Kviknaði aftur í Agli eftir að komið var til hafnar Gissur Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2017 09:02 Báturinn er nokkuð illa farinn eftir eldinn. Mynd/Helgi Ragnarsson Hætta skapaðist þegar eldur kviknaði í ljósavélarrými dragnótabátsins Egils ÍS klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar hann var staddur um fimm sjómílur út af mynni Dýrafjarðar. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og kallaði stjórnstöð gæslunnar þegar til nálægra skipa og báta um að halda á vettvang og veita aðstoð ef á þyrfti að halda. Þá voru sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar virkjaðar, sem sendu út björgunarbáta og skip. Nokkru síðar bárust þær upplýsingar frá bátnum, að fjögurra manna áhöfnin væri búin að loka vélarrýmið af og freistuðu þess að kæfa eldinn. Þá var búið að senda slökkviliðsmenn með fiskibáti frá Ísafirði og fóru þeir um borð. Auk þess var þyrla gæslunnar send vestur með þrjá slökkvililðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þegar ljóst var að slökkviliðsmenn væru komnir um borð var þyrlunni beint til Þingeyrar þar sem hún beið , ef á aðsotð þyrfti að halda. Skipverjum tókst að sigla Agli til hafnar á þingeyri fyrir eigin vélarafli, þangað sem komið var laust upp úr klukkan eitt í nótt. Hálftíma síðar var talið að endanlega væri búið að slökkva eldinn og héldu slökkviliðsmenn þá til síns heima og þyrlan fór aftur til Reykjavíkur. En á sjötta tímanum í morgun gaus hann aftur upp og voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sendir á vettvang, en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eldurinn núna logaði á sama stað og í nótt. Ekki er vitað hvað olli íkveikjunni í gærkvöldi, en Egill er 70 brúttótonna stálskip. Engan skipverja sakaði í baráttunni við eldinn í gærkvöldi og í nótt. Sjávarútvegur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Hætta skapaðist þegar eldur kviknaði í ljósavélarrými dragnótabátsins Egils ÍS klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar hann var staddur um fimm sjómílur út af mynni Dýrafjarðar. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og kallaði stjórnstöð gæslunnar þegar til nálægra skipa og báta um að halda á vettvang og veita aðstoð ef á þyrfti að halda. Þá voru sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar virkjaðar, sem sendu út björgunarbáta og skip. Nokkru síðar bárust þær upplýsingar frá bátnum, að fjögurra manna áhöfnin væri búin að loka vélarrýmið af og freistuðu þess að kæfa eldinn. Þá var búið að senda slökkviliðsmenn með fiskibáti frá Ísafirði og fóru þeir um borð. Auk þess var þyrla gæslunnar send vestur með þrjá slökkvililðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þegar ljóst var að slökkviliðsmenn væru komnir um borð var þyrlunni beint til Þingeyrar þar sem hún beið , ef á aðsotð þyrfti að halda. Skipverjum tókst að sigla Agli til hafnar á þingeyri fyrir eigin vélarafli, þangað sem komið var laust upp úr klukkan eitt í nótt. Hálftíma síðar var talið að endanlega væri búið að slökkva eldinn og héldu slökkviliðsmenn þá til síns heima og þyrlan fór aftur til Reykjavíkur. En á sjötta tímanum í morgun gaus hann aftur upp og voru slökkviliðsmenn frá Ísafirði sendir á vettvang, en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort eldurinn núna logaði á sama stað og í nótt. Ekki er vitað hvað olli íkveikjunni í gærkvöldi, en Egill er 70 brúttótonna stálskip. Engan skipverja sakaði í baráttunni við eldinn í gærkvöldi og í nótt.
Sjávarútvegur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira