Landsliðskonan Elín Metta Jensen sýndi frábær tilþrif þegar hún skoraði annað mark Vals í 2-0 sigri á Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Á 75. mínútu tók Pála Marie Einarsdóttir langt innkast inn á vítateig Blika. Elín Metta tók við boltanum en var fljótt umkringd varnarmönnum gestanna.
En með skemmtilegum snúning á endalínunni tók hún tvo varnarmenn Breiðabliks úr leik. Þegar Elín Metta kom að markteigslínunni vinstra megin þrumaði hún boltanum svo upp í þaknetið og kom Val í 2-0.
Þetta var áttunda mark Elínar Mettu í Pepsi-deildinni í sumar. Hún er markahæsti leikmaður Vals á tímabilinu.
Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Vals og það var heldur ekki af verri endanum. Hún fékk þá boltann inni í vítateig Blika og lyfti honum í fjærhornið framhjá Sonný Láru Þráinsdóttur.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Nánar má lesa leik Vals og Breiðabliks með því að smella hér.
Sjáðu frábær tilþrif Elínar Mettu
Tengdar fréttir

Langþráður sigur FH-inga
Eftir þrjá leiki í röð án þess að fá stig eða skora mark vann FH 1-0 sigur á Haukum í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Stjörnunni og ÍBV tókst ekki að færa sér mistök Þórs/KA í nyt | Myndir
Stjarnan og ÍBV skildu jöfn, 2-2, á Samsung-vellinum í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur 2 - 0 Breiðablik | Sterkur heimasigur hjá Valskonum
Valur vann sterkan 2-0 heimasigur á Breiðabliki í Pepsi deild kvenna í kvöld. Önnur úrslit í kvöld voru þeim hagstæð og spurning hvort þær eigi enn möguleika á að blanda sér í titilbaráttuna.

Söndrurnar komu toppliðinu til bjargar
Fylkir var hársbreidd frá því að vinna topplið Þórs/KA í fyrsta leik Árbæinga undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Lokatölur 3-3.

Katrín skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR síðan 2009 í mikilvægum sigri
Katrín Ómarsdóttir sneri aftur í lið KR og skoraði í 1-3 sigri Vesturbæinga á Grindavík suður með sjó í Pepsi-deild kvenna í kvöld.