Stolið úr sjúkra- og lögreglubílum Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Eftirlitsmyndavélar hafa löngu sannað gildi sitt í miðborginni, að mati lögreglunnar. Vísir/Daníel „Við erum að nýta þessar eftirlitsmyndavélar á hverjum einasta degi, líka á þessum stóru dögum eins og Gay Pride og Menningarnótt og í raun og veru um hverja helgi þegar tilkynnt er um atvik í miðborginni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að koma upp 40 eftirlitsmyndavélum á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar síðastliðnum voru aftur á móti myndavélar á 15 stöðum í miðborginni. Búist er við að myndavélunum fjölgi enn frekar og í ráði er að koma að minnsta kosti einni, jafnvel tveimur númeraplötumyndavélum upp. Slík myndavél skannar númer bílsins og lögreglan fær þá uppgefnar allar upplýsingar um ökutækið í rauntíma. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er mikill áhugi á uppsetningu sambærilegra myndavélakerfa í öðrum sveitarfélögum og er undirbúningur þess mislangt kominn. Nokkur sveitarfélög hafa þegar komið upp myndavélum. Samkomulag um slíkar myndavélar í Reykjavík felur í sér að Reykjavíkurborg kaupir myndavélarnar, Neyðarlínan sér um uppsetningu, viðhald þeirra og flutning merkis og lögreglan sér um vöktun og viðbragð. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn bendir á að myndir úr eftirlitsmyndavélum séu notaðar í rauntíma á meðan lögreglubílar eru á leiðinni á vettvang. „Þá eru myndavélar skoðaðar og reynt að ná mynd af atburðum og kannað hvort hlutirnir eru eins og tilkynnt er og reynt að ná myndum af gerendum og atburðum sjálfum,“ segir Ásgeir. Hann telur vélarnar hafa margsannað gildi sitt. „Bæði sem forvörn og svo hafa þær líka orðið til að upplýsa brot. Það er alveg klárt,“ segir hann. Ásgeir segir að myndavélarnar séu oft notaðar til að vakta lögreglubíla og bíla neyðaraðila þegar þær eru í notkun í miðbænum. „Það er nú þannig að menn hafa verið að krota á lögreglubíla og jafnvel að stela úr sjúkrabílum og þar fram eftir götunum. Við notum vélarnar til að vakta það. Eins líka þegar lögreglumenn eða neyðaraðilar eru að fara á vettvang, þá notum við myndavélarnar til að vakta í rauntíma til að fylgjast með að við séum með nægjanlegan mannskap og hvort þeim takist að leysa verkefnin án þess að fá liðsauka,“ segir hann. Þegar eftirlitsmyndavélar voru fyrst teknar í notkun, fyrir fáeinum áratugum, sættu þær gagnrýni þar sem þær þóttu skerða friðhelgi einkalífs. Ásgeir segir viðhorfið hafa breyst. „Fólk er orðið vant því að það séu myndavélar allstaðar og það eru myndavélar allstaðar í farsímum, í flestum verslunum sem fólk kemur inn er það í mynd þannig að ég held að fólk sé farið að horfa meira á þetta sem öryggisatriði heldur en að þetta sé takmörkun á persónufrelsi,“ segir hann. Þá skipti líka miklu máli að hafa í huga að einungis lögreglan hefur aðgang að myndefninu. Hann telur líkur á því að myndavélunum verði fjölgað enn frekar. „Við eigum eftir að taka lokaúttekt á því hvort við séum með nægjanlega margar vélar til að sjá þau svæði sem við erum að reyna að vakta eða hvort það eru einhverjar gloppur eða eitthvað sem við verðum að bæta,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Við erum að nýta þessar eftirlitsmyndavélar á hverjum einasta degi, líka á þessum stóru dögum eins og Gay Pride og Menningarnótt og í raun og veru um hverja helgi þegar tilkynnt er um atvik í miðborginni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að koma upp 40 eftirlitsmyndavélum á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar síðastliðnum voru aftur á móti myndavélar á 15 stöðum í miðborginni. Búist er við að myndavélunum fjölgi enn frekar og í ráði er að koma að minnsta kosti einni, jafnvel tveimur númeraplötumyndavélum upp. Slík myndavél skannar númer bílsins og lögreglan fær þá uppgefnar allar upplýsingar um ökutækið í rauntíma. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er mikill áhugi á uppsetningu sambærilegra myndavélakerfa í öðrum sveitarfélögum og er undirbúningur þess mislangt kominn. Nokkur sveitarfélög hafa þegar komið upp myndavélum. Samkomulag um slíkar myndavélar í Reykjavík felur í sér að Reykjavíkurborg kaupir myndavélarnar, Neyðarlínan sér um uppsetningu, viðhald þeirra og flutning merkis og lögreglan sér um vöktun og viðbragð. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn bendir á að myndir úr eftirlitsmyndavélum séu notaðar í rauntíma á meðan lögreglubílar eru á leiðinni á vettvang. „Þá eru myndavélar skoðaðar og reynt að ná mynd af atburðum og kannað hvort hlutirnir eru eins og tilkynnt er og reynt að ná myndum af gerendum og atburðum sjálfum,“ segir Ásgeir. Hann telur vélarnar hafa margsannað gildi sitt. „Bæði sem forvörn og svo hafa þær líka orðið til að upplýsa brot. Það er alveg klárt,“ segir hann. Ásgeir segir að myndavélarnar séu oft notaðar til að vakta lögreglubíla og bíla neyðaraðila þegar þær eru í notkun í miðbænum. „Það er nú þannig að menn hafa verið að krota á lögreglubíla og jafnvel að stela úr sjúkrabílum og þar fram eftir götunum. Við notum vélarnar til að vakta það. Eins líka þegar lögreglumenn eða neyðaraðilar eru að fara á vettvang, þá notum við myndavélarnar til að vakta í rauntíma til að fylgjast með að við séum með nægjanlegan mannskap og hvort þeim takist að leysa verkefnin án þess að fá liðsauka,“ segir hann. Þegar eftirlitsmyndavélar voru fyrst teknar í notkun, fyrir fáeinum áratugum, sættu þær gagnrýni þar sem þær þóttu skerða friðhelgi einkalífs. Ásgeir segir viðhorfið hafa breyst. „Fólk er orðið vant því að það séu myndavélar allstaðar og það eru myndavélar allstaðar í farsímum, í flestum verslunum sem fólk kemur inn er það í mynd þannig að ég held að fólk sé farið að horfa meira á þetta sem öryggisatriði heldur en að þetta sé takmörkun á persónufrelsi,“ segir hann. Þá skipti líka miklu máli að hafa í huga að einungis lögreglan hefur aðgang að myndefninu. Hann telur líkur á því að myndavélunum verði fjölgað enn frekar. „Við eigum eftir að taka lokaúttekt á því hvort við séum með nægjanlega margar vélar til að sjá þau svæði sem við erum að reyna að vakta eða hvort það eru einhverjar gloppur eða eitthvað sem við verðum að bæta,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Lögreglumál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent