt fram frumvörp í að minnsta kosti sex ríkjum um að fría ökumenn ábyrgð sem aka á mótmælendur sem loka vegum eða götum, að því er segir í frétt Gizmodo.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00