Túfa: Fyrir mér er enginn sigur ljótur Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. ágúst 2017 21:23 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. vísir/eyþór Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var að vonum sigurreifur eftir að hafa séð sína menn rúlla yfir Ólafsvíkinga, 5-0. „Mjög ánægður með að skora svona mikið af mörkum í svona mikilvægum leik. Strákarnir gerðu nákvæmlega það sem lagt var upp með og ég er mjög ánægður með þá. Við viljum gefa stuðningsmönnunum okkar fleiri svona leiki á heimavelli og ætlum að halda áfram að gera það,” sagði Túfa. KA marði sigur á tíu ReykjavíkurVíkingum í síðustu umferð og voru þá gagnrýndir talsvert fyrir frammistöðu sína. Túfa segir mikinn mun hafa verið á frammistöðu sinna manna en gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Það var mikill munur á spilamennskunni í dag og þá. Ég hlusta samt ekki mikið á svona gagnrýni. Fyrir mér er enginn sigur ljótur eins og menn vildu meina. Ég virði öll stig og alla sigra.” KA-menn eru nú komnir í 5. sæti eftir að hafa verið að daðra við fallbaráttuna fyrir tveimur umferðum síðan. Túfa tekur hlutunum af stóískró ró og vill ekki gefa út yfirlýsingar um Evrópusæti. „Deildin spilast þannig að það eru allir í Evrópubaráttu og allir í fallbaráttu. Ég hef aldrei horft á fallbaráttuna og horfi bara fram á við. Markmiðið okkar fyrir sumarið var að ná stöðugleika í efstu deild og við erum bara að vinna að því. Við ætlum bara að reyna að ná góðum árangri. Hvort það verður Evrópusæti eða ekki er ekki eitthvað sem við erum að spá í núna.” Elfar Árni skoraði þrennu og gladdi það þjálfarann sem hrósaði einnig markverði sínum í hástert. „Elfar er alvöru senter og ég veit hvað hann hefur mikinn vilja til að skora mörk. Ég er mjög ánægður með hann. Honum líður vel þegar hann skorar mörk. Ég verð líka að minnast á Rajko sem ver víti á mjög mikilvægum tímapunkti og sýnir það enn og aftur að hann er einn besti markvörður deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Víkingur Ó. 5-0 | Elfar Árni með þrennu fyrir KA KA lagði Víkinga frá Ólafsvík örugglega af velli 5-0 á Akureyri í kvöld. 27. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var að vonum sigurreifur eftir að hafa séð sína menn rúlla yfir Ólafsvíkinga, 5-0. „Mjög ánægður með að skora svona mikið af mörkum í svona mikilvægum leik. Strákarnir gerðu nákvæmlega það sem lagt var upp með og ég er mjög ánægður með þá. Við viljum gefa stuðningsmönnunum okkar fleiri svona leiki á heimavelli og ætlum að halda áfram að gera það,” sagði Túfa. KA marði sigur á tíu ReykjavíkurVíkingum í síðustu umferð og voru þá gagnrýndir talsvert fyrir frammistöðu sína. Túfa segir mikinn mun hafa verið á frammistöðu sinna manna en gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Það var mikill munur á spilamennskunni í dag og þá. Ég hlusta samt ekki mikið á svona gagnrýni. Fyrir mér er enginn sigur ljótur eins og menn vildu meina. Ég virði öll stig og alla sigra.” KA-menn eru nú komnir í 5. sæti eftir að hafa verið að daðra við fallbaráttuna fyrir tveimur umferðum síðan. Túfa tekur hlutunum af stóískró ró og vill ekki gefa út yfirlýsingar um Evrópusæti. „Deildin spilast þannig að það eru allir í Evrópubaráttu og allir í fallbaráttu. Ég hef aldrei horft á fallbaráttuna og horfi bara fram á við. Markmiðið okkar fyrir sumarið var að ná stöðugleika í efstu deild og við erum bara að vinna að því. Við ætlum bara að reyna að ná góðum árangri. Hvort það verður Evrópusæti eða ekki er ekki eitthvað sem við erum að spá í núna.” Elfar Árni skoraði þrennu og gladdi það þjálfarann sem hrósaði einnig markverði sínum í hástert. „Elfar er alvöru senter og ég veit hvað hann hefur mikinn vilja til að skora mörk. Ég er mjög ánægður með hann. Honum líður vel þegar hann skorar mörk. Ég verð líka að minnast á Rajko sem ver víti á mjög mikilvægum tímapunkti og sýnir það enn og aftur að hann er einn besti markvörður deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Víkingur Ó. 5-0 | Elfar Árni með þrennu fyrir KA KA lagði Víkinga frá Ólafsvík örugglega af velli 5-0 á Akureyri í kvöld. 27. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Víkingur Ó. 5-0 | Elfar Árni með þrennu fyrir KA KA lagði Víkinga frá Ólafsvík örugglega af velli 5-0 á Akureyri í kvöld. 27. ágúst 2017 21:15