Fótbolti

Nýjasta stjarnan á Anfield leiddi Carragher inn á völlinn fyrir átta árum | Mynd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Trent Alexander-Arnold átti frábæran leik fyrir Liverpool í gær.
Trent Alexander-Arnold átti frábæran leik fyrir Liverpool í gær. vísir/getty
Hinn 18 ára gamli Trent Alexander-Arnold kom Liverpool á bragðið gegn Hoffenheim í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu í gær.

Hægri bakvörðurinn efnilegi kom Liverpool í 0-1 með marki beint úr aukaspyrnu á 35. mínútu. Håvard Nordtveit skoraði sjálfsmark á 74. mínútu áður en Mark Uth minnkaði muninn í 1-2 þremur mínútum fyrir leikslok.

Alexander-Arnold var hrósað í hástert fyrir aukaspyrnumarkið og frammistöðu sína í leiknum.

Jamie Carragher birti m.a. mynd af sér með 11 ára gömlum Alexander-Arnold fyrir leik gegn Leeds United í enska deildabikarnum árið 2009.

Þá var Alexander-Arnold lukkudrengur og leiddi Carragher inn á völlinn en nú átta árum seinna er hann að spila og skora með Liverpool í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir

Simon Mignolet er algjör vítabani

Simon Mignolet, markvörður Liverpool, var betri en enginn í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu strax á 12. mínútu í fyrri leik Liverpool og Hoffenheim í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Gott Evrópukvöld hjá Liverpool í Þýskalandi

Liverpool steig í kvöld stórt skref í átt að riðlakeppni Meistaradeildarinnar með 2-1 útisigri á Hoffenheim í fyrri leik liðanna í umspilinu um laust sæti í Meistaradeildinni.

Klopp: Allt í lagi úrslit

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekkert alltof ánægður eftir 2-1 sigur Liverpool á Hoffenheim í Þýskalandi í kvöld en þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×