Hótuðu að setja kynlífsmyndbönd á YouTube Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2017 15:01 Um algenga svikamyllu virðist vera að ræða en lögregla hefur varað við svikum sem þessum undanfarin misseri. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði liðsinnis Europol og bandarísku alríkislögreglunnar FBI á síðasta ári vegna nokkurra fjárkúgunarmála sem tilkynnt voru til lögreglu í fyrravor. Fjallað er um málin í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag. Málin voru öll með sama sniði en kynni tókust með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum Fésbókina. Eftir örstutt kynni færðust samskiptin yfir á Skype, þ.e. bæði hljóð og mynd. Þar viðhafði karlinn kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess var honum tilkynnt að athæfið hefði verið tekið upp á myndband. Það yrði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum viðkomandi á Fésbókinni sem og YouTube, ef ekki kæmi til peningagreiðslu innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðlagði þeim sem í þessu lentu að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær héldu áfram engu að síður. Ekki bárust neinar fréttir um birtingar myndbandanna en vafasömu konurnar virtust eiga ættir sínar að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Fjárkúgunarmálin voru jafnframt áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu segir í ársskýrslu lögrelgunnar. Þessi tegund fjárkúgunar virðist koma endurtekið upp hér á landi en lögreglan varaði við fjársvikum af þessum toga haustið 2015. Lögreglumál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði liðsinnis Europol og bandarísku alríkislögreglunnar FBI á síðasta ári vegna nokkurra fjárkúgunarmála sem tilkynnt voru til lögreglu í fyrravor. Fjallað er um málin í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag. Málin voru öll með sama sniði en kynni tókust með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum Fésbókina. Eftir örstutt kynni færðust samskiptin yfir á Skype, þ.e. bæði hljóð og mynd. Þar viðhafði karlinn kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess var honum tilkynnt að athæfið hefði verið tekið upp á myndband. Það yrði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum viðkomandi á Fésbókinni sem og YouTube, ef ekki kæmi til peningagreiðslu innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðlagði þeim sem í þessu lentu að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær héldu áfram engu að síður. Ekki bárust neinar fréttir um birtingar myndbandanna en vafasömu konurnar virtust eiga ættir sínar að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Fjárkúgunarmálin voru jafnframt áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu segir í ársskýrslu lögrelgunnar. Þessi tegund fjárkúgunar virðist koma endurtekið upp hér á landi en lögreglan varaði við fjársvikum af þessum toga haustið 2015.
Lögreglumál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent