Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 11:45 Lilja Alfreðsdóttir segir mikilvægt að þingheimur fái upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað. Samsett/Stefán/Stakkafell Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Hún vill fá upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að jörðin, sem er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, væri í söluferli. Ásett verð er 1,2 milljarðar og hafa kínverskir fjárfestar áhuga á jörðinni með það fyrir augum að byggja upp ferðamannatengdan iðnað. Í samtali við Vísi segir Lilja að mikilvægt sé að þingmenn fái yfirlit yfir landakaup erlendra aðila að svo yfirsýn fáist á umfangi þeirra hér á landi og hvort að greina megi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Vitnar hún til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna þar sem varnaglar eru settir við landakaupum erlendra aðila. „Ég vil að lagaumgjörðinni sé fylgt og við þurfum að fá upplýsingar um að það sé örugglega verið að gera það,“ segir Lilja. „Þar er búið að setja ákveðnar hindranir og svo getur ráðherrann komið inn í það og afnumið það.“ Segir Lilja að hún hafi fengið veður af því erlendir aðilar hafi í auknum mæli áhuga á jörðum og að fólk hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um það hvernig dómsmálaráðuneytið framfylgi lögunum. „Ég vil bara fá stöðuna, hvernig þetta lítur út og að þeir aðilar sem eigi að fylgja þessu eftir hafi ekki örugglega yfirsýnina. Þetta er eitt af því sem vekur mann til umhugsunar um hvað er hægt að kaupa mikið af landinu.“ Segir Lilja að hún reikni ekki með öðru en að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði við ósk hennar um fund í nefndinni vegna málsins. Alþingi Tengdar fréttir Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Hún vill fá upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að jörðin, sem er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, væri í söluferli. Ásett verð er 1,2 milljarðar og hafa kínverskir fjárfestar áhuga á jörðinni með það fyrir augum að byggja upp ferðamannatengdan iðnað. Í samtali við Vísi segir Lilja að mikilvægt sé að þingmenn fái yfirlit yfir landakaup erlendra aðila að svo yfirsýn fáist á umfangi þeirra hér á landi og hvort að greina megi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Vitnar hún til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna þar sem varnaglar eru settir við landakaupum erlendra aðila. „Ég vil að lagaumgjörðinni sé fylgt og við þurfum að fá upplýsingar um að það sé örugglega verið að gera það,“ segir Lilja. „Þar er búið að setja ákveðnar hindranir og svo getur ráðherrann komið inn í það og afnumið það.“ Segir Lilja að hún hafi fengið veður af því erlendir aðilar hafi í auknum mæli áhuga á jörðum og að fólk hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um það hvernig dómsmálaráðuneytið framfylgi lögunum. „Ég vil bara fá stöðuna, hvernig þetta lítur út og að þeir aðilar sem eigi að fylgja þessu eftir hafi ekki örugglega yfirsýnina. Þetta er eitt af því sem vekur mann til umhugsunar um hvað er hægt að kaupa mikið af landinu.“ Segir Lilja að hún reikni ekki með öðru en að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði við ósk hennar um fund í nefndinni vegna málsins.
Alþingi Tengdar fréttir Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent