Innlent

Stóraukning skipu­lagðrar glæpa­starf­semi og inn­brota­hrina hjá lista­manni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, sem segir erfitt að svara því hvort lögregla sé í stakk búin til að takast á við aukna skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Sýnar.

Hann segir fjölda slíkra hópa hafa tvöfaldast á áratug, en lögregla hafði afskipti af samkomu Vítisengla, eða Hells Angels, um helgina.

Þá kynnum við okkur Matsferil, sem er nýtt samræmt tæki sem taka á í gagnið í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur munu taka próf á mismunandi tímum, en sérfræðingur segist ekki hafa áhyggjur af svindli, auk þess sem nemendur muni lítið græða á slíkum æfingum.

Rætt verður við Fannar Jónasson, sem mun hætta sem bæjarstjóri Grindavíkur næstkomandi vor, en hann hefur leitt bæinn í gegnum mikla óvissutíma síðustu ára. Við verðum í beinni frá Kópavogsvelli þar sem fer fram styrktarleikur fyrir Ljósið, heyrum af innbrotahrinu sem þekktur myndlistarmaður hefur orðið fyrir og kíkjum í leikhús, þar sem Lína langsokkur leikur nú listir sínar fyrir uppseldum sal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×