Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 11:45 Lilja Alfreðsdóttir segir mikilvægt að þingheimur fái upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað. Samsett/Stefán/Stakkafell Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Hún vill fá upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að jörðin, sem er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, væri í söluferli. Ásett verð er 1,2 milljarðar og hafa kínverskir fjárfestar áhuga á jörðinni með það fyrir augum að byggja upp ferðamannatengdan iðnað. Í samtali við Vísi segir Lilja að mikilvægt sé að þingmenn fái yfirlit yfir landakaup erlendra aðila að svo yfirsýn fáist á umfangi þeirra hér á landi og hvort að greina megi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Vitnar hún til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna þar sem varnaglar eru settir við landakaupum erlendra aðila. „Ég vil að lagaumgjörðinni sé fylgt og við þurfum að fá upplýsingar um að það sé örugglega verið að gera það,“ segir Lilja. „Þar er búið að setja ákveðnar hindranir og svo getur ráðherrann komið inn í það og afnumið það.“ Segir Lilja að hún hafi fengið veður af því erlendir aðilar hafi í auknum mæli áhuga á jörðum og að fólk hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um það hvernig dómsmálaráðuneytið framfylgi lögunum. „Ég vil bara fá stöðuna, hvernig þetta lítur út og að þeir aðilar sem eigi að fylgja þessu eftir hafi ekki örugglega yfirsýnina. Þetta er eitt af því sem vekur mann til umhugsunar um hvað er hægt að kaupa mikið af landinu.“ Segir Lilja að hún reikni ekki með öðru en að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði við ósk hennar um fund í nefndinni vegna málsins. Alþingi Tengdar fréttir Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Hún vill fá upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að jörðin, sem er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, væri í söluferli. Ásett verð er 1,2 milljarðar og hafa kínverskir fjárfestar áhuga á jörðinni með það fyrir augum að byggja upp ferðamannatengdan iðnað. Í samtali við Vísi segir Lilja að mikilvægt sé að þingmenn fái yfirlit yfir landakaup erlendra aðila að svo yfirsýn fáist á umfangi þeirra hér á landi og hvort að greina megi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Vitnar hún til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna þar sem varnaglar eru settir við landakaupum erlendra aðila. „Ég vil að lagaumgjörðinni sé fylgt og við þurfum að fá upplýsingar um að það sé örugglega verið að gera það,“ segir Lilja. „Þar er búið að setja ákveðnar hindranir og svo getur ráðherrann komið inn í það og afnumið það.“ Segir Lilja að hún hafi fengið veður af því erlendir aðilar hafi í auknum mæli áhuga á jörðum og að fólk hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um það hvernig dómsmálaráðuneytið framfylgi lögunum. „Ég vil bara fá stöðuna, hvernig þetta lítur út og að þeir aðilar sem eigi að fylgja þessu eftir hafi ekki örugglega yfirsýnina. Þetta er eitt af því sem vekur mann til umhugsunar um hvað er hægt að kaupa mikið af landinu.“ Segir Lilja að hún reikni ekki með öðru en að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði við ósk hennar um fund í nefndinni vegna málsins.
Alþingi Tengdar fréttir Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00