Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2017 11:26 Myndbandi Daily Caller fylgdi kaldhæðinn texti um að mótmælendur ættu alltaf að líta til beggja hliða áður en þeir lokuðu götum. Skjáskot/Daily Caller Vefsíða Fox News, íhaldssömu sjónvarpsstöðvarinnar, deildi „kennslumyndbandi“ um hvernig ætti að aka bíl á mótmælendur í janúar. Myndbandið var fjarlægt eftir að nýnasisti ók inn í hóp mótmælenda og varð konu að bana um helgina. Myndbandið birtist upphaflega á hægrisíðunni Daily Caller, sem Tucker Carlson, aðalþáttastjórnandi Fox News, stofnaði, 28. janúar. Það var sami dagur og mikil mótmæli brutust út gegn ferðabanni Donalds Trump forseta á íbúa múslimalanda. „Hér er safn af bílum og trukkum að ýta frjálslyndum mótmælendum burt. Kynnið ykkur tæknina; hún gæti reynst gagnleg næstu fjögur árin,“ stóð í lýsingu á myndbandinu á Daily Caller. Undir myndunum af bílum sem aka á fólk, sumir á verulegum hraða, er leikin tökuútgáfa af lagi rapparans Ludacris „Færðu þig, tík“ [e Move Bitch], að því er segir í frétt vefsíðunnar Slate. Fox Nation, hluti vefsíðu Fox News sem deilir fréttum og greinum frá öðrum vefsíðum, deildi myndbandinu í kjölfarið.Meðfylgjandi myndband frá Daily Caller er ekki fyrir viðkvæma. Það sýnir meðal annars bíla sem er ekið á töluverðum hraða á fólk.Fantasía af hægri vængnum síðustu árinEftir að bandarískir miðlar rifjuðu myndbandið upp eftir hryðjuverkið í Charlottesville þar sem tvítugur maður sem er sagður hallur undir nasisma ók inn í hóp mótmælenda tók Fox News hlekkinn á myndbandið niður og sagðist iðrast þess að hafa birt það. Daily Caller tók myndbandið einnig niður. Henry Grabar, blaðamaður Slate, bendir hins vegar á að fantasíur um að aka niður mótmælendur hafi verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála allt frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi undir merkjum hreyfingarinnar Svört líf skipta máli hófust fyrir fjórum árum. Þannig hefur slagorðið „Keyrið yfir þá“ verið svar magra öfgahægrimanna við mótmælum víða um Bandaríkin. Ríkisþingmenn repúblikana hafa lagt fram frumvörp í að minnsta kosti sex ríkjum um að fría ökumenn ábyrgð sem aka á mótmælendur sem loka vegum eða götum, að því er segir í frétt Gizmodo. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Vefsíða Fox News, íhaldssömu sjónvarpsstöðvarinnar, deildi „kennslumyndbandi“ um hvernig ætti að aka bíl á mótmælendur í janúar. Myndbandið var fjarlægt eftir að nýnasisti ók inn í hóp mótmælenda og varð konu að bana um helgina. Myndbandið birtist upphaflega á hægrisíðunni Daily Caller, sem Tucker Carlson, aðalþáttastjórnandi Fox News, stofnaði, 28. janúar. Það var sami dagur og mikil mótmæli brutust út gegn ferðabanni Donalds Trump forseta á íbúa múslimalanda. „Hér er safn af bílum og trukkum að ýta frjálslyndum mótmælendum burt. Kynnið ykkur tæknina; hún gæti reynst gagnleg næstu fjögur árin,“ stóð í lýsingu á myndbandinu á Daily Caller. Undir myndunum af bílum sem aka á fólk, sumir á verulegum hraða, er leikin tökuútgáfa af lagi rapparans Ludacris „Færðu þig, tík“ [e Move Bitch], að því er segir í frétt vefsíðunnar Slate. Fox Nation, hluti vefsíðu Fox News sem deilir fréttum og greinum frá öðrum vefsíðum, deildi myndbandinu í kjölfarið.Meðfylgjandi myndband frá Daily Caller er ekki fyrir viðkvæma. Það sýnir meðal annars bíla sem er ekið á töluverðum hraða á fólk.Fantasía af hægri vængnum síðustu árinEftir að bandarískir miðlar rifjuðu myndbandið upp eftir hryðjuverkið í Charlottesville þar sem tvítugur maður sem er sagður hallur undir nasisma ók inn í hóp mótmælenda tók Fox News hlekkinn á myndbandið niður og sagðist iðrast þess að hafa birt það. Daily Caller tók myndbandið einnig niður. Henry Grabar, blaðamaður Slate, bendir hins vegar á að fantasíur um að aka niður mótmælendur hafi verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála allt frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi undir merkjum hreyfingarinnar Svört líf skipta máli hófust fyrir fjórum árum. Þannig hefur slagorðið „Keyrið yfir þá“ verið svar magra öfgahægrimanna við mótmælum víða um Bandaríkin. Ríkisþingmenn repúblikana hafa lagt fram frumvörp í að minnsta kosti sex ríkjum um að fría ökumenn ábyrgð sem aka á mótmælendur sem loka vegum eða götum, að því er segir í frétt Gizmodo.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00