Fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2017 18:45 Fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn á Alþingi valdalitla og að erfitt sé að koma málum í gegnum þingið. Undir þetta tekur formaður flokksins sem segir flokknum ekki hafa mistekist að breyta stjórnmálum eins og stefnt var að í stefnuyfirlýsingu fyrir síðustu kosningar. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðurvesturkjördæmi og þingflokksformaður, opinberaði það í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist á laugardag að segja af sér þingmennsku um næstu áramót en þá er hefur hún setið á þingi fyrir Bjarta framtíð í eitt ár af kjörtímabilinu. „Það má eiginlega segja það að hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og mig langar til þess að bjóða mig fram í Kópavogi aftur og vinna fyrir Kópavogsbúa. Það er svona mín helsta ástæða og mín áhersla,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Afhverju hættirðu ekki strax?„Afhverju tilkynni ég þetta svona snemma?“ spyr Theódóra á móti. Theodóra gagnrýnir störf alþingis og til tekur sérstaklega mál sem hafa allt að þrettán sinnum verið lögð fram án þess að ná í gegn á þingi. Hún segir þingmenn hafa það hlutverk að fjalla um mál en koma svo hvergi stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur.Ertu ekki með því að tala niður störf alþingismanna og tala niður störf alþingis?„Nei, nei. Mér finnst það alls ekki. Oft á tíðum eru mjög langar umræður sem að leiða ekki beint til neinnar niðurstöðu,“ segir Theódóra. Í viðtali við sínu við Kópavogsblaðið segir Theodóra að þingstörfin hafa komið sér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þingstörfin séu meira eins og málstofa og að flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn.Eru þingmenn valdalausir eða áhrifalitlir? „Við höfum auðvitað áhrif í gegnum nefndir en hvað varðar svona frumkvæði og þingmanna í að leggja fram mál, þá finnst mér þeir ekkert sérstaklega valdamiklir,“ segir Theodóra. Formaður Bjartrar framtíðar virðir ákvörðun þingflokksformannsins og getur undir gagnrýni á störf þingsins. „Ég held að sumu leyti séu þingmenn valdaminni en ætla mætti. Stakir þingmenn eru dálítið fastir í sínum hópum og þessi kúltúr á Alþingi, að það sé minnihluti og meirihluti sem að eigi sem minnst að starfa saman,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Eitt af aðal stefnumálum Bjartrar framtíðar fyrir síðustu alþingiskosningar var að breyta starfsháttum inni á Alþingi og gera þingstörfin skilvirkari. „Við stofnuðum Bjarta framtíð til þess að breyta pólitíkinni og meðal annars einmitt þessu og við höfum nú gert tilraunir til þess bæði í minnihluta og meirihluta,“ segir Óttarr. Hefur það mistekist? „Ég held að það mætti segja að það eigi að takast betur,“ segir Óttarr. Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn á Alþingi valdalitla og að erfitt sé að koma málum í gegnum þingið. Undir þetta tekur formaður flokksins sem segir flokknum ekki hafa mistekist að breyta stjórnmálum eins og stefnt var að í stefnuyfirlýsingu fyrir síðustu kosningar. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðurvesturkjördæmi og þingflokksformaður, opinberaði það í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist á laugardag að segja af sér þingmennsku um næstu áramót en þá er hefur hún setið á þingi fyrir Bjarta framtíð í eitt ár af kjörtímabilinu. „Það má eiginlega segja það að hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og mig langar til þess að bjóða mig fram í Kópavogi aftur og vinna fyrir Kópavogsbúa. Það er svona mín helsta ástæða og mín áhersla,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Afhverju hættirðu ekki strax?„Afhverju tilkynni ég þetta svona snemma?“ spyr Theódóra á móti. Theodóra gagnrýnir störf alþingis og til tekur sérstaklega mál sem hafa allt að þrettán sinnum verið lögð fram án þess að ná í gegn á þingi. Hún segir þingmenn hafa það hlutverk að fjalla um mál en koma svo hvergi stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur.Ertu ekki með því að tala niður störf alþingismanna og tala niður störf alþingis?„Nei, nei. Mér finnst það alls ekki. Oft á tíðum eru mjög langar umræður sem að leiða ekki beint til neinnar niðurstöðu,“ segir Theódóra. Í viðtali við sínu við Kópavogsblaðið segir Theodóra að þingstörfin hafa komið sér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þingstörfin séu meira eins og málstofa og að flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn.Eru þingmenn valdalausir eða áhrifalitlir? „Við höfum auðvitað áhrif í gegnum nefndir en hvað varðar svona frumkvæði og þingmanna í að leggja fram mál, þá finnst mér þeir ekkert sérstaklega valdamiklir,“ segir Theodóra. Formaður Bjartrar framtíðar virðir ákvörðun þingflokksformannsins og getur undir gagnrýni á störf þingsins. „Ég held að sumu leyti séu þingmenn valdaminni en ætla mætti. Stakir þingmenn eru dálítið fastir í sínum hópum og þessi kúltúr á Alþingi, að það sé minnihluti og meirihluti sem að eigi sem minnst að starfa saman,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Eitt af aðal stefnumálum Bjartrar framtíðar fyrir síðustu alþingiskosningar var að breyta starfsháttum inni á Alþingi og gera þingstörfin skilvirkari. „Við stofnuðum Bjarta framtíð til þess að breyta pólitíkinni og meðal annars einmitt þessu og við höfum nú gert tilraunir til þess bæði í minnihluta og meirihluta,“ segir Óttarr. Hefur það mistekist? „Ég held að það mætti segja að það eigi að takast betur,“ segir Óttarr.
Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Hjartað slær Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins, 28. ágúst 2017 07:00
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42
Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50