Starfshópur um lélega mætingu í efstu deild Benedikt Bóas skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Fulltrúar KSÍ, Íslensks toppfótbolta, 365 og Ölgerðarinnar eiga að komast að því hvað þurfi að taka til bragðs til að fá fólk á völlinn. vísir/eyþór Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað starfshóp sem á að skoða hvernig eigi að fjölga áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla. Þrátt fyrir að Pepsi-deild karla hafi sjaldan verið jafn spennandi og skemmtileg hefur mætingin á vellina tólf verið undir væntingum. Rúnar V. Arnarson mun stýra verkefninu og hefur hann þegar kallað starfshópinn á einn fund. „Það er mál manna hjá úrvalsdeildarfélögunum að betur mætti fara og félögin hefðu viljað sjá fleira fólk í stúkunni. Við erum búin að sitja einn fund og setja eitthvað af stað. Við fórum yfir stöðuna, hvað er til ráða og hvað er hægt að gera,“ segir Rúnar. Hann býst við að þráðurinn verði tekinn aftur upp núna þegar verslunarmannahelgin er liðin. Þeir sem komu að fundinum voru Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, Ölgerðin og 365, rétthafi deildarinnar. „Það voru allir jákvæðir og allir af vilja gerðir að bæta í,“ bætir hann við. Íslenskur toppfótbolti ákvað fyrir tímabilið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 krónur og hækkaði miðaverð um 500 krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Var hækkunin töluvert gagnrýnd. Rúnar segir að það séu fleiri breytur í dæminu en það að miðaverð hafi hækkað. „Þeir sem ákváðu það, Íslenskur toppfótbolti, verða að svara fyrir það, ég ætla ekki að blanda mér í það. KSÍ vill hjálpa félögunum og deildinni að verða betri og auka aðsóknina og gera hana söluvænni fyrir alla.“ Þrátt fyrir mikla spennu á toppi sem botni, mikið af mörkum og mikla skemmtun hefur aðsókn verið dræm. Aðsóknartölur voru ekki gefnar upp fyrir stórleik FH og Vals en nýja stúkan var heldur tómleg að sjá. Innan við 500 mættu í Víkina að sjá slag Víkinga og ÍBV og 671 kom á viðureign ÍA og KR. Í 13. umferð var aðeins einn leikur með yfir þúsund áhorfendur. „Ég held að fólk geti ekki kvartað að fá ekki skemmtilega leiki. Við vonum að þegar fólk fer að skila sér úr fríum og öðru að aðsóknin aukist. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og menn verða að vinna í þessu áfram,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað starfshóp sem á að skoða hvernig eigi að fjölga áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla. Þrátt fyrir að Pepsi-deild karla hafi sjaldan verið jafn spennandi og skemmtileg hefur mætingin á vellina tólf verið undir væntingum. Rúnar V. Arnarson mun stýra verkefninu og hefur hann þegar kallað starfshópinn á einn fund. „Það er mál manna hjá úrvalsdeildarfélögunum að betur mætti fara og félögin hefðu viljað sjá fleira fólk í stúkunni. Við erum búin að sitja einn fund og setja eitthvað af stað. Við fórum yfir stöðuna, hvað er til ráða og hvað er hægt að gera,“ segir Rúnar. Hann býst við að þráðurinn verði tekinn aftur upp núna þegar verslunarmannahelgin er liðin. Þeir sem komu að fundinum voru Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, Ölgerðin og 365, rétthafi deildarinnar. „Það voru allir jákvæðir og allir af vilja gerðir að bæta í,“ bætir hann við. Íslenskur toppfótbolti ákvað fyrir tímabilið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 krónur og hækkaði miðaverð um 500 krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Var hækkunin töluvert gagnrýnd. Rúnar segir að það séu fleiri breytur í dæminu en það að miðaverð hafi hækkað. „Þeir sem ákváðu það, Íslenskur toppfótbolti, verða að svara fyrir það, ég ætla ekki að blanda mér í það. KSÍ vill hjálpa félögunum og deildinni að verða betri og auka aðsóknina og gera hana söluvænni fyrir alla.“ Þrátt fyrir mikla spennu á toppi sem botni, mikið af mörkum og mikla skemmtun hefur aðsókn verið dræm. Aðsóknartölur voru ekki gefnar upp fyrir stórleik FH og Vals en nýja stúkan var heldur tómleg að sjá. Innan við 500 mættu í Víkina að sjá slag Víkinga og ÍBV og 671 kom á viðureign ÍA og KR. Í 13. umferð var aðeins einn leikur með yfir þúsund áhorfendur. „Ég held að fólk geti ekki kvartað að fá ekki skemmtilega leiki. Við vonum að þegar fólk fer að skila sér úr fríum og öðru að aðsóknin aukist. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og menn verða að vinna í þessu áfram,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti