Helmingur repúblikana til í að fresta kosningum ákvæði Trump það Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 13:48 Stór hluti stuðningsmanna repúblikana er tilbúinn að víkja lýðræðinu til hliðar ef það er vilji forystumanna þeirra. Vísir/AFP Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins myndi styðja að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020 ef Donald Trump forseti legði það til. Meirihluti þeirra trúir að milljónir manna hafi kosið í síðustu kosningum án þess að hafa rétt til þess. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem tveir aðstoðarprófessorar við Pennsylvaníu- og Yeshivaháskóla gerðu í júní og þeir segja frá í grein í Washington Post í dag. Könnunin beindist að fólki sem skilgreinir sig sem fylgjandi Repúblikanaflokknum og tengdust spurningarnar rakalausum fullyrðingum Trump um að hann hefði hlotið flest atkvæði í kosningunum í fyrra ef milljónir manna hefðu ekki kosið ólöglega. Trump hlaut flesta kjörmenn í kosningunum þrátt fyrir að Hillary Clinton hefði hlotið flest greidd atkvæði á landsvísu.Almenn trú á víðtækt kosningasvindl Í ljós kom að 47% svarenda trúðu því að Trump hefði í raun hlotið flest atkvæði og 68% að milljónir óskráðra innflytjenda hafi kosið. Nærri því þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum repúblikana telja að kosningasvindl sé nokkuð eða mjög algengt. Meiri athygli vekur að 52% sögðust myndu styðja að fresta forsetakosningunum 2020 þangað til að hægt væri að tryggja aðeins bandarískir borgarar gætu greitt atkvæði ef Donald Trump legði það til. Hlutfallið hækkaði í 56% ef repúblikanar á Bandaríkjaþingi legðu það til með Trump.Sýnir hversu langt sumir myndu gangaHvorki Trump né aðrir repúblikanar hafa gefið í skyn að kosningunum gæti mögulega verið frestað af þessum eða öðrum ástæðum. Trump skipaði hins vegar nefnd sem á að rannsaka kosningasvindlið sem hann fullyrðir að hafi átt sér stað, þrátt fyrir að engar haldbærar vísbendingar hafi komið fram um að það eigi við rök að styðjast. Könnunin er hins vegar mælikvarði á hversu langt sumir stuðningsmenn repúblikana eru tilbúnir að ganga í stuðningi sínum við Trump forseta, að mati Ariel Malka, aðstoðarprófessors í sálfræði við Yeshiwa-háskóla og Yphtach Lelkes, aðstoðarprófessors við Annenberg-samskiptaskólans við Penyslvanínuháskóla. Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins myndi styðja að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020 ef Donald Trump forseti legði það til. Meirihluti þeirra trúir að milljónir manna hafi kosið í síðustu kosningum án þess að hafa rétt til þess. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem tveir aðstoðarprófessorar við Pennsylvaníu- og Yeshivaháskóla gerðu í júní og þeir segja frá í grein í Washington Post í dag. Könnunin beindist að fólki sem skilgreinir sig sem fylgjandi Repúblikanaflokknum og tengdust spurningarnar rakalausum fullyrðingum Trump um að hann hefði hlotið flest atkvæði í kosningunum í fyrra ef milljónir manna hefðu ekki kosið ólöglega. Trump hlaut flesta kjörmenn í kosningunum þrátt fyrir að Hillary Clinton hefði hlotið flest greidd atkvæði á landsvísu.Almenn trú á víðtækt kosningasvindl Í ljós kom að 47% svarenda trúðu því að Trump hefði í raun hlotið flest atkvæði og 68% að milljónir óskráðra innflytjenda hafi kosið. Nærri því þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum repúblikana telja að kosningasvindl sé nokkuð eða mjög algengt. Meiri athygli vekur að 52% sögðust myndu styðja að fresta forsetakosningunum 2020 þangað til að hægt væri að tryggja aðeins bandarískir borgarar gætu greitt atkvæði ef Donald Trump legði það til. Hlutfallið hækkaði í 56% ef repúblikanar á Bandaríkjaþingi legðu það til með Trump.Sýnir hversu langt sumir myndu gangaHvorki Trump né aðrir repúblikanar hafa gefið í skyn að kosningunum gæti mögulega verið frestað af þessum eða öðrum ástæðum. Trump skipaði hins vegar nefnd sem á að rannsaka kosningasvindlið sem hann fullyrðir að hafi átt sér stað, þrátt fyrir að engar haldbærar vísbendingar hafi komið fram um að það eigi við rök að styðjast. Könnunin er hins vegar mælikvarði á hversu langt sumir stuðningsmenn repúblikana eru tilbúnir að ganga í stuðningi sínum við Trump forseta, að mati Ariel Malka, aðstoðarprófessors í sálfræði við Yeshiwa-háskóla og Yphtach Lelkes, aðstoðarprófessors við Annenberg-samskiptaskólans við Penyslvanínuháskóla.
Donald Trump Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira